Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #308

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. apríl 2017 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 307

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1703003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 48

      Fundargerðin er í 4. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, HT og GBS.
      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1703006F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 796

        Fundargerðin er í 15. töluliðum.
        Til máls tóku: ÁS, forseti og bæjarstjóri.
        7.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
        Bæjarstjórn samþykkir endurnýjun gildandi vátryggingasamnings við VÍS með framlengingu hans til 31. desember 2021.
        7.tölul. Rekstur og fjárhagsstaða 2017.
        Lagt fram tölvubréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 2. febrúar sl. þar sem tilkynnt er um að lánsumsókn Vesturbyggðar vegna ársins 2017 hefur verið samþykkt.
        „Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 302.000.000 kr., í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr., 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta afborgana langra lána sveitarfélagsins hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2017 að fjárhæð 100 milljónir króna, til að fjármagna gatnaframkvæmdir að fjárhæð 120 milljónir króna, framkvæmdir og endurbætur á skóla- og íþróttahúsnæði 59 milljónir króna og framkvæmdir við vatnsveitur og fráveitu 23 millj.kr. sbr. lög um um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
        Jafnframt er Friðbjörgu Matthíasdóttur starfandi bæjarstjóra Vesturbyggðar kt. 060269-4329, Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar, kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni skrifstofustjóra Vesturbyggðar kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.“

        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 1703005F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 797

          Fundargerðin er í 11. töluliðum.
          Til máls tóku: ÁS, forseti, HS, GBS, HT og NÁJ.
          1.tölul. Fjárhagsáætlun 2017 - viðaukar. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2017.

          8.tölul. Atvinnuveganefnd ? beiðni um umsögn, frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Bæjarstjórn fagnar framkomnu frumvarpi þar sem aukning afla strandveiðiflotans eykur umsvif og tekjur minni hafna sem liggja nærri miðum strandveiðiflotans og styrkir þannig og eflir byggð víða á landsbyggðinni. Bæjarstjórn bendir á að fjölgun veiðidaga í 50, valkvætt innan veiðitímabilsins, eykur öryggi sjómanna.

          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1703007F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Bæjarráð - 798

            Fundargerðin er í 1. tölulið.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1704003F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Atvinnu og menningarráð - 13

              Fundargerðin er í 8. töluliðum.
              Til máls tóku: Bæjarstjóri, HS, forseti og HT.
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1702011F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Skipulags og umhverfisráð - 33

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                Til máls tók: Forseti.
                2.tölul. Sigurbjörn Halldórsson - umsókn um lóð. Lagt fram erindi frá Sigurbirni Halldórssyni þar sem sótt er um byggingarlóðina að Arnarbakka 5, Bíldudal til byggingar íbúðarhúsnæðis.
                Bæjarstjórn samþykkir að úthluta lóðina til umsækjenda.

                3.tölul. Græn skref - umhverfisvottun Vestfjarða. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stofnanir sveitarfélagsins, sem ekki eru þátttakendur í álíka verkefnum (vistvænn rekstur sveitarfélagsins og minnkun umhverfisáhrifa sveitarfélagsins), að taka þátt í Grænum skrefum í tengslum við verkefnið umhverfisvottaðir Vestfirðir, en grunn- og leikskólar Vesturbyggðar hafa verið þátttakendur í grænfána verkefni Landverndar undanfarin ár sem og hafnir Vesturbyggðar þátttakendur í bláfána verkefni Landverndar.

                Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs að tilnefndur verði ábyrgðaraðili innan sveitarfélagsins til að fylgja verkefninu eftir.

                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1704001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn erindi

                  8. Ársreikningur 2016.

                  Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2016 ásamt sundurliðunarbók.
                  Til máls tóku: Skrifstofustjóri, bæjarstjóri og forseti.
                  Bæjarstjórn lagði fram bókun: „Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2016 er mun betri en fjárhagsáætlun ársins 2016 með viðaukum gerði ráð fyrir, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 99,7 millj. kr. jákvæðum rekstrarafgangi. Skýrist það einkum af hærri skatttekjum. Framkvæmdir voru miklar í sveitarfélaginu á liðnu ári. Tekjur sveitarfélagsins og launakostnaður er hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2016. Skuldahlutfall í árslok 2016 var 119% ívið hærra en í árslok 2015 er það var 115%. Í árslok 2014 var skuldahlutfallið 110% og 136% í árslok 2013. Íbúum hefur fjölgað um 1,8% á milli ára.“

                  Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                  Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 99,7 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 119% í árslok 2016. Þetta hlutfall var 115% í árslok 2015.
                  Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru 191 millj.kr. hærri í árslok 2016 en í árslok 2015.
                  Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2016 námu rekstrartekjur A og B-hluta 1.314 millj. kr. samanborið við 1.199 millj. kr. á árinu 2015. Hækkun tekna milli ára nemur því 115 millj. kr.
                  Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2016 1.159 millj. kr. en voru 1.157 millj. kr. á árinu 2015. Hækkun frá fyrra ári 2 millj. kr.
                  Í ársreikningi kemur fram að rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 34 millj.kr. á árinu 2016 en var neikvæð um 30 millj. kr. á árinu 2015.
                  Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða allra B-hluta stofnana er jákvæð og í heild sinni var hún jákvæð um 66 millj. kr.
                  Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2016 námu 55 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 51 millj. kr. árið 2015.
                  Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 169 millj. kr. á árinu 2016 samanborið við 66 millj. kr. á árinu 2015. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 164 millj. kr. á árinu 2016 samanborið við handbært fé frá rekstri 105 millj. kr. á árinu 2015.
                  Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (fjárfestingar umfram söluverð seldra eigna) á árinu 2016 í A og B-hluta námu 244 millj. kr. samanborið við 156 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2015.
                  Lántökur umfram afborganir langtímalána námu 116 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 79 millj. kr. árið áður.
                  Handbært fé hækkaði um 36 millj. kr. á árinu og nam það 80 millj. kr. í árslok 2016.“
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2016 til seinni umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar sem verður miðvikudaginn 26. apríl nk.

                    Málsnúmer 1704003 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:40