Hoppa yfir valmynd

Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Málsnúmer 2005004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. maí 2020 – Bæjarstjórn

Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í fjallskilanefnd.

Víðir Guðbjartsson tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps í stað Rebekku Hilmarsdóttur.

Tillagan er samþykkt samhljóða.
14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 29. júní 2020 þar sem lagt er til að stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. verði endurskipuð þannig að í stjórn félagsins sitji kjörnir bæjarfulltrúar í bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir breytingu á stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. og hún verði skipuð með eftirfarandi hætti:

Aðalmenn verði:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Ásgeir Sveinsson

Varamenn verði:
María Ósk Óskarsdóttir
Jón Árnason
Magnús Jónsson

Ný stjórn tekur við að loknum aðalfundi Fasteigna Vesturbyggðar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. júlí 2020.

Bæjarráð þakkar fráfarandi stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. fyrir þeirra góðu störf.
16. september 2020 – Bæjarstjórn

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Anna Vilborg Rúnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Estherar Gunnarsdóttir. Þá er Ásgeir Sveinsson tilnefndur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði.

Til máls tók: Forseti, FM.
21. október 2020 – Bæjarstjórn

Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Jón Árnason tekur sæti sem aðalmaður í velferðarráði í stað Lilju Sigurðardóttir og Guðrún Eggertsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðslu- og æskulýðsráði í stað Estherar Gunnarsdóttur.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða
16. júní 2021 – Bæjarstjórn

Vegna sviplegs fráfalls Sveins Eyjólfs Tryggvasonar frá Lambavatni þarf Vesturbyggð að endurskipa í fjallskilanefnd. Áður en það er gert vill forseti biðja fundargesti og bæjarfulltrúa að rísa úr sæti og minnast hans með einnar mínútu þögn.
Forseti bar upp tillögu um breytingu á nefndarskipan, þar sem Ásgeir Sveinsson tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar í stað Sveins Eyjólfs Tryggvasonar.

Til máls tók: Forseti

Samþykkt samhljóða.
18. ágúst 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir breyting í bæjarstjórn Vesturbyggðar. Valdimar Ottósson tekur sæti sem varamaður í stað Estherar Gunnarsdóttur sem flust hefur búferlum.

Til máls tók: Forseti

Valdimar er boðinn velkomin.
20. október 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram beiðni Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, bæjarfulltrúa dags. 13. október 2021 um leyfi frá störfum í nefndum og ráðum Vesturbyggðar til og með 18. janúar 2022. Forseti leggur fram tillögu um að María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi taki sæti sem aðalmaður í hennar stað í bæjarráði og verði formaður, aðalmaður í samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps og stjórn Fasteigna Vesturbyggðar á meðan leyfinu stendur. Þá taki Jörundur Garðarson sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Vesturbyggðar og varamaður í bæjarráði.

Til máls tók: Forseti.

Samþykkt samhljóða.