Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #391

Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. janúar 2024 og hófst hann kl. 17:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
  • Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
Starfsmenn
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 391. fundar
miðvikudaginn 17. janúar 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Forseti bar undir fundinn að tekin verði inn afbrigði á dagskrá, liður 3 málsnr. 2312011 - Krossholt iðnaðarhús. Ósk um endurnýjun á lóðarleigusamning, fellur út og inná dagskránna koma tveir nýjir dagskrárliðir. Fyrra málið verður dagskrárliður 3. málsnr. 2401056 - Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2024. Seinna málið verður dagskrárliður 7. Málsnr. 2201017 - Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir. Dagskrárliðir 7 - 12 færast niður um einn lið og verða númer 8 - 13.

Samþykkt samhljóða.

Almenn erindi

1. Skýrsla bæjarstjóra

Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.

Til máls tóku: Forseti og bæjarstjóri.

    Málsnúmer 2209029 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar 2024 - 2027.

    Lagður fyrir listi yfir útboðsverk hjá Vegagerðinni uppfærður 02.01.2024 þar sem m.a. kemur fram að vetrarþjónusta á vegum á Vestfjörðum 2024-2027 verður boðin út á árinu 2024

    Til máls tók: Forseti.

    Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps tók málið fyrir á 627. fundi sveitarstjórnar þar sem eftirfarandi var bókað:

    "Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir áhyggjum sínum af mögulega lakari vetrarþjónustu vegna fyrirséðra breytinga í fyrirhuguðu útboði Vegagerðarinnar á vetrarþjónustu á leiðinni Dynjandi-Klettsháls. Ætlun Vegagerðarinnar er að nota sömu tæki á leiðinni frá Dynjanda að Klettshálsi til að opna leiðina og halda henni opinni þann tíma sem vegurinn er þjónustaður. Brýnt er að hafa í huga hversu erfiður fjallvegur Dynjandisheiðin getur verið á snjóþungum vetri og því óttast sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps að slíkt ástand geti komið niður á vetrarþjónustu á leiðinni Flókalundur-Klettsháls ef gengur erfiðlega að opna Dynjandisheiðina. Það má ekki gerast að fyrirkomulag þjónustu valdi því að leiðin að Klettshálsi opni síðar en er í núverandi fyrirkomulagi.

    Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa margítrekað kröfur íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum um að bæta og auka vetrarþjónustu enn frekar. Mikið af þungaflutningum til og frá svæðinu fer um Klettsháls auk umferðar almennra íbúa og því er algjört lykilatriði að tryggja að vetrarþjónusta á leiðinni að Klettshálsi sé ávallt eins og best verður á kosið. Öflug vetrarþjónusta á þessum leiðum er besta leiðin til að tryggja umferðaröryggi allra þeirra sem um vegina fara.

    Því leggur sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps mikla áherslu á að Vegagerðin tryggi að vetrarþjónustu verði ávallt sinnt sem best má verða og að vandað sé til verka við undirbúning útboðs ef breyta á leiðum í vetrarþjónustu".

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur heilsuhugar undir bókun sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2401043 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrkir til greiðslu fasteignaskatts 2024

      Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2024.

      Efnislega eru ekki gerðar breytingar frá árinu áður, en uppfærð í samræmi við fjárhagsáætlun 2024 og afsláttur hækkaður í samræmi við aðrar breytingar á gjaldskrám.

      Til máls tók: Forseti.

      Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða þær reglur sem lagðar eru fram hér um afslátt af fasteignaskatti og styrki til greiðslu fasteignaskatts 2024.

        Málsnúmer 2401056

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Hafnarbraut 16. Ósk um endurnýjun lóðarleigusamnings.

        Erindi frá Sólveigu Dröfn Símonardóttur dags. 22. desember 2023. Í erindinu er óskað eftir endurnýjun á lóðarleigusamningi undir húseignina að Hafnarbraut 16, Bíldudal.

        Byggingarfulltrúi hefur unnið tillögu að lóðinni í samræmi við eldri afmörkun lóðarinnar að teknu tilliti til eldri lóðarleigusamnings og fylgir hún hér með, lóðin er um 760m2.

        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að endurnýjun lóðarleigusamningsins verði samþykkt í samræmi við tillögu byggingarfulltrúa.

