Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #20

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. júní 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Bíldudalshöfn. Umsókn um dælulagnir í jörðu.

Erindi frá Arctic Protein hf, dags. 12. júní. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja tvær 200mm dælulagnir í jörðu frá Strandgötu 1, Bíldudal í gegnum hafnarsvæði niður á hafnarkant Bíldudalshafnar. Lagnirnar eru ætlaðar til að flytja meltu frá hafnarkanti að meltutönkum er standa við Strandgötu 10-12. Erindinu fylgir yfirlitsmynd ásamt sniði í skurð.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið. Frágangur yfirborðs skal klárast samhliða verkinu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Brjánslækjarhöfn, upplýsingaskilti.

Erindi frá Breiðafjarðanefnd, dags. 15. júní. Í erindinu er óskað eftir tillögu frá hafna- og atvinnumálaráði um nýja staðsetningu fyrir upplýsingaskilti sem staðið hefur á hafnarsvæðinu við Brjánslækjarhöfn á vegum Breiðafjarðarnefndar. Á skiltinu er að finna upplýsingar um verndarsvæði Breiðafjarðar, sem verndað er með sérstökum lögum nr. 54/1995. Skiltið varð fyrir skemmdum í fyrra en búið er að lagfæra skiltið og fyrirhugað að setja það upp á ný.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skiltið verði staðsett nokkrum metrum utar en síðasta skilti.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Patrekshöfn - básabryggja

Farið yfir málefni básabryggju við Patrekshöfn.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að finna annað viðlegupláss innan hafnar fyrir stærri báta er hafa legið yst á básabryggjunni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Umræður um atvinnumál.

Formaður hafna- og atvinnumálaráðs fór yfir atvinnumál í sveitarfélaginu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

5. Upplýsingagjöf Hafnarstjóra

Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdir sumarsins.

Hafnarstjóri upplýsti að erfiðlega hafi gengið að innheimta aflagjöld á árinu 2020. Vanskil vegna ógreiddra aflagjalda á fyrsta ársfjórðungi 2020 nema samtals 49 milljónum króna. Hafnarstjóra falið að skoða framkvæmdir ársins m.t.t. afkomu hafnasjóðs.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Aflúsun á Tjaldanesi í Arnarfirði

Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax dags. 4. júní 2020. Í tilkynningunni er kynnt að dagana 9-12. júní muni Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun nota AlphaMax aflúsunarefni á eldisstöð sinni við Tjaldanes í Arnarfirði.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019, kynning

Lagður fram til kynningar, ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2019.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Nr. 423 og 424 fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands

Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá 423. og 424. fundum stjórnar Hafnarsambands Íslands.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00