Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #942

Fundur haldinn í fjarfundi, 28. júní 2022 og hófst hann kl. 12:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022

Skipað í ráð og nefndir skv. samþykktum um stjórn Vesturbyggðar og bókun bæjarstjórnar Vesturbyggðar frá 372. bæjarstjórnar þar sem bæjarráði var falin fullnaðarafgreiðsla skv. 32. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022 til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.

Fræðslu- og æskulýðsráð:
Gunnþórunn Bender
Páll Vilhjálmsson
Silja Baldvinsdóttir
Guðrún Eggertsdóttir
Petrína Sigrún Helgadóttir

Til vara:
Friðbjörn Steinar Ottósson
Steinunn Fjeldsted Sigmundsdóttir
Kristján Finnbogason
Ásgeir Sveinsson
Maggý Hjördís Keransdóttir

Velferðarráð
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Maggý Hjördís Keransdóttir

Til vara:
Bergrún Halldórsdóttir
Hlynur Halldórsson
Ólafur Byron Kristjánsson

Fjallskilanefnd
Ásgeir Sveinsson
Víðir Hólm Guðbjartsson

Til vara:
Guðbjartur Gísli Egilsson
Ólafur Haraldsson

Öldrunarráð
Karólína Guðrún Jónsdóttir
María Úlfarsdóttir
Tryggvi Baldur Bjarnason

Til vara:
Anna Vilborg Rúnarsdóttir
Jóhann Pétur Ágústsson
Jón Árnason

Vestur-Botn
Sigurður Viggósson
Arnheiður Jónsdóttir
Hjörtur Sigurðsson

Til vara:
Jón Árnason
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Guðrún Eggertsdóttir

Yfirkjörstjórn
Hafdís Rut Rudolfsdóttir
Ólafur Steingrímsson
Rafn Hafliðason

Til vara:
Geir Gestsson
Inga Hlín Valdimarsdóttir
Davíð Rúnar Gunnarsson

Undirkjörstjórn á Patreksfirði
Þóra Sjöfn Kristinsdóttir
Karólína Guðrún Jónsdóttir
Símon Símonarson

Til vara:
Jón Bessi Árnason
Anna Stefanía Einarsdóttir
Kristján Arason

Undirkjörstjórn á Bíldudal
Ólafía Björnsdóttir
Silja Baldvinsdóttir
Erla Rún Jónsdóttir

Til vara:
Lára Þorkelsdóttir
Jóna Runólfsdóttir
Sigurmundur Freyr Karlsson

Undirkjörstjórn á Barðaströnd
María Úlfarsdóttir
Edda Kristín Eiríksdóttir
Ólafur Gestur Rafnsson

Til vara:
Hákon Bjarnason
Ólöf Guðrún Þórðardóttir
Þórhildur Jóhannesdóttir

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2201017 13

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ósk um upplýsingar vegna endurskoðunar stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019-2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og nýja húsnæðisstefnu

    Lagt fram erindi Innviðaráðuneytis dags. 20. júní 2022 þar sem óskað er eftir upplýsingum vegna endurskoðunar stefnumótandi áætlunar í málefnum sveitarfélaga 2019 - 2033, Landsskipulagsstefnu 2015-2026 og nýja húsnæðisstefnu.

    Frestur til að svara erindinu er til 31. júlí 2022. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umbeðnar upplýsingar og svara erindinu.

      Málsnúmer 2206034

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Styrkbeiðni vegna ferðakostnaðar á Haustþing 2022

      Lagt fram erindi frá Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, formanns Kennarasambands Vestfjarða, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir styrk vegna kostnaðar við ferð á haustþing sambandsins á Drangsnesi 9. september 2022.

      Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna verkefninu stað í núverandi fjárheimildum.

        Málsnúmer 2206021

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Sumarlokun 2022 - Ráðhús Vesturbyggðar

        Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 24. maí 2022, með tillögu að sumarlokun í ráðhúsi Vesturbyggðar 2022. Í minnisblaðinu er lagt til að afgreiðsla ráðhússins verði lokuð í tvær vikur í sumar, frá og með 25. júlí til og með 5. ágúst 2022. Tilkynnt verði um lokunina á heimasíðu sveitarfélagsins og þar leiðbeint hvernig unnt er að hafa samband við sveitarfélagið á meðan lokun stendur.

        Bæjarráð samþykkir sumarlokun 2022.

          Málsnúmer 2205051

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða

          Lagður fram tölvupóstur Hrafnkels Ásólfs Proppé, sviðsstjóra Skipulagsstofnunar, dags.
          15. júní 2022, þar sem kynntur er upplýsingafundur um tillögu að strandsvæðaskipulagi Vestfjarða.

          Í skipulagstillögunni er sett fram stefna um nýtingu svæðis sem nær yfir firði og flóa frá Bjargtöngum í suðri að Straumnesi í norðri.

