Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #252

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 21. nóvember 2012 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson Skrifstofustjóri

    Fjarverandi bæjarfulltrúi: Ásgeir Sveinsson í h.st. Egill Ólafsson.
    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 252. fundar miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort a

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 251

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1210007F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 656

      Fundargerðin er í 1. tölulið.
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1210008F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 657

        Fundargerðin er í 1. tölulið.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1210011F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 658

          Fundargerðin er í 1. tölulið.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1210013F 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bæjarráð - 659

            Fundargerðin er í 7. töluliðum.
            Til máls tók: Forseti.
            Fundargerðin staðfest samhljóða.

              Málsnúmer 1210014F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Bæjarráð - 660

              Fundargerðin er í 1. tölulið.
              Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1211001F 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Bæjarráð - 661

                Fundargerðin er í 12. töluliðum.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1211002F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Bæjarráð - 662

                  Fundargerðin er í 9. töluliðum.
                  Til máls tóku: AJ, bæjarstjóri, forseti, JÁ og GE.
                  5.tölul.: Atvinnuráðuneytið - byggðakvóti 2012-2013.
                  GE, ÁS, JÁ og GIB viku af fundi undir þessum lið.
                  Vesturbyggð, Brjánslækur.
                  Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Brjánslækjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:
                  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: .. miðað við landaðan afla í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu....o.s.frv.
                  b) Ákvæði 1. málsl. 6. gr. breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur ....o.s.frv.
                  Vesturbyggð, Bíldudalur.
                  Ákvæði reglugerðar nr. 628 frá 13. júlí 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta Bíldudals með eftirfarandi viðauka/breytingum:
                  a) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: ....á tímabilinu 1. september 2012 til 30. september 2012
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða töluliðinn.
                  Fundargerðin staðfest samhljóða.

                    Málsnúmer 1211009F 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Skipulags- og byggingarnefnd - 168

                    Fundargerðin er í 7. töluliðum.
                    Til máls tóku: Forseti, GE og bæjarstjóri.
                    Fundargerðin staðfest samhljóða.

                      Málsnúmer 1210002F

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Skipulags- og byggingarnefnd - 169

                      Fundargerðin er í 1. tölulið.
                      Til máls tóku: Forseti og GE.
                      3. tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 - laxeldi, urðun, landnotkun í fjallshlíðum, þéttbýlis- og iðnaðarsvæði á Bíldudal.
                      Tekin fyrir skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 er varðar Aðalstræti 100 og nágrenni, urðunarsvæði í Vatnseyrarhlíðum á Patreksfirði, iðnaðarsvæði á Bíldudal, laxeldi í sjó og breytta landnotkun í hlíðum ofan Bíldudals og Patreksfjarðar ásamt fyrirliggjandi orðalagsbreytingum á lýsingunni sem lágu fyrir á fundinum.
                      Bæjarstjórn samþykkir samhljóða skipulagslýsinguna með áorðnum orðalagsbreytingum og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana með formlegum hætti sbr. 30. gr. skipulaglaga nr. 123/2010.
                      Fundargerðin staðfest samhljóða.

                        Málsnúmer 1210015F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Skipulags- og byggingarnefnd - 170

                        Fundargerðin er í 1. tölulið.
                        Til máls tók: Forseti.
                        1. tölul.: Deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði.
                        Vegna formgalla er deiliskipulag vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði með síðari tíma breytingum ógilt. Tekin fyrir ný deiliskipulagstillaga vegna ofanflóðavarna neðan Klifs á Patreksfirði. Megin forsendur tillögunar er að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
                        Bæjarstjórn samþykkir samhljóða deiliskipulagstillöguna og felur byggingarfulltrúa að auglýsa hana skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
                        Fundargerðin staðfest samhljóða.

                          Málsnúmer 1211014F

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Fræðslunefnd - 91

                          Fundargerðin er í 5. töluliðum.
                          Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og GE.
                          1.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir þakkir fræðslunefndar til Helga Hjálmtýssonar fráfarandi formanns fræðslunefndar.
                          Fundargerðin staðfest samhljóða.

