Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #54

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 12. júní 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) varaformaður
  • Einar Bragi Bragason (EBB) áheyrnafulltrúi
  • Gústaf Gústafsson (GG) áheyrnafulltrúi
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Klara Berglind Hjálmsdóttir (KH) áheyrnafulltrúi
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir (NSP) embættismaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
  • Svava Gunnardóttir (SG) áheyrnafulltrúi
  • Vala Dröfn Guðmundsdóttir (VDG) áheyrnafulltrúi
Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

Guðrún Eggertsdóttir formaður boðaði forföll. Davíð Þorgils Valgeirsson varaformaður stýrði fundi í hennar stað. Birta Eik Óskarsdóttir sat fundinn sem varmaður.

Almenn erindi

1. Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar

Tölvupóstur dags. 05.06.2019 frá Jónasi Heiðari Birgissyni þar sem fram koma tilmælu þess efnis að farið verið í að skoða öryggismál í skólum Vesturbyggðar ásamt vinnuaðstöðu starfsfólks. Fræðslu og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð Vesturbyggðar að sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs verði falið að taka að sér úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar, viðhaldsþörf og öryggis- og aðgengismálum. Ráðið óskar eftir því að niðurstöður ásamt úrbótaáætlun verði kynnt fyrir ráðinu.
Geir Gestsson sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

    Málsnúmer 1906106 3

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál

    Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt Gústaf Gústafssyni skólastjóra Patreksskóla fóru yfir stöðu mála, varðandi flutning elstu barna Arakletts yfir í Patreksskóla í haust, með nefndinni. Málið er í fullri vinnslu og unnið er að verk- og kostnaðaráætlun. Skipulag innra starfs er komið vel á veg. Búið er að ræða við iðnaðarmenn varðandi framkvæmdir.

      Málsnúmer 1903179 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Skólar Vesturbyggðar - staða ráðninga skólaárið 2019 - 2020

      Farið yfir stöðu ráðninga í skólum Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2019 - 2020. Enn vantar eftirfarndi:

      Patreksskóli: Vantar 3 kennara og 2 starfsmenn í leikskóladeild
      Bíldudalsskóli: Vantar 2 kennara
      Araklettur: Vantar 2-3 leikskólakennara
      Tónlistarskólinn: Vantar 1 kennara

        Málsnúmer 1906040

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bíldudalsskóli - tímabundin ráðning skólastjóra

        Skólastjóri Bíldalsskóla verður í námsleyfi skólaárið 2019 - 2020. Ráðið mælir með því að Signý Sverrisdóttir verði ráðin sem skólastjóri skólaárið 2019-2020.

          Málsnúmer 1906110 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Ársskýrslur skólanna

          Ársskýrslur skólanna í Vesturbyggð lagðar fram til kynningar. Ráðið mælir með meiri samvinnu á milli skólanna.

            Málsnúmer 1906105

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Skólaþjónusta árskýrslur

            Skýrslur sálfræðings og talmeinafræðings fyrir skólaárið 2018 - 2019 lagðar fram til kynningar.

              Málsnúmer 1906108 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

              Fræðslu- og æskulýðsráð hefur ekki athugasemdir við aðalskipulagið að svo stöddu.

                Málsnúmer 1903024 14

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45