Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #361

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. júní 2021 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 361. fundar miðvikudaginn 16. júní 2021 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Jón Árnason boðaði forföll í hans stað situr fundinn Jörundur Garðarsson.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, liður 7 málsnr. 2106019 - Aðalstræti 69, umsókn um endurnýjun lóðarleigusamnings verði tekið út af dagskrá í ljósi þess að skipulags- og umhverfisráð frestaði málinu að hluta til á 85. fundi sínum sem haldinn var 10. júní sl. Dagskrárliðir 8 - 13 færast upp um einn lið og verða númer 7 - 12.
Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Fjárhagsáætlun 2021 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2021 ásamt minnisblaði hafnarstjóra vegna vinnslu á grjóti fyrir fyrirhugaða grjótvörn við Brjánslækjarhöfn. Heildarkostnaður vegna vinnslu og flutnings á efninu eru 14.500.000 af því er hlutur Vesturbyggðar 5.800.000. Viðaukanum verður mætt með lækkun á handbæru fé í hafnarsjóði. Viðaukinn var tekin fyrir á 922. fundi bæjarráðs 8. Júní sl.

Viðaukinn hefur þau áhrif að afskriftir í B hluta aukast um 116 þúsund. Rekstrarniðurstaða A hluta breytist ekki en rekstrarniðurstaða A og B hluta fer úr því að vera neikvæð uppá 34,5 m.kr í það að vera neikvæð uppá 34,6 m.kr. Handbært fé A hluta breytist ekki en handbært fé í A og B hluta lækkar um 5,8 m.kr.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

    Málsnúmer 2103010 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fjárhagsáætlun 2022-2025

    Lagðar fram reglur um fjárhagsáætlunarferlið 2021 vegna áætlunar 2022 - 2025.

    Til máls tók: Forseti.

    Bæjarstjórn staðfestir reglurnar.

      Málsnúmer 2106009 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

      Vegna sviplegs fráfalls Sveins Eyjólfs Tryggvasonar frá Lambavatni þarf Vesturbyggð að endurskipa í fjallskilanefnd. Áður en það er gert vill forseti biðja fundargesti og bæjarfulltrúa að rísa úr sæti og minnast hans með einnar mínútu þögn.
      Forseti bar upp tillögu um breytingu á nefndarskipan, þar sem Ásgeir Sveinsson tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í stað Sveins Eyjólfs Tryggvasonar.

      Til máls tók: Forseti

      Samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 2005004 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Slökkvilið og sjúkraflutningar

        Lögð fram bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps af 60. fundi nefndarinnar, þar sem fjallað var um skýrslu Ráðrík um mögulegan samrekstur slökkviliða og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum. Samráðsnefnd lagði til við bæjarstjórn að, að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga að svo stöddu.

        Til máls tók: Forseti.

        Staðfest samhljóða tillögu samráðsnefndar að ekki verði farið í sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum að svo stöddu.

          Málsnúmer 2105057 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Þjóðgarður á sunnanverðum Vestfjörðum

          Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Bæjarráð samþykkti drögin fyrir sitt leyti á 922. fundi 8. júní sl. og fólu bæjarstjóra að vinna að málinu áfram og drög yfirlýsingar yrðu lögð fyrir bæjarstjórn til staðfestingar. Drög viljayfirlýsingarinnar tóku breytingum eftir fund bæjarráðs og er í fyrirliggjandi drögum m.a. mælt fyrir um að brýnt sé að styrkja afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum og horft verði til leiða sem samrýmast umhverfissjónarmiðum.

          Til máls tók: Forseti.

