Málsnúmer 2005004
20. maí 2020 – Bæjarstjórn
Lögð var fram tillaga um breytingar á nefndarskipan í fjallskilanefnd.
Víðir Guðbjartsson tekur sæti sem aðalmaður í fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps í stað Rebekku Hilmarsdóttur.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
14. júlí 2020 – Bæjarráð
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 29. júní 2020 þar sem lagt er til að stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. verði endurskipuð þannig að í stjórn félagsins sitji kjörnir bæjarfulltrúar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir breytingu á stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. og hún verði skipuð með eftirfarandi hætti:
Aðalmenn verði:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Iða Marsibil Jónsdóttir
Ásgeir Sveinsson
Varamenn verði:
María Ósk Óskarsdóttir
Jón Árnason
Magnús Jónsson
Ný stjórn tekur við að loknum aðalfundi Fasteigna Vesturbyggðar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. júlí 2020.
Bæjarráð þakkar fráfarandi stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. fyrir þeirra góðu störf.
16. september 2020 – Bæjarstjórn
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Anna Vilborg Rúnarsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í menningar- og ferðamálaráði í stað Estherar Gunnarsdóttir. Þá er Ásgeir Sveinsson tilnefndur sem varamaður í menningar- og ferðamálaráði.
Til máls tók: Forseti, FM.
21. október 2020 – Bæjarstjórn
Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan, Jón Árnason tekur sæti sem aðalmaður í velferðarráði í stað Lilju Sigurðardóttir og Guðrún Eggertsdóttir tekur sæti sem aðalmaður í fræðslu- og æskulýðsráði í stað Estherar Gunnarsdóttur.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða