Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #7

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. apríl 2019 og hófst hann kl. 10:00

Fundinn sátu
  • Gísli Ægir Ágústsson (GÆÁ) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Rebekka Hilmarsdóttir starfandi hafnarstjóri

Almenn mál

1. Vettvangsferð hafna- og atvinnumálaráðs

Formaður fór yfir vettvangsferð ráðsins um Bíludalshöfn, Patrekshöfn og Brjánslækjarhöfn laugardaginn 30. mars 2019.

    Málsnúmer 1903122 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Skipun hafnarstjóra

    Lögð var fram tillaga um að Elfar Steinn Karlsson yrði skipaður hafnarstjóri fyrir hafnir Vesturbyggðar skv. 4. gr. hafnarreglugerðar fyrir hafnir Vesturbyggðar frá og með 1. maí nk.

    Tillagan er samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 1904039

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Framleiðsluaukning á Bíldudal - fyrirspurn um matsskyldu

      Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðrar framleiðsluaukningar Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.

      Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 9. apríl 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal skuli háð mati á umhverfisáhrifum laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum, dagsett í apríl 2019, unnin af Verkís hf.

      Í dag hefur Íslenska Kalkþörungafélagið heimild til að framleiða allt að 85.000 tonn en óskað er nú eftir heimild til að auka framleiðslu kalks í 120.000 tonn, sem er u.þ.b. sú framleiðsla sem þarf til að fullnýta það magn af kalkþörungaseti sem Orkustofnun hefur heimilað að nýtt verði í Arnarfirði.

      Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemdir við það hve stuttur umsagnarfrestur er gefinn og felur bæjarstjóra að óska eftir framlengdum fresti á umsögn sveitarfélagsins. Ráðið felur bæjarstjóra og forstöðumanni tæknideildar að gera drög að umsögn.

        Málsnúmer 1904035 6

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Ábending frá Halldóri Árnasyni

        Lagður fyrir tölvupóstur Halldórs Árnasonar um ábendingar vegna bókunar á fundi ráðsins 25. mars 2019 vegna Patrekshafnar.

        Hafna- og atvinnumálaráð þakkar bréfritara fyrir ábendingarnar.

          Málsnúmer 1904006

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

          Erindi frá Odda hf. dags. 2. apríl 2019. Í erindinu er sótt um byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar á húsnæði til vinnslu sjávarafla. Áætlað er að reisa 600 m2 límtrés- eða stálgrindarhús á reitnum.

          Skipulags- og umhverfisráð samþykkti umsóknina fyrir sitt leyti á fundi ráðsins 15. apríl 2019. Hafnar- og atvinnumálaráð samþykkir umsóknina og felur hafnarstjóra að ganga frá lóðaleigusamningi við bréfritara um lóðina.

            Málsnúmer 1904017 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Mál til kynningar

            6. Ársreikningur 2018 Hafnarsamband Íslands

            Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnarsambands Íslands fyrir árið 2018.

              Málsnúmer 1904005

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Frumvarp um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál. - Atvinnuveganefnd

              Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. apríl 2019 frá Atvinnuveganefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma, 766. mál.

                Málsnúmer 1904032 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fundargerð nr. 411. stjórnar Hafnasamband Íslands

                Fundargerð 411. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1904023

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:22