                            Málsnúmer 1211011F 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Hafnarstjórn - 128

                            Fundargerðin er í 6. töluliðum.
                            Til máls tóku: Forseti, EÓ og bæjarstjóri.
                            2. tölul.: Deiliskipulag - Patrekshöfn.
                            Alls bárust þrjár athugasemdir við auglýst deiliskipulag og umsagnir bárust frá Húsafriðunarnefnd og Siglingastofnun.
                            Athugasemdir bárust frá eftirfarandi aðilum:
                            Helga Páli Pálmasyni og Sólveigu Ástu Jóhannsdóttur, dags. 5. júlí 2012.
                            Efni athugasemdar:
                            Aðkoma bifreiða að Aðalstræti 7 verði áfram um Túngötu, þ.e. ekið frá Þórsgötu að húsinu.
                            Viðbrögð við athugasemd:
                            Gerð hefur verið breyting á uppdrætti þar sem aðkoma er sýnd frá Þórsgötu að Aðalstræti 7. Teknir eru út byggingareitir fyrir bílskúra við Aðalstræti vegna garðveggs við Aðalstræti 5-9 sem eru settir undir hverfisvernd. Gerð er grein fyrir kvöð um aðkomu á uppdrætti og greinargerð.
                            Sigurði Viggóssyni f.h. Odda hf, dags. 19. júlí 2012.
                            Efni athugasemdar:
                            Oddi hf óskar eftir stækkun byggingareits við fiskvinnsluhús félagsins við Patrekshöfn, bæði til vesturs, norðvesturs og austurs eins og mögulegt er.
                            Jafnframt er óskað eftir leigu lóða við fasteignir félagsins á hafnarsvæðinu, bæði við Eyrargötu og Oddagötu.
                            Viðbrögð við athugasemd:
                            Byggingarreitur Odda hf er stækkaður til vesturs, norðvesturs og austurs og fer að hluta til yfir bílastæði fyrir rekstraraðila sem gert er ráð fyrir í tillögunni. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði þar áfram þar til að stækkun byggingar verði að veruleika en bílastæðum mun fækka um 11. Lóðamörk verða einnig stækkuð.
                            Sæmundi Jóhannssyni, dags. 12. júlí 2012.
                            Efni athugasemdar:
                            Mótmælt er fyrirhuguðum byggingareit við Vatnskrók 1 og 2.
                            Viðbrögð við athugasemd:
                            Byggingarreitur er felldur út.
                            Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
                            Húsafriðunarnefnd, dags. 6. júní 2012.
                            Efni umsagnar:
                            Húsafriðunarnefnd mælist til þess að í fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu verði tekið tillit til mats á varðveislugildi húsa á hafnarsvæðinu með hverfisvernd.
                            Einnig verði horft til varðveislugildis annarra þátta í umhverfinu svo sem steyptu garðveggjana við Aðalstræti.
                            Viðbrögð við umsögn:
                            Í greinargerð og á uppdrætti er gerð grein fyrir hverfisvernd á hafnarsvæðinu í samræmi við húsakönnun sem lauk á árinu 2012. Sett er hverfisvernd á átta byggingar við Aðalstræti og á Vatneyri sem og á garðvegg við Aðalstræti 5-9.
                            Siglingastofnun, dags. 29. maí 2012.
                            Efni umsagnar:
                            Sjóvarnir: Merkingar á deiliskipulagsuppdrætti, "sjóvörn" (sjóvörn sem komin er) og "tillaga að sjóvörn", er í nokkru ósamræmi við túlkun Siglingastofnunar á sjóvörn, sjá meðfylgjandi kafla um Patreksfjörð úr yfirlitsskýrslu Siglingastofnunar um sjóvarnir árið 2011. Sjóvörn er á um 140 m. kafla í kverkinni vestan við Oddann og frá suðurenda hafskipabryggju að kverkinni austan Vélsmiðjunnar. Þessar varnir voru byggðar i nokkrum áföngum sá síðasti árið 2004. Vesturbyggð hefur óskað eftir að tengja sjóvörn sem komin er sunnan á eyrinni við grjótvörn Vegagerðarinnar meðfram Strandgötu. Þar gæti við vissar aðstæður flætt sjór inn á eyrina. Styrking grjótvarnar á um 40 m. kafla vestan á Oddanum er áætluð 2014 í tillögu til þingsályktunar á samgönguáætlun 2011-2014. Oddinn telst vera ytra mannvirki Patrekshafnar og grjótvörn þar því hafnargerð. Frágangur fláa meðfram sjávarborði innan hafnar er að mati Siglingastofnunar ekki sjóvörn.
