Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar #64

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. júlí 2017 og hófst hann kl. 16:00

  Fundargerð ritaði
  • Friðbjörg Matthíasdóttir bæjarstjóri

  Almenn mál

  1. Aðalfundur Fasteigna Vesturbyggðar ehf 2017.

  Lagður fram ársreikningur Fasteigna Vesturbyggðar ehf. fyrir 2016 og skýrsla stjórnar.
  Afkoma félagsins var jákvæð um 5,3 millj.kr og er rekstrarhagnaðurinn tilkominn vegna söluhagnaðar eigna sem seldar voru árið 2016. Rekstrartekjur voru 39,4 millj.kr. og rekstrarútgjöld 34,1 millj.kr. þar af fjármagnsgjöld 8,8 millj.kr. Langtímaskuldir í árslok námu 162,5 millj.kr. og höfðu lækkað um 29,9 millj.kr. á milli ára.
  Ársreikningurinn samþykktur samhljóða.
  Stjórnarkjör. Ný stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf. er óbreytt frá fyrra ári en hana skipa:
  Aðalstjórn:
  Guðný Sigurðardóttir, formaður
  Gerður Björk Sveinsdóttir
  Magnús Jónsson
  Til vara:
  Jón Árnason
  Ásgeir Sveinsson.

   Málsnúmer 1706015

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   2. Rekstur og fjárfestingar - Fasteignir Vesturbyggðar ehf.

   Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins.
   Lagt fram til kynningar.
   Lagt fram yfirlit dags. 12.07.17 á viðhaldsþörf íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf.
   Lagt fram til kynningar.
   Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra dags. 20. júlí sl. ásamt fylgigögnum varðandi leigugjald húsaleigu íbúða Fasteigna Vesturbyggðar ehf. Vegna slæmrar rekstrarstöðu Fasteigna Vesturbyggðar ehf, fyrirséðs tapreksturs á árinu 2017 og mikillar viðhaldsþarfar leiguíbúða, er í minnisblaðinu lagt til að húsaleiga hækki frá og með 1. júlí 2017 með venjubundnum fyrirvara um tilkynningu til leigjanda og verði leigugjaldið hið sama fyrir allar íbúðir félagsins eða 1.091 kr. á fermetra miðað við vísitölu í apríl 2017.
   Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar ehf samþykkir tillöguna.

    Málsnúmer 1607040 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Íbúðalánasjóður - úthlutun stofnframlaga 2017.

    Lagt fram dreifibréf til sveitarfélaga ásamt fylgiskjölum dags. 28. apríl sl. frá Íbúðalánasjóði með upplýsingum um fyrri úthlutun stofnframlaga árið 2017.
    Lagt fram til kynningar.

     Málsnúmer 1705019 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     4. Varasjóður húsnæðismála - staða á leiguíbúðamarkaði 2016.

     Lagt fram tölvubréf dags. 29. maí sl. frá Varasjóði húsnæðimála ásamt skýrslunni „Könnun á leiguhúsnæði sveitarfélaga 2016“.
     Lagt fram til kynningar.

      Málsnúmer 1706002 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      5. Íbúðalánasjóður - húsnæðisáætlanir.

      Lagt fram yfirlit dags. 27. júní sl. frá Íbúðalánasjóði um fjölda íbúða í Vesturbyggð skipt niður á tegundir eigna og stærðir þeirra í fermetrum.

       Málsnúmer 1707002 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00