Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #327

Fundur haldinn í Aðalstræti 75, fundarsalur bæjarstjórnar, 24. október 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) ritari
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir ritari

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 327. fundar miðvikudaginn 24. október 2018 kl. 17:00 að Aðalstræti 75, Patreksfirði. Varaforseti bæjarstjórnar María Ósk Óskarsdóttir í fjarveru forseta setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Forseti leitaði afbrigða að settir verði á dagskrá tveir nýir dagskrárliðir sem tölul. 11. og 12. Mál 1810032 - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáætlun fyrir árið 2019 - 2023, 172. mál og málsnr. 1810032 - ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um samgönguáætlun árið 2019 - 2033, mál 173. Afbrigðin voru samþykkt samhljóða. Fjarverandi bæjarfulltrúar: Iða Marsibil Jónsdóttir í h. st. Jörundur Garðarsson og Magnús Jónsson í h. st. Guðrún Eggertsdóttir.
Í upphafi fundar var látins heiðurborgara Vesturbyggðar Bjarna Símonarsyni Hákonarsyni minnst með einnar mínútu þögn.
Nýr bæjarstjóri Rebekka Hilmarsdóttir var boðin velkomin til starfa.

Fundargerð

1. Bæjarráð - 846


2. Bæjarráð - 847

Fundargerðin er í 16. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, FM, GE og RH.

Liður 3, málsnr. 1804039. Bæjarstjórn samþykkir viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 39,2 millj.kr. vegna framkvæmda við Aðalstræti 75 og uppkaupa á lóð Aðalstræti 51a.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1810001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Bæjarráð - 848

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Til máls tóku: Forseti og ÁS.
Fundargerðin samþykkt samhljóða

Málsnúmer 1810004F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Bæjarráð - 849

Fundargerðin er í 1. tölulið.
Til máls tók: Forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1810008F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 52

Fundargerðin er í 4. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, FM, GE, ÞSÓ, RH, ÁS og RH.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1809002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Menningar- og ferðamálaráð - 1


7. Fræðslu og æskulýðsráð - 45

Fundargerðin er í 4. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, GE og ÞSÓ.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1810002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Velferðarráð - 21

Fundargerðin er í 2. töluliðum.
Til máls tók: Forseti.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1808005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Skipulags og umhverfisráð - 52

Fundargerðin er í 6. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, FM og JG

Liður 3, málsnr. 1810037. Bæjarstjórn samþykkir umsókn frá Rafstöðinni, félagssamtökum um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðu fyrir ferða- og útivistarfólk við Rafstöðina í Bíldudal.
Samþykkt samhljóða.

Liður 4, málsnr. 1810038. Bæjarstjórn samþykkir umsókn frá Vesturbyggð um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu.
Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1810005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Hafna- og atvinnumálaráð - 2

Fundargerðin er í 16. töluliðum.

Til máls tóku: Forseti, ÁS, ÞSÓ, JG og RH.

Liður 1, málsnr. 1810028. Bæjarstjórn samþykkir að Oliuverslun Íslands verði heimilt að setja olíudælu á flotbyggju Bildudalshafnar. Staðsetning olíudælu og lagna skal ákveðin í samráði við hafnarvörð Bíldudalshafnar.
Samþykkt samhljóða

Liður 6, málsnr. 1804039. Bæjarstjórn samþykkir viðauka að upphæð 1.455.000,- vegna kaupa á bifreið fyrir Patrekshöfn.
Samþykkt samhljóða

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

Málsnúmer 1809001F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Almenn erindi

11. Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáæltun fyrir árið 2019-2023, 172.mál

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum í samgöngumálum í sveitarfélaginu verði hraðað og þeim verði tryggt nægjanlegt fjármagn. Íbúar svæðisins hafa beðið í tugi ára eftir mikilvægum samgöngubótum og þolimæði þeirra og rekstraraðila er því löngu þrotin. Skorar bæjarstjórn Vesturbyggðar á Alþingi að í samgönguáætlun verði tryggðar mannsæmandi samgöngur á svæðinu. Með aukinni atvinnuuppbyggingu og fjölgun íbúa er nauðsynlegt að tryggja viðunandi samgöngur til og frá svæðinu sem og innan þess. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur ríka áherslu á að fjármögnun vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit verði tryggð og krefst þess að vegalagning hefjist strax. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að framkvæmdum við Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg verði frestað. Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023.

Til máls tóku: Forseti, RH, ÁS og FM

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 1810031 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    12. Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um samgönguáætlun árið 2019-2033, mál 173

    Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum í samgöngumálum í sveitarfélaginu verði hraðað og þeim verði tryggt nægjanlegt fjármagn. Íbúar svæðisins hafa beðið í tugi ára eftir mikilvægum samgöngubótum og þolimæði þeirra og rekstraraðila er því löngu þrotin. Skorar bæjarstjórn Vesturbyggðar á Alþingi að í samgönguáætlun verði tryggðar mannsæmandi samgöngur á svæðinu. Með aukinni atvinnuuppbyggingu og fjölgun íbúa er nauðsynlegt að tryggja viðunandi samgöngur til og frá svæðinu sem og innan þess. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur ríka áherslu á að fjármögnun vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit verði tryggð og krefst þess að vegalagning hefjist strax. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að framkvæmdum við Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg verði frestað. Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.

    Til máls tók: Forseti.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 1810032 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:29