        Til máls tók: Forseti

        Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að endurnýjun lóðarleigusamningsins.

          Málsnúmer 2312031 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Urðargata 21a og 21b, sameining byggingarreita og byggingaráform.

          Lögð fram umsókn um byggingaráform fyrir einbýlishús við Urðargötu 21a og 21b, dagsett 8. janúar 2024. Í umsókninni er sótt um að fá að reisa 180 m2 einbýlishús og nýttur verður vatnstankur sem stendur á lóðinni fyrir kjallara. Með umsókninni fylgja teikningar sem og tillaga að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem lóðir Urðagötu 21a og 21b eru sameinaðar í Urðargötu 21.

          Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að áformin fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

          Til máls tók: Forseti.

          Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 19, 20, 22, 23 og 26.

            Málsnúmer 2401013 5

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vesturbotn - deiliskipulag

            Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 15. nóvember 2023 þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagins í B-deild Stjórnartíðinda. Fyrir liggja endurbætt skipulagsgögn þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Fyrir liggur einnig umsögn frá slökkviliði Vesturbyggðar.

            Gerðar voru eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum:

            Bætt var við táknum fyrir brunahana inn á skipulagsuppdrátt og upplýsingum um brunavarnir bætt við í greinargerð.

            Uppdráttur stækkaður til þess að sýna afmörkun vatnsbóls á uppdrætti.

            Fjarlægð frá vatni að byggingarreit sem næst er vatni bætt við á uppdrátt.

            Bætt við sniðmyndum á uppdrátt.

            Skipulagsmörk gerð greinilegri.

            Ekki er gert ráð fyrir hreinsivirki en í greinargerð kemur fram að gert sé ráð fyrir rotþróm við hvert hús. Stækkun golfvallar er ekki hluti af deiliskipulaginu heldur er verið að sýna eingöngu mögulegt stækkunarsvæði og er það afmarkað sérstaklega og fellur því ekki undir lið 12.07 mgr. 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.

            Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 114. fundi sínum að breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni verði samþykktar og skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

            Til máls tók: Forseti.

            Bæjarstjórn samþykkir samhljóða breytingarnar sem gerðar hafa verið á tillögunni og að skipulagsfulltrúa falin fullnaðarafgreiðsla á deilskipulaginu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

              Málsnúmer 2306067 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

              Forseti bar upp tillögur um breytingar á nefndarskipan í ungmennaráði Vesturbyggðar samkvæmt tillögum Tómstundafulltrúa.

              Aðalmenn
              Íris Emma Sigurpálsdóttir (Patreksskóli)
              Hildur Ása Gísladóttir (Bíldudalsskóli)
              Bryndís Hekla Heimisdóttir (Fjölbrautaskóli Snæfellinga)
              Guðrún Ýr Grétarsdóttir (Patreksfirði)
              Jökull Davíðsson (Patreksfirði)

              Varamenn
              Oliwia Sienkiewicz(Patreksskóli)
              Guðmundur Sævar Vignisson (Patreksskóli)
              Ísabella Guðrún Arnarsdóttir (Bíldudalsskóli)
              Elmar Gauti Gunnarsson (Patreksfirði)
              Herdís Freyja Grétarsdóttir (Patreksskóli)

              Til máls tóku: Forseti og bæjarfulltrúi.

              Samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 2201017 13

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fundargerðir til kynningar

                8. Bæjarráð - 975


                9. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 69

                Lögð fyrir fundargerð 69. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Fundurinn var haldinn 11. janúar 2024 og var í 7 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2401007F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                10. Skipulags og umhverfisráð - 114


                11. Hafna- og atvinnumálaráð - 56

                Lögð fyrir fundargerð 56. fundar hafna- og atvinnumálaráðs. Fundurinn var haldinn 8. janúar 2024 og var í 4 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2401001F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                12. Fræðslu- og æskulýðsráð - 90

                Lögð fyrir fundargerð 90. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs. Fundurinn var haldinn 8. janúar 2024 og var í 7 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2311006F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                13. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 3

                Lögð fyrir fundargerð 3. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Fundurinn var haldinn 10. janúar 2024 og var í 4 liðum.

                Til máls tók: Forseti

                Málsnúmer 2401006F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:28