Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #951

Fundur haldinn í fjarfundi, 9. nóvember 2022 og hófst hann kl. 08:30

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir sat fundinn undir dagskrárlið 1 og 2.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2026. Kynnt voru drög að fjárhagsáætlun 2023 - 2026. Jafnframt var lögð fram til kynningar útkomuspá 2023 fyrir rekstur samstæðunnar. Gert er ráð fyrir 55 millj.kr. jákvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.

    Málsnúmer 2206023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

    Lagður fyrir viðauki 6 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna framkvæmda við fyrirstöðugarð og flotbryggju við Brjánslækjarhöfn. Verkefnið er styrkt af Vegagerðinni en það var boðið út á árinu. Lægsta tilboð reyndist nokkuð yfir því sem áætlað hafði verið í verkefnið og eykst hlutur Vesturbyggðar því um 11,7 m.kr. fer úr því að vera 21 m.kr. í 32,7 m.kr. Hlutur Vegargerðarinnar fer úr 30,6 m.kr í 49 m.kr. Heildarkostnaður við verkefnið eru 81,7 m.kr. Viðaukanum er mætt með lækkun á öðrum fjárfestingum við hafnir Vesturbyggðar. 7 m.kr við Bíldudalshöfn og 4 m.kr við Patreksfjarðarhöfn ásamt lækkunum á fjárfestingum í eignarsjóði.

    Viðaukinn er jafnframt lagður fyrir vegna verkefna sem áætlað var að fara í á árinu en mun ekki nást og verður að mestu gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlun 2023. Fjárfestingar í eignasjóði eru lækkaðar um 22,4 m.kr., fjárfestingar í vatnsveitu eru lækkaðar um 8,75 m.kr. og fjárfestingar í fráveitu eru lækkaðar um 4,2 m.kr. Lántökur eru lækkaðar á móti fjárfestingum um 33,7 m.kr.

    Viðauki 6 hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu í A, né A og B hluta en handbært fé í A hluta lækkar um 11,3 m.kr og verður 28,6 m.kr. Viðaukinn hefur ekki áhrif á handbært fé í A og B hluta.

    Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Málsnúmer 2201042 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Beiðni um samning um styrk til björgunarsveitarinnar Kóps

      Lagður er fram tölvupóstur Freyju R. Pedersen, formanns björgunarsveitarinnar Kóps, Bíldudal, dags. 3. nóvember 2022, þar sem óskað er eftir samningi um styrk til Björgunarsveitarinnar Kóps á Bíldudal.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með fulltrúum björgunarsveitarinnar Kóps um efni samnings, gera tillögu að úrvinnslu beiðnarinnar og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

        Málsnúmer 2211013

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög

        Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Gíslasonar, sérfræðings hjá Leigufélaginu Bríeti, dags. 21. október 2022, þar sem óskað er eftir að Vesturbyggð greiði stofnframlag skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Heildar stofnframlag Vesturbyggðar vegna framkvæmdarinnar eru kr. 13.484.781,-, sem skiptist í opinber gjöld kr. 2.794.352,- og beint fjárframlag kr. 10.690.429.

        Óskað er eftir því að stofnframlag hækki úr 13.484.751 í 15.387.771,- skv. uppreiknuðu stofnvirði, og að framlagið verði greitt á árinu 2022

        Bæjarráð tekur jákvætt í að greiða eftirstöðvar stofnframlags Vesturbyggðar vegna íbúðanna til Brákar hses. á árinu. Bæjarráð tekur jafnframt jákvætt í hækkun stofnframlaga Vesturbyggðar í byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal á grundvelli framlagðra gagna.
        Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna málsins og leggja að nýju fyrir bæjarráð.

          Málsnúmer 2008026 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Stafræn sveitarfélög kostnaður og verkefni fjárhagsáætlun 2023

          Lagður er fram tölvupótsur Fjólu Maríu Ágústsdóttur, leiðtoga starfræns umbreytingteymis og breytingastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 26. október 2022, ásamt meðfylgjandi gögnum, vegna þátttöku sveitarfélaganna í starfrænni umbreytingu til tveggja ára og framlaga sveitarfélaganna árið 2023.

          Á 912. fundi bæjarráðs sem haldinn var 6. janúar 2021 samþykkti bæjarráð að taka þátt í samstarfi sveitarfélaga um stafræna umbreytingu til tveggja ára.

