Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #49

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 19. febrúar 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) áheyrnafulltrúi
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

Almenn erindi

1. Skýrsla frá slökkviliðsstjóra

Óskað var eftir stöðu mála hjá Elfari byggingarfulltrúa fyrir fundinn hvernig hefur verið unnið úr þeim úrbótum sem fram koma í skýrslu um eldvarnarskoðun í Arakletti.
Skv. Elfari eru áhaldahús og rafvirki að vinna að uppsetningu brunaviðvörunarkerfis sem var búið var að festa kaup á. Aðrar úrbætur eins og ratlýsing og neyðarlýsing fyrir ofan brunaútganga verður unnið samhliða. Búið er að kaupa 2 ný slökkvitæki.
Nefndin óskar eftir að vera upplýst þegar þessum útbótum er lokið.

    Málsnúmer 1902058

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fimleikafélag Vestfjarða - beiðni um stuðning

    Styrkafgreiðsla vegna fimleika. Erindi vísað frá fundi bæjarráðs 29. Janúar sl. Lagður fram tölvupóstur dags. 24. janúar sl. þar sem Telma Snorradóttir f.h Fimleikafélags Vestfjarða óskar eftir styrk frá Vesturbyggð til að standa undir rekstri félagsins. Bæjarráð hefur áður samþykkt styrk í formi endurgjaldslausri notkun á íþróttamannvirkjum í Vesturbyggð. Vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs.

    Nefndin fagnar auknum fjölbreytileika í íþrótta og tómstundaiðkun barna á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu fimleikafélagsins og hrósar Telmu fyrir ötult frumkvöðlastarf og hvetur hana áfram til dáða.
    Bæjarráð hefur núþegar veitt fimleikafélaginu endurgjaldslausa húsaleigu í Bröttuhlíð fyrir æfingar félagsins. Nefndin sjálf hefur ekki með fjárveitingu til handa félögum að gera, en bendir bréfritara á að sækja um rekstrarstyrk fyrir fjárhagsáætlun 2020 eins og fleiri félög gera á hverju ári.

      Málsnúmer 1901057 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Reglur um frístund, lengd viðvera

      Lagðar eru fram breytingar á reglum um Lengda viðveru. Eftir skoðun á reglum annarra sveitarfélaga er ljóst að mörg þeirra leyfa að velja fjölda dagana sem barn sækir frístund. Með tilliti til þess er lögð fram tillaga umað breyta reglum þannig að hægt er að velja fjölda dagana sem barn sækir lengda viðveru. Tímagjald gildir.
      Endurskoðaðaðar reglur verða lagðar fram á næsta fundi.

        Málsnúmer 1902061

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

        Elín kom á fund nefndarinnar og skýrði afstöðu foreldra á Barðaströnd og hugmyndir að opnun leikskóla fyrir 6 börn á Birkimel.
        Nefndin fagnar fjölgun barnafjölskyldna á Barðaströnd og framkomnum hugmyndum foreldra um vistun í Birkimels skóla. Ljóst er að vanda þarf til verka hvaða fyrirkomulag hentar best, hvort sem það er skilgreint sem starf dagmæðra, leikskólasel, eða deild undir Arakletti. Mikilvægt er að standa vel að verkefninu. Nefndin leggur til að málið verði skoðað mtt. þess hvað hentar best með tilliti til þarfa barnanna fyrst og fremst. Nefndin telur rétt að vinna málið áfram og beinir því til leikskólastjóra og ráðgjöfum Tröppu til frekari úrvinnslu. Nefndin vísar erindinu í framhaldi aftur til afgreiðslu í bæjarráði.

          Málsnúmer 1902062

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          6. Athugasemdir frá foreldrum leikskólans Arakletts

          1. Liður 2 í bréfi, nefndin tekur undir áhyggjur foreldra um fullnægjandi brunavarnir. Fræðslu og æskilýðsráð hefur áður tekið fyrir brunamál leikskólans og lagði áherslu á að fjármagn væri sett í verkefnið í fjárhagsáætlun 2019. Unnið er að úrbótum á því. sbr. Lið 1 í dagskrá fundarins
          2. Liður 5. Varðandi húsnæðismál hefur bæjarráð núþegar skipað starfshóp um húsnæðisvanda leikskólans eins og fram kemur í lið 5. Í dagskrá fundarins.
          3. Varðandi lið 6. Bílastæðamál og lýsingu, er það góð ábending og því er vísað til Elfars byggingafulltrúa og áhaldahússins að bæta lýsingu og merkja stæði fyrir framan inngang fyrir aðgengi sjúkrabíla.
          4. Varðandi lið 1, 3 og 7. Er varða innra starfi leikskólans, er áréttað að vinna skal eftir samstarfsáætlun skóla og leiksskóla. Nefndin felur leikskólastjóra og ráðgjöfum Tröppu því til frekari skoðunar og úrvinnslu.
          5. Hvort þörf er á nýjum vistunarsamningum sbr. Lið 4, er varða breytingar á gjaldskrá er vísað til frekari skoðunar hjá fræðslustjóra og afgreiðslu þess frestað til næsta fundar.
          6. 8 liður, er bara hægt að vísa til fjárhagsáætlunar 2019 og vona að hægt verði að veita frekara fé í verkefnið 2020.