          Bæjarstjórn ítrekar fyrri bókun sína á 357. fundi 17. febrúar 2021, þess efnis að áform um þjóðgarð komi ekki veg fyrir nauðsynlega innviðauppbyggingu innan marka þjóðgarðsins.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar bendir á að stofnun þjóðgarðs mun ekki hafa í för með sér breytingar á mögulegum virkjunarkostum innan marka friðlandsins í Vatnsfirði sem friðlýst var árið 1975. Með setningu laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 var fyrir það skotið að virkjunarkostir sem hafa uppsett rafafl 10MW eða meira yrðu heimilir innan marka friðlandsins í Vatnsfirði, nema til komi endurskoðun rammaáætlunar. Mikilvægt er því að mati bæjarstjórnar Vesturbyggðar að áherslur á aukið raforkuöryggi og orkukosti á Vestfjörðum verði aðskilin frá undirbúningi um stofnun þjóðgarðsins, enda þótt ekki verði af stofnun þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum þá koma friðlýsingarskilmálar friðlandsins í Vatnsfirði og ákvæði laga um verndar- og nýtingaráætlun í veg fyrir stærri virkjunarframkvæmdir innan núverandi marka friðlandsins í Vatnsfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar telur hins vegar mikilvægt að áfram verði unnið að því að tryggja raforkuöryggi á Vestfjörðum og að leitað verði leiða til að tryggja að næg raforka verði til staðar á Vestfjörðum til að m.a. mæta aukinni atvinnuuppbyggingu og til að tryggja að orkuskipti.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur til að bætt verði í viljayfirlýsinguna tilvísun í forgreiningu Vestfjarðastofu á innviðaþörf í þjóðgarði á sunnanverðum Vestfjörðum. Með þeim breytingum staðfestir bæjarstjórn samhljóða viljayfirlýsinguna og felur bæjarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 2001009 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Strandgata 1, Bíldudal. Umsókn um byggingaráform og stækkun lóðar.

            Forseti vék af fundi og fól varaforseta stjórn fundarins.

            Lagt fram erindi frá Arnarlax dags. 28. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal sem og samþykki fyrir byggingaráformum vegna stækkunar á verkstæði. Viðbyggingin er um 57 m2 og er lóðarstækkun í samræmi við það. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af M11 teiknistofu dags. 28. maí 2021. Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 85. fundí sínum að lóðarstækkunin yrði samþykkt og samþykkti byggingaráformin með fyrirvara um grenndarkynningu.

            Til máls tók: Varaforseti.

            Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðar Strandgötu 1 á Bíldudal og byggingaáformin með fyrirvara um grenndarkynningu.

            Samþykkt samhljóða.

            Forseti kom aftur inn á fundinn og varaforseti afhenti fundarstjórn aftur til forseta.

              Málsnúmer 2106026 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2021

              Forseti lagði fram tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar 2021. Með vísan til 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, er lagt til að sumarfrí bæjarstjórnar verði frá 17. júní til og með 17. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð Vestubyggðar heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbygðar. Næsti fundar bæjarstjórnar er 18. ágúst nk.

              Til máls tók: Forseti

              Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillöguna.

                Málsnúmer 2106010

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Óskað eftir landskiptum á landi Seftjarnar-Hrófsnes, landnr. L2291244, F2507131

                Lagt fram erindi frá Ríkiseignum, dags. 19. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir samþykki fyrir landskiptum á landi Seftjarnar-Hrófsnes, landnr. 229124 úr ríkisjörðinni Seftjörn landnr. 139849. Erindinu fylgir uppdráttur er sýnir legu landsins. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 85. fundi ráðsins 10. júní sl. og gerir ekki athugasemd við landskiptin og lagði til við bæjarstjórn að þau verði samþykkt.

                Til máls tók: Forseti.

                Bæjarstjórn samþykkir landskipti á landi Seftjarnar-Hrófsnes úr ríkisjörðinni Seftjörn.

                Samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 2105069 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerð

                  9. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 60

                  Lögð er fram til kynningar fundargerð 60. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 27. maí 2021. Fundargerðin er í 7 liðum.

                  Málsnúmer 2105008F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  10. Bæjarráð - 922


                  11. Skipulags og umhverfisráð - 85

                  Lögð er fram til kynningar fundargerð 85. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. júní 2021. Fundargerðin er í 4 liðum.

                  Málsnúmer 2106003F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:38