Málsnúmer 2008026
25. ágúst 2020 – Bæjarráð
Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.
Bæjarráð Vesturbyggðar felur Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal og felur bæjarstjóra að undirrita samning við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir hönd Vesturbyggðar vegna veitingu stofnframlags ríkisins.
16. september 2020 – Bæjarstjórn
Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999. Bæjarráð fól Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og staðfestir að stofnframlagi sem veitt var 30. júní 2020 verði afsalað til Bæjartúns hses. og bæjarstjóra falið að tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
17. desember 2020 – Bæjarráð
Lögð fram drög að samningi Vesturbyggðar við Bæjartún íbúðafélag hses. um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal. Í samningnum er gert ráð fyrir stofnframlagi sem nemur 13.484.781 kr. sem nemur 12% af stofnvirði verkefnisins og skiptist í eftirgjöf á opinberum gjöldum og beinu fjárframlagi til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar.
Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.