Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #293

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 24. febrúar 2016 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 293. fundar miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
    Fjarverandi bæjarfullt

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 292

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1601005F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Fasteignir Vesturbyggðar - 59

      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1602002F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 756

        Fundargerðin er í 7. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri og ÁS.
        1. tölul. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að taka 374 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016 til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda.
        6. tölul. Bæjarstjórn tilnefnir Ásgeir Sveinsson, formann bæjarráðs sem varamann aðalmanns Vesturbyggðar í starfshópi Fjórðungssambands Vestfirðinga ”Verkefnanefnd stefnumörkunar sveitarfélaga á Vestfjörðum“.
        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1601010F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 757

          Fundargerðin er í 14. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti, GBS, ÁS, NÁJ, GÆÁ, HS og HT.
          2. tölul. ÁS benti á að undangengnar vikur og mánuði hafa bæjaryfirvöld rætt um framtíð skólastarfs í Birkimelsskóla í ljósi þess að í stefndi að einungis tveir nemendur sæktu skólann næsta skólaár (2016-2017). Ennfremur er bæjarstjórn kunnugt um þá jákvæðu þróun sem á sér stað með nýliðun í búsetu á Barðaströnd.

          Forseti lagði fram tillögu að bókun: "Fyrir liggur að einungis tvö börn verði á grunnskólaaldri á Barðaströnd á næsta skólaári og því er rétt að taka skólahald á Birkimel til skoðunar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. Kannaðar verði allar mögulegar leiðir, t.d. heima- og fjarkennsla eða blandað fyrirkomulag. Ef til lokunar kæmi, líkt og fram kom í stefnuræðu bæjarstjórnar við fjárhagsáætlun 2016, verður sú ákvörðun tekin til endurskoðunar ef forsendur breytast. Ekki stendur til að leggja skólann niður eða selja húsnæðið enda fullur skilningur bæjarstjórnar á aðstæðum á Barðaströnd.“

          Bæjarstjórn hefur óskað eftir aðkomu Ingvars Sigurgeirssonar, skólaráðgjafa við ákvarðanatöku um Birkimelsskóla og áframhaldandi fyrirkomulag. Fyrirhugaður er fundur bæjarráðs, fræðslu- og æskulýðsráðs og Ingvars Sigurgeirssonar með foreldrum barna á leik- og grunnskólaaldri á Barðaströnd.
          Bókunin samþykkt samhljóða.

          3. tölul. Bæjarstjórn óskar eftir að skoðað verði hvort samþykki allra landeigenda liggi fyrir áður en friðlýsing verði staðfest.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1602005F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fræðslu og æskulýðsráð - 20

            Fundargerðin er í 4. töluliðum.
            Til máls tóku: GBS, GÆÁ, HT og ÁS.
            2. tölul. Bæjarstjórn býður nýjan tónlistarskólastjóra velkominn til starfa og fagnar aukinni aðsókn að skólanum.
            3. tölul. Bæjarstjórn samþykkir að ný könnun meðal foreldra/forrráðamanna leikskólabarna verði gerð varðandi lengdan opnunartíma leikskóla.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1601009F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skipulags og umhverfisráð - 19

              Fundargerðin er í 8. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti, NÁJ, skrifstofustjóri, HS, GÆÁ, ÁS og HT.
              5. tölul. Áður en bæjarstjórn getur tekið ákvörðun um hvort forkaupsréttur verði nýttur eða hvort 5.gr. lóðarleigusamningsins verði felld út óskar bæjarstjórn eftir frekari upplýsingum um eignarhald á hlutafélaginu Strönd ehf og um mögulega nýtingu á húsnæði félagsins að Krossholtum.
              7. tölul. Bæjarstjórn felur skrifstofustjóra að leggja fram drög að samþykktum um kattahald í sveitarfélaginu.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1601008F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00