Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #1

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, 5. september 2018 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
 • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Marteinn Þór Ásgeirsson (MÞÁ) varamaður
 • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir starfandi bæjarstjóri

Almenn mál

1. Kosning formanns og varaformanns. Hafna- og atvinnumálaráð.

Valgerður Ingvadóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Valgerður lagði til að Guðrún Anna Finnbogadóttir verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.
Guðrún Anna tók við stjórn fundarins.
Guðrún Anna lagði til að Jörundur Garðarsson verði varaformaður og Valgerður Ingvadóttir ritari. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir mánudag fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar sem eru haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar.

Samþykkt samhljóða.

  Málsnúmer 1808040

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Trúnaðaryfirlýsing bæjarfulltrúa, nefndamanna og áheyrnarfulltrúa 2018 - 2022

  Trúnaðaryfirlýsing lögð fram. Viðstaddir nefndarmenn undirrituðu yfirlýsinguna.

   Málsnúmer 1808020 6

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Erindisbréf nefnda. Hafna- og atvinnumálaráð

   Drög að erindisbréfi Hafna- og atvinnumálaráðs lagt fram til kynningar.

    Málsnúmer 1808044

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Arnarlax. Umsókn um stöðuleyfi, Strandgata 10-12, Bíldudal.

    Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40ft gámum sjávarmegin við Strandgötu 10-12 sem koma uppsettir með hreinsibúnaði fyrir frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir tvo aðra gáma neðar á sömu lóð sem ætlaðir eru sem geymsla auk 50m3 safntanks til að jafna rennslið frá slátruninni. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna auk tanks.

    Skv. umsækjenda er áætlað að byggja hús á sömu lóð sem hýsa á fyrrgreindan búnað.

    Erindið hafði áður verið tekið fyrir á 50. fundi skipulags og umhverfisráðs 20. ágúst sl. sem samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til Hafna- og atvinnumálaráðs.

    Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið en vekur athygli á að stöðuleyfi er einungis gefið út til eins árs í senn.

     Málsnúmer 1808017 2

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Umsókn um framkvæmdarleyfi, dælulögn.

     Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagna frá Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar, lagnirnar verða lagðar í kant Strandgötu og þvera götu við Strandgötu 10-12.

     Skipulags- og umhverfisráð mat framkvæmdina sem óverulega á 50. fundi ráðsins þann 20. ágúst sl. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði áfram til Hafna- og atvinnumálaráðs.

     Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið með fyrirvara um að fá skýrari upplýsingar um markmið og ávinning verkefnisins.

     Forstöðumanni tæknideildar falið að kanna með samlegðaráhrif við Vesturbyggð varðandi færslu á fráveitu.

      Málsnúmer 1808003 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Samband íslenskra sveitarfélaga - Beiðni um upplýsingar um fjármál hafna

      Þóri Sveinssyni falið að svar erindinu. Óskað er eftir því að svarið verði jafnframt sent á nefndarmenn í Hafna- og atvinnumálaráði.

       Málsnúmer 1807003

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Umhverfisstofnun - Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

       Lagt fram bréf dagss. 22. júní sl. frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á að komið er að endurskoðun áætlna hafna Vesturbyggðar um meðhöndlun og móttöku úrgangs og framleifa frá skipum, sem staðfest var af Umhverfisstofnun þann 22. mars 2017.

       Hafnarstjóra falið að vinna að endurskoðun áætlunarinnar.

        Málsnúmer 1807009 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Bláfáni 2018 umsókn, fylgiskjöl og úttekt fyrir Bíld og Patró.

        Málinu frestað til næsta fundar. Davíð Rúnar Gunnarsson hefur óskað eftir því að koma á næsta fund ráðsins og kynna Bláfánverkefnið ásamt siglingavernd.

         Málsnúmer 1801024

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Umhverfisstofnun - Rusl við Flókatóftir við Brjánslækjarhöfn

         Lagður fram tölvupóstur dagss. 20.06.2018 frá Umverfisstofnun þar sem gerð er athugasemd við rusl við Fólkatóftir og spurst fyrir um hvort flotbryggja sem sem liggur á landi sé í eigu Vesturbyggðar og hvort standi til að fjarlægja hana af svæðinu.

         Forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að lausnum við hreinsun og kanna hvað sé hægt að gera til að fjarlægja bryggjuna af núverandi stað.

          Málsnúmer 1807002 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Patrekshöfn - Bíll

          Hjörtur Sigurðarson hafnarvörður Patrekshöfn sat fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur að ekki borgar sig að gera við bíl hafnarinnar og þarf að leita að nýjum.
          Hafna- og atvinnumálaráð felur Hirti Sigurðssyni hafnarverði að kanna hvort hægt sé að selja gamla bílinn og leita jafnframt að nýjum bíl sem myndi henta starfseminni.
          Afgreiðslu máls frestað.

           Málsnúmer 1808045 2

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Önnur mál

           Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skoðað verði hvort forsendur séu til ráðningar sérstaks hafnarstjóra í sveitarfélaginu.

           Hafna- og atvinnumálaráð leggur jafnframt til að farið verði í alsherjar hreinsunarátak í sveitarfélaginu með vorinu. Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.

            Málsnúmer 1809005 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Mál til kynningar

            12. Skipulagsmál hafna í Vesturbyggð

            Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar kynnti skipulag hafna í Vesturbyggð.

             Málsnúmer 1808043

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             13. Bíldudalshöfn - uppbygging hafnarsvæðisins á Bíldudal.

             Lagðar fram tillögur og kostnaðaráætlun hafnarframkvæmda á Bíldudal unnið í maí 2018 af Vegagerðinni.
             Lagt fram til kynningar

              Málsnúmer 1712032 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              14. Hafnarsamband Íslands - Funargerð stjórnar nr. 403

              Lagt fram til kynningar 403.fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands.

               Málsnúmer 1805004

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Hafnarsamband Íslands - Fundargerð stjórnar nr. 402

               Lagt fram til kynningar 402.fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                Málsnúmer 1805006

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25