Hoppa yfir valmynd

Bygging fjögurra íbúða á Bíldudal - stofnframlög

Málsnúmer 2008026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. ágúst 2020 – Bæjarráð

Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999.

Bæjarráð Vesturbyggðar felur Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal og felur bæjarstjóra að undirrita samning við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fyrir hönd Vesturbyggðar vegna veitingu stofnframlags ríkisins.
16. september 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram gögn vegna stofnunar Bæjartúns íbúðafélags hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfar á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og laga um sjálfseignastofnanir sem stunda atvinnurekstur nr. 33/1999. Bæjarráð fól Bæjartúni íbúðafélagi hses. byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun bæjarráðs og staðfestir að stofnframlagi sem veitt var 30. júní 2020 verði afsalað til Bæjartúns hses. og bæjarstjóra falið að tilkynna það til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
17. desember 2020 – Bæjarráð

Lögð fram drög að samningi Vesturbyggðar við Bæjartún íbúðafélag hses. um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal. Í samningnum er gert ráð fyrir stofnframlagi sem nemur 13.484.781 kr. sem nemur 12% af stofnvirði verkefnisins og skiptist í eftirgjöf á opinberum gjöldum og beinu fjárframlagi til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar.

Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.
20. janúar 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að samningi Vesturbyggðar við Bæjartún íbúðafélag hses. um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016, til byggingar fjögurra almennra íbúða, í 10 íbúða fjölbýlishúsi sem byggt verður við Hafnarbraut 9 á Bíldudal. Í samningnum er gert ráð fyrir stofnframlagi sem nemur 13.484.781 kr. sem nemur 12% af stofnvirði verkefnisins og skiptist í eftirgjöf á opinberum gjöldum og beinu fjárframlagi til húsnæðissjálfseignarstofnunarinnar. Bæjarráð Vesturbyggðar staðfesti samninginn fyrir sitt leyti á 911. fundi sínum 17. desember 2020 og vísaði honum til bæjarstjórnar til staðfestingar. Gert er ráð fyrir framlaginu í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2021.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn staðfestir samninginn samhljóða.
11. október 2022 – Bæjarráð

Brák íbúðafélag hses. tók yfir verkefni Bæjartúns á Bíldudal, við byggingu 10 íbúða húss að Hafnarbraut 9. Brák byggir 4 af þeim íbúðum. Lóðarhafi er Bæjartún hses., en lóðinni hefur verið skipt upp í 10 eignarhluta. Á 943. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar sem haldinn var 14. júlí sl. samþykkti bæjarráð að flytja verkefni Bæjartúns hses. yfir til Brákar hses.

Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samræmi við erindi Brákar hses., dags. 29. september 2022, að undirrita viðeigandi skjöl vegna aðilaskipta á lóðahlutum frá Bæjartúni til Brákar vegna þeirra fjögurra íbúða sem Brák byggir. Bæjaráð felur bæjarstjóra jafnframt að undirrita viðeigandi skjöl vegna aðilaskipta á lóðahlutum frá Bæjartúni til Hrafnshóla vegna þeirra sex íbúða sem Hrafnshólar byggja.

Á lóðinni er þinglýst yfirlýsingu um kvöð vegna stofnframlaga á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða. Bæjarráð samþykkir veðsetningu íbúða Bráker hses. vegna framkvæmdaláns og síðar langtímaláns frá HMS eða hliðstæðri stofnun. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita skjöl vegna framangreindrar heimildar um veðsetningu íbúðanna.
9. nóvember 2022 – Bæjarráð

Lagður er fram tölvupóstur Kristjáns Gíslasonar, sérfræðings hjá Leigufélaginu Bríeti, dags. 21. október 2022, þar sem óskað er eftir að Vesturbyggð greiði stofnframlag skv. samningi um stofnframlög á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 til byggingar fjögurra almennra íbúða við Hafnarbraut 9 á Bíldudal, sem undirritaður var í apríl 2021. Heildar stofnframlag Vesturbyggðar vegna framkvæmdarinnar eru kr. 13.484.781,-, sem skiptist í opinber gjöld kr. 2.794.352,- og beint fjárframlag kr. 10.690.429.

Óskað er eftir því að stofnframlag hækki úr 13.484.751 í 15.387.771,- skv. uppreiknuðu stofnvirði, og að framlagið verði greitt á árinu 2022

Bæjarráð tekur jákvætt í að greiða eftirstöðvar stofnframlags Vesturbyggðar vegna íbúðanna til Brákar hses. á árinu. Bæjarráð tekur jafnframt jákvætt í hækkun stofnframlaga Vesturbyggðar í byggingu fjögurra íbúða á Bíldudal á grundvelli framlagðra gagna.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa viðauka vegna málsins og leggja að nýju fyrir bæjarráð.