Hoppa yfir valmynd

Fræðslu- og æskulýðsráð #82

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 5. desember 2022 og hófst hann kl. 11:00

Nefndarmenn
  • Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) formaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) varaformaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Silja Baldvinsdóttir (SB) aðalmaður
Starfsmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) embættismaður
  • Bergdís Þrastardóttir (BÞ) embættismaður
  • Elsa Ísfold Arnórsdóttir (EÍA) embættismaður
  • Gígja Þöll Rannveigardóttir (GÞR) áheyrnafulltrúi
  • Ingibjörg Haraldsdóttir (IH) áheyrnafulltrúi
  • Kristín Mjöll Jakobsdóttir (KMJ) embættismaður
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri

Almenn erindi

1. Foreldrafélög í grunn og leikskólum

Í lögum um leikskóla er hveðið á um samstarf foreldra og leikskóla og foreldraráð. foreldrafélög sem hafa það hlutverk að styðja við leikskólastarfið, stuðla að velferð barnanna og efla samtarf foreldra og leikskóla. Foreldrafélög í grunnskóla eru lögbundin og allir foreldrar verða sjálfkrafa félagar í þeim. Hlutverk foreldrafélaga er að stuðla að velferð nemenda skólans, efla tengsl heimilis og skóla, hvetja til virkrar þáttöku foreldra í skólastarfi og hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu. í skólunum á einnig að vera starfandi skólaráð sem er samstarfsvettvangur skólastjóraskólasamfélags um skólahald.

Erla Rún Jónsdóttir, ritari foreldrafélagsins á Bíldudal, mætti fyrir hönd foreldrafélagsins í fjarfundi og kynnti starf félagsins.

Gunnþórun Bender, gerir grein fyrir starfi foreldrafélags Patreksskóla.

Gunnþórunn fór jafnframt yfir starfsemi foreldrafélags Arakletts, samkvæmt upplýsingum frá formanni foreldrafélagsins Katrínu Vignisdóttur.

    Málsnúmer 2211073

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

    Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri, fór yfir hugmyndir um breytingar á starfi íþrótta- og tómstundafulltrúa við mannabreytingar. Miklar umræður voru um starfið og mögulegar breytingar. Auglýst verður eftir frístundafulltrúa Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepp á næstu dögum.

      Málsnúmer 2105060 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Til kynningar

      3. Starfsáætlun Tónlistaskóla 2022-2023

      Kristín Mjöll Jakobsdóttir, tónlistarskólastjóri, kynnti starfsáætlun Tónlistarskóla Vesturbyggðar fyrir skólaárið 2022-2023.

        Málsnúmer 2210034 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Samstarf skólastiga

        Ásdís Snót Guðmundsdóttir og Elsa Ísfold Arnórsdóttir gera grein fyrir samstarfi milli skólastiga í Vesturbyggð. Mikið samstarf er milli Patreksskóla og Arakletts annars vegar og Bíldudalsskóla og Tjarnabrekku hins vegar. Einnig er gott samstarf milli Patreksskóla og Bíldudalsskóla. Vonast er til að samstarf við FSN og Menntaskólann á Ísafirði muni eflast. Bergdís Þrastardóttir deildi jafnframt upplýsingum um að hafið er samstarf leikskóla í sveitarfélaginu og Tálknafirði, en leikskólarnir vinna saman að sömu skólastefnu.

          Málsnúmer 2211074

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Starfsáætlun Bílddalsskóla og Tjarnabrekku 2022 - 2023

          Í hverjum grunnskóla skal gefa út skólanámskerá og starfsáætlun samkvæmt lögum um grunnskóla. Skólstjóri er ábyrgur fyrir gerð þeirra og skal samja þær í samráði við kennara. Starfsáætlun er er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmats, starfshætti og mat á árangri. Starfsáætlun skóla skal vera í samræmi við lög og reglugerir og taka mið að skólastefnu sveitarfélagsin. Starfsáætlun á að leggja árlega fyrir fræðslu og æskulýðsráð.

          Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri Bíldudalsskóla og Tjarnabrekku, fór yfir námsskrá og starfsáætlunum Bíldudalsskóla og Tjarnabrekku fyrir skólaárið 2022-2023.

            Málsnúmer 2211005

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Starfsáætlun Arakletts 2022 - 2023

            Í hverjum leikskóla skal gefa út skólanámskrá og er leikskólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólnámsksrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá leikskóla og felur í sér uppeldis- og námsáætlun leikskóla þar sem markmið eru sett og skilgreinar leiðir og að þeim markmiðum. Skólanámskrá á að mið af sértöðu skóla og skólastefnu sveitarfélagsins.
            Bergdís Þrastardóttur, leikskólatjóri Arakletts, segir frá starfsáætlun Arakletts skólaárið 2022-2023. Ánægjulegar fréttir eru að Araklettur er nú fullmannaður í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma.

              Málsnúmer 2211075

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:15