Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #955

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. febrúar 2023 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Anna Vilborg Jónsdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Almenn erindi

1. Krapaflóð í Vesturbyggð 26. janúar 2023

Lögð er fram til kynningar vettvangsskýrsla um krapaflóðin úr Geirseyrargili á Patreksfirði 26. janúar sl., sem gefin er út af Veðurstofu Íslands og rituð af Tómasi Jóhannessyni og Þresti Reynissyni. Auk krapaflóðsins á Patreksfirði, féllu tvö minni flóð í hlíðunum fyrir ofan Bíldudal, annað flóðið féll á ofanflóðavarnir sem gerðu sitt gagn, en hitt á stað þar sem ofanflóðavarnir eru áætlaðar. Enn fremur féll snjóflóð á Raknadalshlíðina sem lokaði veginum um hríð.

Bæjarráði Vesturbyggðar þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr í flóðunum sem féllu í sveitarfélaginu fimmtudaginn 26. janúar sl. þar sem farvegur flóðanna var í gegnum þorpin og við aðkomuna inn á Patreksfjörð þar sem m.a skólabíll átti leið hjá fyrr um morguninn.

Bæjarráð skorar á stjórnvöld að auka fjárframlög til ofanflóðavarna, að allt sé gert til þess að draga úr ofanflóðahættu á byggðir og fjölfarna vegi innan sveitarfélagsins. Mikilvægt er, að hafnar verði framkvæmdir til að draga úr hættu ofanflóðanna fyrir íbúa þegar í stað. Bæjarráð óskar eftir fundi með Ofanflóðasjóði, ráðherra umhverfis-, orku- og loflagsráðherra, innviðaráðherra og forsætisráðherra.

Íbúafundur sem átti að eiga sér stað í dag á Patreksfirði var frestað vegna veðurs. Fundurinn verður boðaður að nýju um leið og veður leyfir. Bæjarráð telur mikilvægt að halda íbúum sveitarfélagsins upplýstum um ofanflóðahættu, ofanflóðavarnir og það viðbragð sem fer af stað þegar ofanflóðahætta myndast.

Bæjarráð Vesturbyggðar sendir bestu þakkir sínar til þeirra fjölmörgu viðbragðsaðila sem tóku þátt í að tryggja öryggi íbúa. Auk þess þakkar bæjarráð íbúum fyrir að fara eftir fyrirmælum almannavarna og halda ró sinni þó flóðin hafi valdið óöryggi hjá íbúum, þá sýndi það enn einu sinni hversu mikil samstaða og samhugur er í sveitarfélaginu.

    Málsnúmer 2301044 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

    Lagt fram erindi Vesturbyggðar til ofanflóðanefndar dags. 5. desember sl. þar sem óskað var eftir afstöðu nefndarinnar til fyrirspurnar Vesturbyggðar um hvort Ofanflóðasjóður væri tilbúinn til að greiða Vesturbyggð þá fjárhæð sem það myndi kosta að byggja sérstakan varnargarð til að verja Bíldudalskóla, ákveði sveitarfélagið að hætta noktun húsnæðisins fyrir skólastarfsemi á Bíldudal og flytji starfsemina annað.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir þar sem brýnt er að fá svör sem fyrst svo hægt sé að halda áfram að vinna að lausn mála fyrir Bíldudalsskóla.

      Málsnúmer 2010046 8

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Borgað þegar hent er í byrjun árs 2023 - meðhöndlun úrgangs

      Nú um áramótin tóku gildi ný laga­ákvæði í lögum um meðhöndlun úrgangs sem nefnd eru í daglegu tali hringrás­ar­hag­kerfi og ber sveit­ar­fé­lögum á Íslandi að innleiða það hvert fyrir sig.? Undir­bún­ingur hefur verið í gangi undan­farin ár og heldur verk­efnið áfram að þróast á árinu 2023. Það sem hefur hvað mest áhrif á íbúa er þátt­taka íbúa í kostnaði, skylda heimila til flokk­unar úrgangs og innheimta gjalda af heim­ilum fyrir meðhöndlun úrgangs. 

      Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins við meðhöndlun úrgangs á árinu er 79 milljónir króna.?Samkvæmt hinum nýju lögum ber Vesturbyggð að innheimta gjald af fasteignum sem er næst raunkostnaði viðkomandi þjónustu og taka upp kerfið Borgað þegar hent er. Af þeim sökum hækkar álagning sveitarfélagsins á íbúa um u.þ.b. 50% milli áranna 2022 og 2023. 

