Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #6

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 25. mars 2019 og hófst hann kl. 16:30

Fundinn sátu
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir starfandi hafnarstjóri

Gísli Ægir Ágústsson boðaði forföll.
Magnús Jónsson vék af fundi klukkan 17:05

Almenn mál

1. Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

Lagt fram bréf Rauða kross Vestur-Barðastrandasýslu dags. 27. febrúar 2019 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum. Í bréfinu er farið yfir verkefnið sem ætlað er að efla félagslíf, samkennd, samvinnu og vellíðan þeirra sem ekki eru á vinnumarkaði einhverra hluta vegna. Rauði krossinn hefur útvegað sjálfboðaliða til að sinna verkefninu og vonaðist til að sveitarfélagið útvegaði húsnæði undir verkefnið endurgjaldslaust líkt og gert hefur verið annarsstaðar. Óskað er eftir því að Vesturbyggð sjái verkefninu fyrir húsnæði endurgjaldslaust í 1-2 ár og eftir þann tíma verði metið hvernig tekist hafi til með verkefnið. Rými það sem hafna- og atvinnumálaráð lagði til að nýtast mætti undir verkefnið í Verbúðinni á Patreksfirði á síðasta fundi ráðsins, hentar að mati Rauða krossins vel fyrir verkefnið.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að leigja Rauða Krossinum bilið til notkunar endurgjaldslaust í 1 ár og felur hafnarstjóra að ganga frá leigusamningi um rýmið.

    Málsnúmer 1903131 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Löndunarkrani - staðsetning á nýjum krana

    Hafnarstjóri fór yfir áætlanir vegna staðsetningar löndunarkrana en á síðasta fundi ráðsins var óskað eftir nánari upplýsingum um staðsetningu hans og metið hvort hann ætti að vera staðsettur á Brjánslækjarhöfn. Hafnarstjóri fór yfir ástand löndunarkrana á Patreksfjarðarhöfn og viðhald, áætlaðan kostnað við flutning, uppsetningu og tengingu á nýjum krana. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinganna og með tilliti til kostnaðar við flutning, uppsetningu og tengingu var ákveðið að nýr löndunarkrani skyldi staðsettur á Brjánslækjarhöfn. Uppsetning kranans fer fram um leið og veður leyfir á sama stað og núverand eldri löndunarkrani er staðsettur.

      Málsnúmer 1903218

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Þjónustukönnun meðal notenda hafna Vesturbyggðar

      Lagður fram tölvupóstur Halldórs Árnasonar dags. 11. mars 2019 þar sem vakin er athygli hafna- og atvinnumálaráðs á könnun meðal notanda Faxaflóahafna. Að mati bréfaritara væri sambærileg könnun fyrir hafnir Vesturbyggðar gagnleg. Þá kæmu fram hugmyndir frá notendum hafnanna og hvar er þörf á úrbótum.

      Hafna- og atvinnumálaráð þakkar bréfritara fyrir að vekja athygli á málinu og felur hafnarstjóra að leggja spurningar fyrir notendur hafna í Vesturbyggð.

        Málsnúmer 1903319

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bláfáni 2019

        Tekið fyrir minnisblað dags. í mars 2019 um úrbætur vegan Bláfána við Bíldudalshöfn og Patreksfjarðarhöfn. Í minnisblaðinu er farið yfir þær athugasemdir sem gerðar voru í maí 2018 skv. eftirlitsskýrslu Landverndar.

        Við Patreksfjarðarhöfn þarf að ljúka við teikningu af svæðinu og lagfæra kantsteina, þökur og snyrta umhverfið. Grafa þarf úrgangsolíutank við hliðina á skýli fyrir ruslakör og einnig þarf að fjarlægja einkabryggju og ræða við eigendur bryggjunar um stólpa. Við Bíldudalshöfn þarf að finna varanlegan stað fyrir spilliefni og leggja vatn niður að flotbryggju. Fylgja eftir banni við bílaþvotti á bryggjunum og undirbúa aðstöðu fyrir bílaþvott í sveitarfélaginu.

        Hafnarstjóra falið að fylgja málinu eftir og koma í framkvæmd.

          Málsnúmer 1903182 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Vettvangsferð hafna- og atvinnumálaráðs

          Formaður lagði til að hafna- og atvinnumálaráð færi í vettvangsferð um Bíludalshöfn, Patreksfjarðarhöfn og Brjánslækjarhöfn laugardaginn 30. mars nk. Formaður stillir upp dagskrá vegna ferðarinnar og sendir til nefndarmanna.

            Málsnúmer 1903122 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldssjóðs, 710. mál - Atvinnuveganefnd Alþingis

            Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis dags. 22. mars 2019 um umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að allur sá hluti gjaldsins sem áætlað er að fari í fiskeldissjóð renni beint til þeirra sveitarfélaga þar sem tekjurnar verða til.

              Málsnúmer 1903391 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Mál til kynningar

              7. Starfsskilyrði sauðfjárræktar - samkomulag um breytingu á búvörusamningi

              Lagt fram til kynningar.

                Málsnúmer 1903387 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Umsögn um frumvarp um fiskeldi, 647. mál. - Avinnuveganefnd Alþingis

                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1903373 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Flutningskerfið á Vestfjörðum - greining á afhendingaöryggi

                  Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 1903386 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Fundargerð stjórnar nr. 410 - Hafnarsamband Íslands

                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1903289

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:31