            Málsnúmer 1901060

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            7. Áskorun frá starfsfólki Arakletts

            1. Árið 2019 er þriðja árið sem rúllandi tímabil er við lýði um sumarlokun Arakletts. Tímabilin eru þrjú, miðjan júní, miðjan júlí, allur júlí, miðjan júlí- miðjan ágúst. Starfsfólki hefur verið málið ljóst síðan veturinn 2017 þegar rúllandi 3 tímabil var ákveðið.
            2. Samskonar erindi varðandi breytingar á sumarleyfum Arakletts var tekið fyrir í nóvember sl. en erindið var frá leikskólastjórnendum þar sem fram komu óskir starfsmanna eins og núna er lagt fram. Flestir núverandi starfsmenn hafa mas. ráðið sig til starfa við leikskólann eftir að reglur um rúllandi 3 tímabil sumarlokunar tók gildi og hafi mátt vera ljóst hverju þau réðu sig að. Ljóst er að 2 ár af þremur eru í anda þess sem starfsfólk er nú að óska eftir að festa í eitt tímabil júlí- miðjan ágúst.
            3. Árið 2017 var sumarlokun 3 vikur og 4. vikan var valkvæð fyrir eða eftir lokun. Í nóvember sl. var orðið við ósk lengri lokun með því að loka í 4 vikur, en ekki 3 vikur eins og 2 árin á undan. Það var gert til að koma til móts við starfsfólk og stjórnendur. Það fyrirkomulag að loka leikskóla ávallt 5 vikur í júli er ekki í anda þess vinnumarkaðar sem foreldrar í Vesturbyggð og þjónustuþegar starfa undir.
            4. Í framhaldi af erindi leikskólastjórnenda í nóv. var gerð könnun um afstöðu foreldra. Niðustöður þeirrar könnunar var sú meirihluti foreldra voru ánægðir með núverandi fyrirkomulag um rúllandi tímabil og vildu ekki gera breytingar á því. Sú afstaða foreldra studdi ákvörðun nefndarinnar um óbreytt fyrirkomulag um rúllandi 3 tímabil eins og ákveðið var 2017.
            Með vísan í áðurnefnd atriði 1.-4. Er niðurstaðan að ákvörðun nefndarinnar um sumarlokun 2019 stendur.

              Málsnúmer 1901045

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              8. Nettenging í Patreksskóla

              Nefndin tekur undir áhyggjur skólastjóra Patreksskóla sem fram kom í bréfinu af slæmu netsambandi sem hamlar skólastarfi. Ljóst er að starfsumhverfi kennara og nemenda árið 2019 krefst öflugs netsambands og hvetur nefndin bæjaryfirvöld til að grípa tafarlaust til aðgerða til að koma á ljósleiðarasamband í Patreksskóla en búið er að blása ljósleiðara i skólann en ennþá eftir er að tengja hann. Jafnframt hvetur nefndin bæjaryfirvöld að kanna ástand netttengingar í öðrum skólum Vesturbyggðar samhliða og leita samninga við tölvuþjónustu fyrir stofnanir sveitarfélagsins.

                Málsnúmer 1902064

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Til kynningar

                5. Araklettur - skipan starfshóps

                Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 29. janúar sl. var eftirfarandi vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs. Skipaður var starfshópur um leikskólamál á Patreksfirði, i ljósi þess að fyrirséð er að ekki verður hægt að taka við börnum inn á leikskólann Araklett ef ekkert verður gert. Leikskólinn er fullur og munu einungis þrjú börn hefja grunnskólagöngu í Patreksskóla í haust en mun fleiri börn bíða eftir leikskólaplássi. Starfshópinn skipa, Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar, Svanhvít Skjaldardóttir, starfsmaður félagsþjónustu, og Guðrún Eggertsdóttir, formaður fræðslu- og æskulýðsráðs. Bæjarráð óskar eftir því að hópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir 1. mars 2019.
                Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa. Formaður fór yfir í stuttu máli hvað hefur verið gert. Haldnir hafa verið nokkrir fundir, fyrst með leikskólastjóra, skólastjóra og sérkennslukennara, auk Kristrúnu Lind hjá Tröppu. Nefndin er ennþá að störfum og skilar tillögum til bæjarráðs fyrir 1. Mars nk.
                Undir þessum lið kom Kristún Lind Birgissdóttir frá Tröppu inn á fundinn í gegnum síma til að ræða við nefndina

                  Málsnúmer 1901058 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Skólastjóri í námsleyfi 2019-2020

                  Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Bíldudalsskóla hefur fengið 1 árs námsleyfi veturinn 2019- 2020. Nefndin óskar Ásdísi velfarnaðar.

                    Málsnúmer 1902063

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00