Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #70

Fundur haldinn í fjarfundi, 29. mars 2021 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
 • Davíð Þorgils Valgeirsson (DV) aðalmaður
 • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
 • Jónas Heiðar Birgisson (JHB) formaður
 • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
 • Ragna Berglind Jónsdóttir (RBJ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
 • Páll Vilhjálmsson (PV) embættismaður
 • Signý Sverrisdóttir (SS) embættismaður
 • Sigríður Gunnarsdóttir (SG) embættismaður

Fundargerð ritaði
 • Páll Vilhjálmsson Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi

Almenn erindi

1. Leikskólinn Araklettur - breyting á skóladagatali 2020-2021

Að beiðni leikskólastjóra Arakletts var tekin fyrir breyting á skóladagatali. Breytingin felur í sér að fyrirhugaðir skipulagsdagar 21. og 23. apríl 2021 falla niður. Dagana átti að nýta í kynnisferð fyrir starfsmenn. Sökum COVID-19 heimsfaraldurs verður ekki af ferðinni í bili.

Ráðið samþykkir beiðnina og felur leikskólastjóra að auglýsa breytinguna og að útbúa og birta nýtt dagatal.

  Málsnúmer 2103019

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Bíldudalsskóli - breyting á skóladagatali

  Að beiðni skólastjóra Bíldudalsskóla var tekin fyrir breyting á birtu skóladagatali 2020-2021. Um er að ræða skipulagsdag sem var fyrir mistök settur þann 5. maí 2021 í stað 3. maí 2021 eins og í Patreksskóla. Skólastjóri óskar því eftir að breyta um dagsetningu skipulagsdagsins í 3. maí 2021.

  Ráðið samþykkir beiðnina.

   Málsnúmer 2103071

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Leikskólinn Araklettur - skóladagatal 2021-2022

   Skóladagatal leikólans Arakletts 2021-2022 lagt fyrir.

   Ráðið samþykkir dagatalið.

    Málsnúmer 2103020

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Bildudalsskóli og Tjarnarbrekka - skóladagatal 2021-2022

    Skóladagatal Bíldudalsskóla og leikskólans Tjarnarbrekku 2021-2022 lagt fyrir.

    Ráðið samþykkir dagatalið.

     Málsnúmer 2103023

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Patreksskóli - skóladagatal 2021-2022

     Skóladagatal Patreksskóla 2021-2022 lagt fyrir.

     Ráðið samþykkir dagatalið.

      Málsnúmer 2103022

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      9. Umsókn um leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

      Jónas Heiðar Birgisson formaður víkur af fundi og afhendir fundarstjórnina til Davíðs Þorgils Valgeirssonar varaformanns.

      Til umsagnar hjá ráðinu liggur umsókn Arnarlax leyfi fyrir tímabundnu húsnæði við Völuvöll.

      Lagðar fram teikningar frá Arnarlax af tímabundnu húsnæði við Völuvöll ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dagsett 10. mars 2021. Um er að ræða svarbréf Skipulagsstofnunar við erindi Vesturbyggðar þar sem óskað var eftir staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna tímabundinna úrræða fyrir starfsmannaaðstöðu við Völuvöll á Bíldudal. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 82. fundi sínum 11. mars sl. og leggur til við bæjarstjórn að farið verði eftir tilmælum Skipulagsstofnunar skv. leið b. í afgreiðslubréfinu. Farið verði með breytinguna sem óverulega í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Fyrir þurfi að liggja yfirlýsing frá hagsmunaaðilum á svæðinu um að þeir geri ekki athugasemd við staðsetningu tímbundins húsnæðis á opna svæðinu til sérstakra nota, hagsmunaðilarnir eru: Golfklúbbur Bíldudals, fræðslu- og æskulýðsráð Vesturbyggðar sem fer með málefni íþróttasvæða og landeigendur Litlu- Eyrar.

      Lagt fram mótmælabréf stjórnar Héraðssambandsins Hrafna-Flóka dagsett 22. mars 2021.

      Fræðslu- og æskulýðsráð setur sig ekki upp á móti fyrirhuguðu tímabundnu húsnæði við Völuvöll. Engin önnur áform eru um nýtingu svæðisins á leyfistímanum. Ráðið tekur hins vegar undir áhyggjur stjórnar Héraðssambandsins Hrafna-Flóka við nálægð við íþróttamannvirkið Völuvöll. Ráðið leggur áherslu á að ásýnd svæðisins, umgengni og frágangur verði til fyrirmyndar. Ráðið hefur áhyggjur af urðunarsvæði/geymslusvæði sem staðsett er við aðkomu að umræddu svæði og Völuvöll.

       Málsnúmer 2102001 8

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       10. Leikskólinn Araklettur - ráðning leikskólastjóra

       Jónas Heiðar Birgisson formaður kom aftur inn á fundinn og tók við stjórn hans.

       Arnheiður Jónsdóttir sviðstjóri Fjölskyldusviðs kom inn á fundinn undir þessum lið.

       Til umsagnar er fyrirhuguð ráðning umsækjanda í leikskólastjórastöðu á leikskólanum Arakletti. Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við bæjarstjórn að ganga frá ráðningu við umsækjanda.

        Málsnúmer 2103061 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        11. Mál nr. 188 um stjórnarskipunarlög (kosningaaldur). Ósk um umsögn

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 22. febrúar 2021, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um um stjórnarskipunarlög(kosningaaldur), 188. mál.

         Málsnúmer 2102065 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         Til kynningar

         6. Fræðsluáætlun í grunnskólum - skýrsla í kjölfar starfagreiningar

         Lokaskýrsla starfagreiningar leik- og grunnskóla Vesturbyggðar sem Ásgarður ráðgjöf vann í samstarfi við leik- og grunnskólastjórnendur kynnt fyrir ráðinu.

         Markmið verkefnisins var þarfagreining á meðal starfsfólks í leik- og grunnskólum í Vesturbyggð. Að auka persónulega færni, hæfni og fjölbreytni á fræðslu til starfsfólks. Styðja stjórnendur við að útbúa fræðsluáætlun til tveggja ára.

          Málsnúmer 2103057

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          7. Stóra upplestrarkeppnin 2021

          Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir framkvæmd og niðurstöðu Stóru Upplestrarkeppninnar 2020-2021. Keppnin hefur verið haldin síðustu 25 ár fyrir tilstilli Radda, áhugafólks um íslenskt mál. Raddir eru að draga sig út úr verkefninu og afhenda það fræðslustjórum sveitarfélaganna. Nýtt fyrirkomulag verður því að ári og í höndum Íþrótta- og tómstundafulltrúa.

          Fræðslu- og æskulýðsráð vill þakka Röddum fyrir frábær störf undanfarin 25 ár og óskar þátttakendum til hamingju.

           Málsnúmer 2009015 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           8. Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir

           Lögð fram til kynningar áskorun frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 16. mars 2021, til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir.

            Málsnúmer 2103048

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:47