          Samkvæmt erindinu eru sameiginleg þróunarverkefni ársins 2023 heimildargreiðslur inn í fjárhagsaðstoð, stafræn úrgangsmál og innritun í leikskóla eða grunnskóla eða vegna farsældarfrumvarps. Enn fremur er um að ræða miðlun lausna, tæknilega innviði, rekstur og hýsingu lausna á Ísland.is og upplýsingar um þjónustu sveitarfélaga á Ísland.is. Áætlaður kostnaður Vesturbyggðar til þátttöku í verkefninu eru 838.741 kr. fyrir árið 2023.

            Málsnúmer 2210056

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Mál nr. 10 um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins. Ósk um umsögn

            Tekin fyrir að nýju tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis þar sem atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Í tillögunni er lagt til að stækka í áföngum félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins með það fyrir augum að hlutdeild þess verði 8,3% af heildarafla í stað 5,3%.

            Frestur til að skila inn umsögn var til 14. október.

            Hafna- og atvinnumálaráð vísaði umsagnarbeiðninni áfram til bæjarráðs og lagði til að heildarhagsmunir sveitarfélagsins yrði reiknaðir út við þessar breytingar.

            Bæjarráð telur mikilvægt að horft sé til heildarhagsmuna sveitarfélagsins út frá þeim breytingum sem settar eru fram í þingsályktuninni um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Umsagnarfrestur er liðinn, en sveitarfélagið leggur áherslu á að litið sé til heildarhagsmuna sveitarfélaga við ákvörðun um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

              Málsnúmer 2209072 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              7. Ofanflóðasjóður - lántaka

              Lögð er fram til kynningar umsókn Vesturbyggðar um lán að fjárhæð kr. 55,5 m.kr. hjá Ofanflóðasjóði vegna 10% þáttöku Vesturbyggðar í framkvæmdum vð ofanflóðavarnir á Patreksfirði og á Bíldudal tímabilið 01.10.2021-30.09.2022. Á tímabilinu námu framkvæmdir við ofanflóðavarnir í sveitarfélaginu 558 m.kr., þar af greiddi sveitarfélagið 55,5 m.kr.

                Málsnúmer 2103052

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Til samráðs - Breytingar á lögum um innheimtustofnun sveitarfélaga ( tilfærsla á innheimtu meðlaga)

                Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Innviðaráðunetinu dags. 2. nóvember 2022 um breytingar á lögum um Innheimtstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)".

                Umsagnarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

                Bæjarráð leggur áherslu á að með breytingunni verði störfin ekki færð frá Vestfjörðum, þar sem mikilvægt er að opinberum störfum fjölgi frekar á landsbyggðinni en fækki.

                  Málsnúmer 2211004

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Mál nr. 382 um frumvarp til laga um útlendinga ( alþjóðleg vernd). Ósk um umsögn.

                  Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Allsherjar- og menntamálanefd Alþingis dags. 28. október 2022 um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

                  Umsagnarfrestur er til og með 11. nóvember nk.

                    Málsnúmer 2210061

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Til samráðs -Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116-2003 (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o.fl.)

                    Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu dags. 27. október 2022 um Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (afnám tegundatilfærslu í deilistofnum botnfisks o. fl.)".

                    Umsagnarfrestur er til og með 10. nóvember nk.

                      Málsnúmer 2210060

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Mál nr. 231 um tillögu um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Ósk um umsögn.

                      Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Allsherjar- og menntamálanefd Alþingis dags. 28. október 2022 um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.

                      Umsagnarfrestur er til og með 11. nóvember nk.

                        Málsnúmer 2210055

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Til samráðs - Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116-2006 (rafvæðing smábáta)

                        Lögð fram til kynningar beiðni um umsögn frá Matvælaráðuneytinu dags. 24. október 2022 um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (rafvæðing smábáta)".

                        Umsagnarfrestur var til og með 7. nóvember 2022.

                          Málsnúmer 2210051

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021

                          Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Breiðafjarðarnefndar fyrir árið 2021.

                            Málsnúmer 2210059

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

                            Lagðar fram til kynningar fundargerðir 207. og 208. fundar Breiðafjarðarnefndar.

                              Málsnúmer 2202047 8

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00