Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #936

Fundur haldinn í fjarfundi, 8. febrúar 2022 og hófst hann kl. 17:20

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Leikskólinn Araklettur - húsnæði

Leikskólastjóri Arakletti og sviðsstjóri fjölskyldusviðs komu inn á fundinn. Rætt var um fjölgun barna á leikskólaaldri á Patreksfirði, biðlista og einnig rýmisþörf vegna starfsemi leikskólans til framtíðar.

  Málsnúmer 2201050 8

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Bjarg íbúðafélag hses.

  Lagt fram erindi frá Bjargi íbúðafélagi dags. 3. febrúar 2022 þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun lóðar og stofnframlags vegna byggingar leiguíbúða.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir nánari kynningu fyrir bæjarstjórn.

   Málsnúmer 2202007

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   Til kynningar

   3. Húsnæðissjálfseigarstofnun á landsbyggðinni

   Lagt fram til kynningar erindi frá sambandi íslenskra sveitarfélaga og húsnæðis- og mannvirkjastofnun dags. 31. janúar 2022 þar sem boðað er til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem stuðli að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.

    Málsnúmer 2110001 5

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Mál nr. 20 um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, ósk um umsögn

    Lögð fram til kynningar beiðni allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis dags. 25. janúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 20. mál.

     Málsnúmer 2201048

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Mál nr. 12 um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, ósk um umsögn

     Lögð fram til kynningar beiðni efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dags. 26. janúar 2022 um umsögn um tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 12. mál.

      Málsnúmer 2201049

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Leiksvæði og leiktæki í Vesturbyggð


      7. Stjórnunar og verndaráætlun Látrabjarg

      Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar samstarfshóps vegna gerðar stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Látrabjarg.

       Málsnúmer 2112014 3

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       8. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2021


       9. Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 2022

       Lögð fram til kynningar fundargerð 135. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða 1. janúar 2022.

        Málsnúmer 2202006 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40