      Á næstu vikum mun Vesturbyggð, í samstarfi við Kubb, standa fyrir fundum þar sem farið verður yfir það hvernig við eigum að bera okkur að við flokkun úrgangs, hvað verður um úrganginn og gerð verður grein fyrir þeim breytingum sem hafa tekið gildi. Með fundunum viljum við jafnframt ná fram samtali og samráði við íbúa um meðferð úrgangs í sveitarfélaginu, um hvernig við getum staðið saman að því að minnka úrgang frá svæðinu, auka endurvinnslu og endurnýtingu og lækka kostnað svo dæmi séu tekin.?? 

      Við hvetjum íbúa til að kynna sér ítarlega hvernig beri að flokka og mæta á íbúafundi þar sem m.a. verður frætt um hvernig skuli flokka úrgang. Með betri flokkun munum við skila jörðinni okkar betur til afkomenda okkar. 

      Bæjarráð felur bæjartjóra aðgera tillögu um breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

        Málsnúmer 2301004 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Heimastjórnir í Vesturbyggð

        Umræður um næstu skref í skipun heimastjórna.

        Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að og leggja fyrir bæjarráð verkefnatillögu sem felur í sér tímalínu sem unnið verði útfrá.

          Málsnúmer 2210049 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Dagforeldrar í Vesturbyggð; Patreksfjörður

          Rætt um húsnæði fyrir dagforeldra á Patreksfirði.

          Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2023 og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

            Málsnúmer 2301026 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2023

            Lögð fram Húsnæðisáælun Vesturbyggðar 2023. Húsnæðisáætlunin er hér lögð fram með sama sniðu og gert var árið 2022. Áætluninni er skilað rafrænt og á stöðluðu formi til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Markmið með þessu formi húsnæðisáætlana er að auðvelda sveitarfélögum gerð þeirra ásamt því að auðvelda samanburð á milli sveitarfélaga og þannig bæta yfirsýn um stöðu og horfur á húsnæðismarkaði.

            Húsnæðisáætlun Vesturbyggðar 2023 var unnin með hliðsjón af stefnuskjölum bæjarstjórnar Vesturbyggðar s.s. áætlun um mannfjöldaþróun skv. fjárhagsáætlun 2023-2026. Bæjarstjóri ásamt sviðsstjórum Vesturbyggðar héldu utan um öflun upplýsinga í áætlunina í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

            Bæjarráð vísar húsnæðisáætluninni áfram til staðfestingar bæjarstjórnar.

              Málsnúmer 2301043 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Ósk um leyfi fyrir garðskála við Aðalstræti 4, Kamb.

              Lagður fram tölvupóstur dags. 23. janúar 2023 frá Kristínu Pálsdóttur og Símoni F. Símonarsyni þar sem óskað er eftir leyfi fyrir garðskála á grunni við Aðalstræti 4, Kamb. Meðfylgjandi eru upplýsingar um garðskálann og riss af uppdrætti.

              Bæjarráð samþykkir að að reist verði lítið garðhús á lóðinni. Garðhúsið er á ábyrgð og reist á kostnað umsækjanda. Gerð er krafa um að frágangur og ásýnd sé góð. Fari svo að sveitarfélagið ákveði að nýta grunninn sem garðhúsið kemur til með að standa á ber umsækjanda að fjarlægja garðhúsið.

                Málsnúmer 2301034

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Landsþing og landsþingsfulltrúar

                Lagður fram tölvupóstur dags. 26. janúar sl. frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um boðun á XXXVIII. landsþings sambandsins.

                  Málsnúmer 2301042

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Hitaveita Krossholti

                  Lögð fyrir til kynningar ákvörðun Orkustofnunnar um veitingu nýtingarleyfis á jarðhita í Krossholti á Barðaströnd til handa Vesturbyggð.

                  Leyfið tekur til nýtingar á tilgreindu nýtingarsvæði. Leyfið felur í sér heimild til handa leyfishafa til að nýta jarðhita á leyfistímanum í því orku og vökvamagni og með þeim skilmálum öðrum sem tilgreindir eru í leyfi þessu og auðlindalögum.

                  Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

                    Málsnúmer 2006016 5

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Til samráðs - Bráðabirgðaniðurstöður starfshópa - Auðlindin okkar - stefna um sjávarútveg

                    Lagður fram til kynningar tölvupóstur matvælaráðuneytisins, dags. 17. janúar sl., þar sem kynnt er til samráðs bráðabirgðaniðurstöður starfshópa -Auðlindin okkar - stefna um sjávarútveg.

                      Málsnúmer 2301028

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Ársskýrsla fiskeldissjóðs 2021

                      Lögð fram til kynningar Ársskýrsla fiskeldissjóðs fyrir árið 2021.

                        Málsnúmer 2301045

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2022

                        Lögð fram til kynningar 210. fundargerð Breiðafjarðarnefndar.

                          Málsnúmer 2202047 8

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

                          Lögð fram til kynningar fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

                            Málsnúmer 2301036 13

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50