Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu
- Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varaformaður
- Einar Bragi Bragason (EBB) áheyrnafulltrúi
- Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
- Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
- Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) áheyrnafulltrúi
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir (NSP) embættismaður
- Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
- Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
- Svava Gunnardóttir (SG) áheyrnafulltrúi
- Vala Dröfn Guðmundsdóttir (VDG) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
- Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri
Almenn erindi
1. Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar
Tölvupóstur dags. 05.06.2019 frá Jónasi Heiðari Birgissyni þar sem fram koma tilmælu þess efnis að farið verið í að skoða öryggismál í skólum Vesturbyggðar ásamt vinnuaðstöðu starfsfólks. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar að sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði falið að taka að sér úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar, viðhaldsþörf og öryggis- og aðgengismálum. Ráðið óskar eftir því að niðurstöður ásamt úrbótaáætlun verði kynnt fyrir ráðinu.
Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.
2. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál
Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt Gústaf Gústafssyni skólastjóra Patreksskóla fóru yfir stöðu mála, varðandi flutning elstu barna Arakletts yfir í Patreksskóla í haust, með nefndinni. Málið er í fullri vinnslu og unnið er að verk- og kostnaðaráætlun. Skipulag innra starfs er komið vel á veg. Búið er að ræða við iðnaðarmenn varðandi framkvæmdir.
3. Skólar Vesturbyggðar - staða ráðninga skólaárið 2019 - 2020
Farið yfir stöðu ráðninga í skólum Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2019 - 2020. Enn vantar eftirfarndi:
Patreksskóli: Vantar 3 kennara og 2 starfsmenn í leikskóladeild
Bíldudalsskóli: Vantar 2 kennara
Araklettur: Vantar 2-3 leikskólakennara
Tónlistarskólinn: Vantar 1 kennara
Til kynningar
5. Ársskýrslur skólanna
Ársskýrslur skólanna í Vesturbyggð lagðar fram til kynningar. Ráðið mælir með meiri samvinnu á milli skólanna.
6. Skólaþjónusta árskýrslur
Skýrslur sálfræðings og talmeinafræðings fyrir skólaárið 2018 - 2019 lagðar fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Guðrún Eggertsdóttir formaður boðaði forföll. Davíð Þorgils Valgeirsson varaformaður stýrði fundi í hennar stað. Birta Eik Óskarsdóttir sat fundinn sem varmaður.