Hoppa yfir valmynd

Fræðslu og æskulýðsráð #55

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. ágúst 2019 og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu
  • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Nanna Sjöfn Pétursdóttir fræðslustjóri

Almenn erindi

1. Leikskóli á Patreksfirði - Húsnæðismál

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdarsviðs fór yfir stöðu framkvæmda í skólahúsnæði Vesturbyggðar.

Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að viðmið um leikrými per barn verði 3.5 fm í leikskólum Vesturbyggðar. Viðmið fari aldrei niður fyrir 3,2 fm per barn. Viðmið geti því verið breytileg á bilinu 3,2-3.5 fm.
Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til að frá og með haustinu 2020 verði stefnt að taka inn börn frá 12 mánaða aldri. Reglum um leikskóla Vesturbyggðar verði breytt og 1. gr tilgreini að lækka viðmiðuraldur úr 14 mánuðum í 12 mánuði frá og með hausti 2020. Inntaka barna frá 12 mánaða aldri er háð því að lágmarksleikrými sé á bilinu 3,2 -3.5 fm per barn og inntaka eins og áður aðeins ef húsrúm leyfir. Það verði haft til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.Jafnframt skuli við gerð fjárhagsáætlunar leitað leiða til að að bæta enn frekar starfsmannaaðstöðu og undirbúningsrými og þannig reynt að minnka álag á starfsfólk og bæta starfsumhverfi þeirra sem vinna með börnum. Samþykkt samhljóða.
Vísað til bæjarráðs við gerð fjárhagsáætlunar.

    Málsnúmer 1903179 13

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Barngildi í leikskólum Vesturbyggðar

    Leikskólastjóri Arakletts fór yfir tillögur um viðmið um barngildi per starfsmann og viðmið um leikrými fyrir leikskóla Vesturbyggðar.
    Fræðslu- og æskulýðsráð tekur undir sjónarmið leikskólastjórnenda.

    Fræðslu- og æskulýðsráð samþykkir að í leikskólum Vesturbyggðar verði viðmið um hámarksfjölda barna per starfsmann samkvæmt tillögu B höfð til hliðsjónar.Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 1908017 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Staða í starfsmannamálum skólanna

      Skólastjórar leik- og grunnskólanna fóru yfir stöðu ráðninga í byrjun nýs skólaárs.
      Patreksskóli: Vantar 2 kennara, deildarstjóra í 5 ára deild og 2 stuðningsfulltrúa.
      Bíldudalsskóli: Fullmannað.
      Tjarnarbrekka: Fullmannað og óbreytt.
      Araklettur: Fullmannað.

        Málsnúmer 1808025 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Skóladagatöl 2019-2020

        Leikskólastjórar óskuðu eftir breytingu á skóladagatali þannig að lokað verði í leikskólunum Vesturbyggðar og 5 ára deild Patreksskóla milli jóla og nýjárs þ.e. 27. og 30.desember.Samþykkt samhljóða.
        Vísað til bæjarráðs

          Málsnúmer 1903368 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Skólaþjónusta árskýrslur

          Lögð var fram til kynningar ársskýrsla frá Tröppu. Þar er farið yfir þjónustuna á síðasta skólaári og tillögur að skólaþjónustunni skólaárið 2019-2020.

            Málsnúmer 1906108 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Skólaþjónusta 2019-20

            Fræðslustjóri kynnti breytingar í skólaþjónustu skólaskrifstofunnar fyrir skólaárið 2019-2020. Þar er um að ræða aukna þjónustu frá Tröppu og einnig nýjan sálfræðing og iðjuþjálfa sem koma til starfa við skólana í Vesturbyggð.

              Málsnúmer 1904066 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10