Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #4

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 14. janúar 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
 • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
 • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
 • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
 • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
 • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
 • Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar

Almenn mál

1. Byggðakvóti - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 857.fundi bæjarráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð óskar eftir skýringum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hverjar breyttar forsendur við útreikninga eru en heildarúthlutun byggðarkvóta í Vesturbyggð er 149 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem er lækkun um 47 tonn frá fyrri útreikningi frá 3.desember 2018.

Valgerður Ingvadóttir lagði fram tillögu um sérreglur um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 og leggur til að sótt verði um breytingu á 6.grein reglugerðarinnar þannig að undanþága verði veitt frá skyldu löndunar afla til vinnslu fyrir báta undir 30 brúttótonnum.
Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra með tillögum um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.

Lagðar eru til eftirfarandi sérreglur um úthlutun byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019:

a) Ákvæði b. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip.
c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

Magnús Jónsson vill bóka athugasemd um að tillagan hafi ekki fengið umfjöllun bæjarráðs áður en hún fer til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

  Málsnúmer 1810030 6

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Hafnarteigur 4. Umsókn um byggingarleyfi, matshl 05.

  Mættir til viðræðna við hafna- og atvinnumálaráð Halldór Halldórsson og Einar Sveinn Ólafsson frá Íslenska Kalkþörungafélagsins. Farið var yfir fyrirhugaðar húsbyggingar á lóð félagsins að Hafnarteig 4. Í kjölfar fundar var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn sem frestað var á síðasta fundi ráðsins þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir 1750m2 húsi.

  Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið náist samkomulag um aukið afnotasvæði til handa hafnasjóði við SV-enda eldra húss. Einnig óskar hafna- og atvinnumálaráð eftir viðræðum við Íslenska Kalkþörungafélagið um aðstöðu í SV-enda húss félagsins sem snýr að hafnarsvæði.

   Málsnúmer 1811001 3

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Geymsla fyrir líkbíl

   Erindi frá Barða Sæmunddsyni f.h. sóknarnefndar Patreksfjarðarkirkju. Í erindinu er óskað eftir plássi fyrir geymslu á líkbíl, óskað er eftir aðstöðu í Verbúðunum við Eyrargötu.

   Hafna- og atvinnumálaráð hafnar tillögunni en leggur til að bæjarráð hlutist til um að finna hentugt húsnæði fyrir bílinn.

    Málsnúmer 1812060

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Staða landtengingar, minnisblað - Hafnarsamband íslands

    Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu landtenginga frá stjórnarfundi hafnarsambandsins sem haldinn var 23. nóvember s.l.

     Málsnúmer 1812011

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Ályktun nr. 41 um öryggi í höfnum - Hafnarsamban Íslands

     Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Hafnasambands Íslands frá 41.hafnarsambandsþings um öryggi í höfnum.

      Málsnúmer 1812009

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Fundargerð nr. 408 stjórn Hafnarsamband Íslands - SÍS

      Fundargerð Hafnasambands Íslands nr. 408 lögð fram til kynningar.

       Málsnúmer 1812008

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Fundargerð HÍ 24-26 okt 2018 - Hafnarsamband Íslands

       Fundargerð Hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem haldið var dagana 24-26. okt í Reykjavík lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1812010

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Umhverfisstofnun - Áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum

        Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar vegna skila á endurskoðaðri áætlun hafnaryfirvalda um móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum.

        Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu.

         Málsnúmer 1807009 2

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Stækkun vinnsluleyfis

         Mættir til viðræðna til hafna- og atvinnumálaráð Halldór Halldórsson og Einar Sveinn Ólafsson frá íslenska Kalkþörungafélaginu. Kynnt var fyrirhuguð beiðni Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. um stækkun vinnsluleyfis í verksmiðju félagsins á Bíldudal.

          Málsnúmer 1901013

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Brjánslækjarhöfn - framkvæmdir

          Farið yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við Brjánslækjarhöfn. Lagt fram minnisblað forstöðumanns tæknideildar með tillögum um endurbætur á höfninni.

          Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að ljúka við endurnýjun á dekkjalengjum við olíubryggju, settir verði upp rafmagnstenglar við flotbryggju sem og bryggjukantur endurnýjaður við gömlu bryggjuna og lokað fyrir umferð út á trébryggjuna. Ráðið felur forstöðumanni tæknideildar að kanna með kostnað við lagfæringar á trébryggjunni.

           Málsnúmer 1901028

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:46