Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #375

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 20. október 2022 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Hljóðupptaka
00:00 / 00:00

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 375. fundar fimmtudaginn 20. október 2022 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

Málsnúmer16

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Fjárhagsáætlun 2022 - viðaukar

Lagður fyrir viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er lagður fyrir vegna aukins kostnaðar við snjómokstur á árinu 2022. Á 939. fundi bæjarráðs var minnisblað sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs tekið fyrir þar sem farið var yfir snjómokstur það sem af var árinu 2022. Fól bæjarráð sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáæltun 2022 svo hægt yrði að mæta kostnaði við snjómokstur seinni hluta árs. Við gerð viðaukans var horft til meðalkostnaðar fyrir tímabilið október - desember, árin 2019 - 2021, jafnframt var tekið tillit til þess kostnaðar sem þegar hafði orðið. Viðbótarkostnaður sem gert er ráð fyrir í viðaukanum vegna snjómoksturs og hálkueyðingar eru 14,4 millj.kr. Viðaukanum er mætt með því að kostnaður vegna fjárfestingar í slökkvibifreið færst yfir á árið 2023 er því fjárfestingin tekin út. Farið var í útboð á slökkvibifreið sem tekið var fyrir og samþykkt á fundi 373. fundi bæjarstjórnar þann 17. ágúst sl. og kemur greiðsla vegna hans ekki til fyrr en á árinu 2023.

Viðauki 5 hefur þau áhrif að rekstrarniðurstaða A hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður neikvæð um 57,6 milljónir. Rekstrarniðurstaða A og B hluta lækkar um 14,4 milljónir og verður jákvæð um 68,7 milljón. Handbært fé í A hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 39,8 milljónir. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 5,6 milljónir og verður 50,2 milljónir.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir viðaukana samhljóða

Málsnúmer13

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Balar 2 - deiliskipulag

Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir véku af fundi við afgreiðslu málsins.

Einar Helgason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Jóns Árnasonar og Tryggvi Bjarnason tekur sæti á fundinum fyrir hönd Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur.

Varaforseti Friðbjörn Steinar Ottósson tók við stjórn fundarins.

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir Bala 2. Um er að ræða endurbætta tillögu en á 98. fundi skipulags- og umhverfisráðs óskaði ráðið eftir að gerðar yrðu lagfæringar á tillögunni áður en hún yrði endanlega samþykkt til afgreiðslu.

Skipulags- og umhverfisráð taldi að fullnægjandi lagfæringar hafi verið gerðar á skipulagstillögunni en þær fela í sér að bílastæðum hefur verið fækkað og grænt svæði stækkað á milli Bala 2 og Bala 4 og 6. Ítarlegri skilmálar eru um útlit byggingar s.s. er varða efnisval, uppbrot og svalir.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Varaforseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ásgeir Sveinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Jón Árnason, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir komu aftur inn á fundinn.

Tryggvi Bjarnason og Einar Helgason véku af fundi.

Jón Árnason tók aftur við stjórn fundarins.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Frístundabyggð Tagl - Framkvæmdaleyfi.

Lagt fram erindi Valdimars Gunnarssonar, f.h. Strýtuholts, dagsett 6. október 2022. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu á sumarhúsalóðum við Tagl í landi Vesturbyggðar. Meðfylgjandi erindinu er teikning er sýnir framræsluskurð sem þarf að framkvæma til þess að þurrka upp svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fundargerð

5.

Lögð fram til kynningar fundargerð 948. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 4. október 2022. Fundargerðin er í 10 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6.

Lögð fram til kynningar fundargerð 80. fundar Fasteigna Vesturbyggðar, fundurinn var haldinn 4. október 2022. Fundargerðin er í 1 lið.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7.

Lögð fram til kynningar fundargerð 949. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 11. október 2022. Fundargerðin er í 14 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8.

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 18. október 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9.

Lögð fram til kynningar fundargerð 99. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 17. október 2022. Fundargerðin er í 8 liðum.

Til máls tóku: Forseti og ÁS.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10.

Lögð fram til kynningar fundargerð 43. fundar hafna- atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 17. október 2022. Fundargerðin er í 5 liðum.

Til máls tók: Forseti

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40