Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #27

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 1. september 2016 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Gerður Björk Sveinsdóttir formaður

    Almenn erindi

    1. Tónlistarskóli Árnesinga, umsókn nemanda skólaárið 2016-2017

    Lagður fram tölvupóstur dagss. 19. ágúst sl. frá Tónlistarskóli Árnesinga varðandi tónlistarnám Ólafar Siguróskar Einarsdóttur við skólann. Óskað er samþykkis lögheimilissveitarfélags á greiðslu mótframlags með námi hennar. Fræðslu og æskulýðsráð samþykkir erindið og felur fræðslustjóra að sækja um framlag frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

      Málsnúmer 1608033

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Staða í upphafi skólaárs - Tónlistaskóli Vesturbyggðar

      Innritun í tónlistarskólann er hafin og fer vel af stað. Gert er ráð fyrir að kennsla hefjist þriðjudaginn 6. september. Von er á að ráðinn verði gítarkennari við skólann fljótlega.
      Skólastjóri tónlistarskólans Einar Bragi mun sækja tónlistarþing á Ísafirði á föstudaginn.
      Einar Bragi leggur áherslu á að mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir auknu fjármagni til kaupa á hljóðfærum við gerð fjárhagsáætlunar.
      Stefnt er á að taka þátt í tónlistarkeppninni Nótunni í vetur.
      Fræðslu og æskulýðsráð leggur áherslu á að félagsmiðstöðinni verði fundið nýtt húsnæði svo húsnæði tónlistarskólans í Patreksskóla sem hefur verið samnýtt með félagsmiðstöð nýtist betur. Eins leggur ráðið áherslu á að framkvæmdum í Bíldudalsskóla verði flýtt svo tónlistarskólinn fái sér rými.

        Málsnúmer 1608032

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Staðan í upphafi skólaárs - Leikskóli Vesturbyggðar

        Farið yfir stöðuna í upphafi skólaárs í Leikskóla Vesturbyggðar. Búið er að ráða í stöðu sérkennslustjóra.
        Á Leikskólum Vesturbyggðar er nánast fullmannað.
        Á Arakletti eru um 43 börn og von á 3 í viðbót.
        Á Tjarnarbrekku eru 13 börn.
        Ákveðið var að gera könnun um lengdan opnunartíma meðal foreldra.

          Málsnúmer 1608031

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Staðan í upphafi skólaárs - Bíldudalsskóli

          Skólastarfið fer vel af stað, búið er að ráða í allar stöður.
          37 nemendur eru í Bíldudalsskóla, 15 á yngsta, 11 á miðstigi og 11 á unglingastigi. Farið verður með nemendur á mið og unglingastigi á Patreksfjörð á föstudögum líkt og verið hefur. Átta starfsmenn eru við skólann. Samningur er áfram við Tröppu sem sinnt hefur talþjálfun ásamt öðru. Signý Sverrisdóttir mun halda utan um sérkennsluna á Bíldudal. Sett hefur verið á laggirnar heimasíðan bildudalsskoli.is. Sex skráningar eru komnar fyrir börn í lengda viðveru á Bildudal en ennþá vantar starfsmann í 50% stöðu. Mikilvægt er að fundinn verði starfsmaður sem allra fyrst.

            Málsnúmer 1608030

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Staðan í upphafi skólaárs - Patreksskóli

            Skólastarfið byrjar vel, búið er að ráða í allar stöður við skólann. Samkennt er við 5-6 bekk, annars er engin samkennsla sem er nokkur breyting frá því sem verið hefur. Auka á áherslun á verklegar greinar. Samningur er áfram við Tröppu sem sinnt hefur talþjálfun ásamt öðru. Von er til þess að komið verði á tónmenntakennslu í vetur.
            92 nemendur eru í Patreksskóla. Þrjár skráningar eru komnar í lengda viðveru á Patreksfirði og er það mikið áhyggjuefni að ekki skulu vera komnar fleiri skráningar.

              Málsnúmer 1608029

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Til kynningar

              6. Kosningavakning

              Lagt fram til kynningar bréf frá mennta og menningarmálaráðuneytinu og innanríkisráðuneytinu þar sem grunn- og framhaldsskólar eru hvattir til að efla lýðræðisvitund barna og ungmenna með upplýstri umræðu um kosningar og lýðræði og mikilvægi þess að hver einstaklingur nýti sér kosningaréttinn.

                Málsnúmer 1608034

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00