Hoppa yfir valmynd

Ofanflóðavarnir á Bíldudal

Málsnúmer 2010046

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að skýrslu um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Frumathugunin var kynnt á íbúafundi í Baldurshaga 11. júní 2020. Samkvæmt frumathuguninni er gert ráð fyrir þvergörðum og grindum fyrir ofan byggðina, en áætlað er að þvergarðarnir verði frá 4m upp í 14 m á hæð og munu geta tekið við aurskriðum, grjóti, snjó og krapaflóðum. Markmið uppbyggingu ofanflóðavarnanna er að tryggja betur öryggi íbúa gagnvart ofanflóðum.

Til máls tóku: Forsetir,

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við Ofanflóðanefnd að um leið og skýrsla um frumathugun annars áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal liggi fyrir að óskað verði eftir mati á umhverfisáhrifum skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
17. desember 2020 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar Skýrsla Verkís um Ofanflóðavarnir í Vesturbyggð - Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Annar áfangi frumathugunar: Þvergarðar.
6. janúar 2021 – Bæjarráð

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal.
14. janúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar lokaskýrsla frumathugunar vegna ofanflóðavarna í Vesturbyggð, þvergarðar Stekkjargil/Gilsbakkagil og Milligil á Bíldudal. Þá er einnig lögð fram til kynningar umsögn Veðurstofu Íslands um frumathugunina.
9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun, dags. 24. mars 2022. Í erindinu er óskað umsagnar um könnun á matsskyldu vegna ofanflóðavarna ofan Bíldudals, Stekkjargil/Gilsbakki og Milligil.

Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.
15. júní 2022 – Bæjarráð

Lögð fyrir ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 27. maí vegna matsskyldu við Ofanflóðavarnir við Stekkjargil og milligil á Bíldudal. Er það niðurstaða Skipulagsstofnunar að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. þau viðmið sem tilgreind eru í 2. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Með vísan til ákvörðunar Skipulagsstofnunar 27. maí 2022 að fyrirhuguð framkvæmd við ofanflóðavarnir á Bíldudal sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif skv. 2 viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og sé því ekki háð mati á umhverfisáhrifum sem og frumathugun ofanflóðavarna í Stekkagili/Gilsbakkagili og Milligili á Bíldudal - annar áfangi frá október 2020.

Óskar sveitarfélagið Vesturbyggð hér með eftir því við ofanflóðanefnd að hafin verði vinna við hönnun ofanflóðavarna á Bíldudal sem allra fyrst. Þá verði framkvæmdinni tryggt nægt fjármagn sem fyrst til að flýta megi framkvæmdum til að tryggja fullnægjandi öryggi fyrir íbúa á Bíldudal gegn ofanflóðum í samræmi við fjármálaáætlun ríkisins sem gerir ráð fyrir að uppbyggingu varnarmannvirkja verði lokið árið 2030.
2. febrúar 2023 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Vesturbyggðar til ofanflóðanefndar dags. 5. desember sl. þar sem óskað var eftir afstöðu nefndarinnar til fyrirspurnar Vesturbyggðar um hvort Ofanflóðasjóður væri tilbúinn til að greiða Vesturbyggð þá fjárhæð sem það myndi kosta að byggja sérstakan varnargarð til að verja Bíldudalskóla, ákveði sveitarfélagið að hætta noktun húsnæðisins fyrir skólastarfsemi á Bíldudal og flytji starfsemina annað.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir þar sem brýnt er að fá svör sem fyrst svo hægt sé að halda áfram að vinna að lausn mála fyrir Bíldudalsskóla.
7. mars 2023 – Bæjarráð

Lagt er fram bréf umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins, dags. 21. febrúar sl., þar sem kynnt er niðurstaða ofanflóðanefndar að nefndinni sé ekki heimilt að samþykkja þá tilhögun sem sveitarfélagið lagði til með að í stað þess að byggja varnargarð til að verja Bíldudalsskóla yrði sambærileg fjárhæð nýtt til uppkaupa og styrkja til sveitarfélagsins til að byggja nýja skólabyggingu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fá frekari upplýsingar frá ráðuneytinu. Samhliða verði unnið að úrlausnum framtíðar húsnæðis fyrir Bíldudalsskóla.