          Upplýsingafundur á sunnanverðum Vestfjörðum var haldinn í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 22. júní 2022, kl. 12:00, og var öllum opinn.

          Skipulagstillagan ásamt frekari upplýsingum um kynningartíma og frest til að koma að athugasemdum er aðgengileg á www.hafskipulag.is og liggur jafnframt frammi hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík og á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar.

          Frestur til að koma skriflegum athugasemdum á framfæri er til 15. september 2022.

          Bæjarráð vísar skipulagstillögunni til umsagnar í skipulags- og umhverfisráði og hafna- og atvinnumálaráði.

            Málsnúmer 2203081 12

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Uppfæra Street View í Vesturbyggð

            Lagt fyrir erindi Sýndarferða dags. 21. júní 2022 þar sem sveitarfélaginu er boðið uppá uppfærslu á Street View myndir á Google. Fram kemur í erindinu að Google hafi gefið út að það sé ekki á dagskrá að koma til Íslands á næstunni og treystir Íslendingum til að uppfæra myndirnar sjálf.

            Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir tilboði frá Sýndarferðum ehf. og leggja fyrir á næsta fundi ráðsins.

              Málsnúmer 2206035

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Ósk um óformlegar viðræðum um sameiningu sveitarfélaga

              Lögð fyrir bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps af 593. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var þann 23. júní sl. en þar samþykkti sveitarstjórn samhliða að taka upp óformlegar viðræður við bæjarstjórn Vesturbyggðar um sameiningu sveitarfélaganna tveggja, en bæjarstjórn Vesturbyggðar óskaði eftir óformlegum viðræðum í erindi dags. 20. desember 2021.

              Bæjarráð fagnar ákvörðun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps um að taka upp óformlegar viðræður. Bæjarstjóra falið að ræða við sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps um næstu skref.

                Málsnúmer 2111059 7

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                8. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2021

                Tekið fyrir til kynningar erindi Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga (EFS) dags. 22. júní 2022. Í bréfinu vekur EFS athygli á því að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfyllir sveitarfélagið ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar í A- hluta.

                Vesturbyggð uppfyllir öll lágmarksviðmið fyrir A- og B-hluta en fyrir A-hluta er rekstrarniðurstaða neikvæð. Jafnframt ætti framlegð sem hlutfall af tekjum að vera 9,4% fyrir A-hluta miðað við 94% skuldaviðmið. Framlegðin samkvæmt ársreikningi 2021 er 6,4% sem er aðeins fyrir neðan lágmarksviðmið nefndarinnar. Aftur á móti er veltufé frá rekstri fyrir ofan lágmarksviðmið í bæði A-hluta og A- og B-hluta.

                Bréfið er almennt bréf sem sent var til allra sveitarfélaga sem uppfylltu ekki eitthvað af þeim lágmarksviðmiðum sem EFS hefur sett sér.

                Ekki er óskað eftir viðbrögðum við bréfinu.

                  Málsnúmer 2206039

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Boð á aðalfund Byggðasamlags Vestfjarða ásamt tillögu að breytingu á samþykktum og ársreikningi

                  Lagt fram til kynningar fundarboð á aðalfund BsVest sem haldinn verður 5. júlí 2022 á Ísafirði, ásamt tillögum að breytingum á samþykktum félagsins og ársreikningi félagsins fyrir árið 2021.

                    Málsnúmer 2206042

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Þinggerð 67. fjórðungsþ. kosningarsumar 2022

                    Lögð fram til kynningar þingerð 67. fjórþungsþings Vestfirðinga sem haldið var 14. júní sl.

                      Málsnúmer 2206032

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Ársreikningur 2021 og samþykktir Landskerfi bókasafna hf. ásamt aðalfundarboði

                      Lagður fyrir til kynningar ársreikningur Landskerfa bóksafna hf. fyrir árið 2021 ásamt samþykktum félagsins.

                        Málsnúmer 2206033

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Félag skógarbænda á Vestfjörðum - ársreikningur

                        Lagður fyrir til kynningar ársreikningur félags skógarbænda á Vestfjörðum fyrir árið 2021.

                          Málsnúmer 2206030

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Umhverfisstofnun - Lokunareftirlit 14.06.18 í aflagðan urðunarstað Vesturbyggðar í Vatnseyrarhlíðum

                          Lagt fram til kynningar bréf dags. 21. júní sl. til Umhverfisstofnunnar með fyrirspurn hver sé ávinningur af því að taka upp nú, sigmælingar á aflögðum urðunarstað í Vatneyrarhlíð á Patreksfirði.

                            Málsnúmer 2002139

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Ársskýrsla Persónuverndar 2021

                            Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar fyrir árið 2021.

                              Málsnúmer 2206040

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:50