Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #264

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 13. nóvember 2013 og hófst hann kl. 17:00

Fundargerð ritaði
  • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 264. fundar miðvikudaginn 20. nóvember 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

Fyrir fund bæjarstjó

Fundargerðir til kynningar

1. Bæjarstjórn - 263

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fasteignir Vesturbyggðar - 54

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 38

Til máls tóku: Forseti og AJ.
Fundargerðin er í 2. töluliðum.
1.tölul.: Bæjarstjórn frestar umræðu um fjárhagsáætlun MEÓ 2014.
1.tölul.:Bæjarstjórn þakkar fráfarandi stjórn Minjasafns Egils Ólafssonar vel unnin störf á liðnum árum. Nýja stjórn MEÓ skipa fulltrúar bæjarráðs Vesturbyggðar í samráðsnefnd; nú þau Friðbjörg Matthíasdóttir, Ásgeir Sveinsson og Guðrún Eggertsdóttir. Formaður samráðsnefndar er jafnframt formaður stjórnar MEÓ.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerðir til staðfestingar

4. Bæjarráð -

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Bæjarráð - 687

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bæjarráð - 688

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Til máls tóku: AJ, forseti og GE.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Bæjarráð - 689

Fundargerðin er í 9. töluliðum.
Til máls tóku: GE, bæjarstjóri og skrifstofustjóri.
2.tölul.: Bæjarstjórn vísar í bókun bæjarráðs um breytingu á 1.málsl. 1.mgr. 6.gr. reglugerðar nr. 665/2013 sem var þannig:
”Bæjarstjóri og GE véku af fundi vegna vanhæfis.
Lagt fram bréf frá Atvinnuvegaráðuneyti vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2013-2014. Vísað er í ákvæði reglugerðar nr. 665/2013 frá 10. júlí 2013 um úthlutun byggðakvóta Bíldudals. Bæjarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á reglugerðinni:
1. málsl. 1. mgr. 6 .gr. breytist þannig:
Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan hlutaðeigandi sveitarfélags.““
Bókunin staðfest samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Bæjarráð - 690

Fundargerðin er í 4. töluliðum.
Til máls tók: GE.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Bæjarráð - 691

Fundargerðin er í 2. töluliðum.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Bæjarráð - 692

Fundargerðin er í 18. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, AJ, bæjarstjóri, GE og ÁS.
3.tölul.: Bæjarstjórn tekur undir og ítrekar bókun bæjarráðs:
”Fulltrúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps áttu fund með heilbrigðisráðherra, föstudaginn 15. nóvember sl. þar sem fram kom að engin stefnubreyting hefur orðið hjá ráðherra varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana og að enginn áhugi er hjá ráðherra að gera samning við sveitarfélagið um yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Patreksfirði.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar óttast að með sameiningunni muni þjónusta skerðast og öryggi íbúa ógnað. Allar sveitarstjórnir á Vestfjörðum hafa mótmælt fyrirhugaðri sameiningu, það eitt ætti að segja margt. Bæjarstjórn Vesturbyggðar harmar skilningsleysi ráðherra á landfræðilegri sérstöðu byggðar á sunnanverðum Vestfjörðum og erfiðum samgöngum innan Vestfjarða og hvetur heilbrigðisráðherra, ríkisstjórn og Alþingi að endurskoða þær tillögur sem settar hafa verið fram um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Það er ömurlegt að ekkert sé hlustað á rök heimamanna og forsvarsmanna HSP gegn sameiningu.“
Bókunin staðfest samhljóða.
4.tölul.: Bæjarstjóra og forstöðumanni MEÓ falið að undirbúa frekari stefnumótun fyrir minjasafnið vegna fjárhagsáætlunar 2014 og leggja fyrir bæjarráð.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Skipulags- og byggingarnefnd - 183

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Til máls tóku: AJ, GE, bæjarstjóri, ÁSG og forseti.
1.tölul.: Bæjarstjórn óskar verðlaunahöfunum til hamingju.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

12. Erindisbréf fjallskilanefndar

Lagt fram erindisbréf fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða erindisbréf Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


13. Nýtingaráætlun Arnarfjarðar

Lögð fram fundargerð nefndar sveitarfélaga frá 29. okóber sl. ásamt fylgiskjölum og nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024.
Til máls tóku: Forseti, GE og ÁSG.
Bæjarstjórn samþykkir nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Nefndinni eru þökkuð vel unnin störf.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Fjárhagsáætlun 2014.

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2014, 3ja ára áætlun 2015-2017, álagning skatta og þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2014 til ellilífeyrisþega og öryrkja og styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri, forseti, AJ, GE, JÁ og ÁS.
Bæjarstjórn leggur til eftirfarandi gjaldastuðla á árinu 2014:
Útsvarshlutfall 14,48%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,525%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald ? íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald ? annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,350%
Lóðaleiga 3,750%
Sorphreinsigjald ? íbúðarhúsnæði 15.800 kr. á tunnu
Sorpeyðingargjald ? íbúðarhúsnæði 25.000 kr. á tunnu
Sumarhús ? sorpeyðingargjald 25.000 kr.
Lögbýli - sorpeyðingargjald 40.000 kr.
Umhverfisgjald á lögaðila flokkun samkv. gjaldskrá.

Forseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu verði skilað inn til bæjarskrifstofu fyrir kl. 12.00 föstudaginn 6. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2014 og 3ja ára áætlun 2015-2017 til seinni umræðu.

Málsnúmer14

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00