                            Hafnarmannvirki: Í greinargerð, kafla 3, er talin upp ýmis starfssemi og búnaður við höfnina. Þar vantar að nefna upptökubraut fyrir smábáta sem gerð var 1997 og staðsett er við Þórsgötu nálægt Oddanum. Tillaga um trébryggju í kvosinni gegnt Þórsgötu 14 er ekki heppileg lausn til að skapa aukið viðlegupláss að mati Siglingastofnunar. Kanturinn nýtist ekki til fulls þar sem hann myndar kverk við innri hafnarbakka og aðkoma auk þess þröng vegna flotbryggju fyrir framan. Hugsanlega mætti koma þarna upp útivistaraðstöðu og almenningstorgi þó staðurinn virðist nokkuð aðkrepptur. Bent er á að koma mætti upp viðlegu fyrir minni báta, t.d. í Vatnskrók eða við garða sem eru fram í höfnina út frá Þórsgötu.
                            Flóðahætta: Í greinargerð er ekki nefnd hætta á sjávarflóðum á eyrinni en að mati Siglingastofnunar er rétt að hún sé höfð í huga og í skilmálum fyrir lóðir verði kveðið á um lágmarks gólfkóta. Aftakaflóðhæð er áætluð +2,6 m. (bæjarkerfi) +0,5 m. öryggishæð. Lagt er til að gólfkótar séu ekki hafðir lægri en +3,2 m.
                            Viðbrögð við umsögn:
                            Umfjöllun í greinargerð varðar sjóvarnir hefur verið breytt. Ekki er lengur sýnd tillaga að sjóvörn þar sem í umsögn kemur fram að sú vörn hafi verið fyrir hendi. Bætt hefur verið við umfjöllun um upptöku í greinargerð og gert grein fyrir henni á skýringaruppdrætti. Bætt hefur verið við í greinargerð og á uppdrætti umfjöllun um nýja flotbryggju við garð sem liggur út frá Þórsgötu og greint frá því að trébryggja í kverkinni sé eingöngu ætluð til útivistar.
                            Bætt var við í greinargerð umfjöllun um sjávarflóð og sett inn í þá umfjöllun að gólfkótar séu ekki hafðir lægri en +3,2 m.
                            Aðrar breytingar sem gerðar hafa verið á auglýstri tillögu eru ekki vegna formlegra athugasemda heldur vegna óska hagsmunaaðila á svæðinu um aukið byggingarmagn. Til að koma til móts við þær óskir voru gerðar eftirfarandi breytingar á greinargerð og uppdrætti.
                            - Stækkun lóðar og byggingarreits á iðnaðarlóð við Oddagötu.
                            - Stækkun lóðar og byggingarreits á Vatneyri, þ.e. við núverandi vöruafgreiðslu.
                            - Bætt er við núverandi flotbryggju við nyrsta garðinn sem gengur út frá Þórsgötu.
                            Tillagan tekin fyrir og byggingarfulltrúa falið að ganga frá tillögunni til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
                            Fundargerðin staðfest samhljóða.

                              Málsnúmer 1210012F

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Almenn erindi

                              14. Fjárhagsáætlun 2013

                              2013, 3ja ára áætlun 2014-2016, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2013 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
                              Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og forseti.
                              Bæjarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2013:
                              Útsvarshlutfall 14,48%
                              Fasteignaskattur A-flokkur 0,525%
                              Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
                              Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
                              Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
                              Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
                              Fráveitugjald 0,350%
                              Lóðaleiga 3,750%
                              Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 15.800 kr. á tunnu
                              Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 25.000 kr. á tunnu
                              Sumarhús ? sorpeyðingargjald 25.000 kr.
                              Lögbýli - sorpeyðingargjald 40.000 kr.
                              Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

                              Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 mánudaginn 3. desember nk. vegna umræðu í bæjarráði og fyrir kl. 12:00 föstudaginn 7. desember nk.
                              Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2013 til seinni umræðu sem verður mánudaginn 10. desember nk.

                                Málsnúmer 1208043 12

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00