Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. júní 2020 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Bíldudalshöfn. Umsókn um dælulagnir í jörðu.
Erindi frá Arctic Protein hf, dags. 12. júní. Í erindinu er sótt um leyfi til að leggja tvær 200mm dælulagnir í jörðu frá Strandgötu 1, Bíldudal í gegnum hafnarsvæði niður á hafnarkant Bíldudalshafnar. Lagnirnar eru ætlaðar til að flytja meltu frá hafnarkanti að meltutönkum er standa við Strandgötu 10-12. Erindinu fylgir yfirlitsmynd ásamt sniði í skurð.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið. Frágangur yfirborðs skal klárast samhliða verkinu.
2. Brjánslækjarhöfn, upplýsingaskilti.
Erindi frá Breiðafjarðanefnd, dags. 15. júní. Í erindinu er óskað eftir tillögu frá hafna- og atvinnumálaráði um nýja staðsetningu fyrir upplýsingaskilti sem staðið hefur á hafnarsvæðinu við Brjánslækjarhöfn á vegum Breiðafjarðarnefndar. Á skiltinu er að finna upplýsingar um verndarsvæði Breiðafjarðar, sem verndað er með sérstökum lögum nr. 54/1995. Skiltið varð fyrir skemmdum í fyrra en búið er að lagfæra skiltið og fyrirhugað að setja það upp á ný.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skiltið verði staðsett nokkrum metrum utar en síðasta skilti.
3. Patrekshöfn - básabryggja
Farið yfir málefni básabryggju við Patrekshöfn.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að finna annað viðlegupláss innan hafnar fyrir stærri báta er hafa legið yst á básabryggjunni.
Mál til kynningar
5. Upplýsingagjöf Hafnarstjóra
Hafnarstjóri fór yfir framkvæmdir sumarsins.
Hafnarstjóri upplýsti að erfiðlega hafi gengið að innheimta aflagjöld á árinu 2020. Vanskil vegna ógreiddra aflagjalda á fyrsta ársfjórðungi 2020 nema samtals 49 milljónum króna. Hafnarstjóra falið að skoða framkvæmdir ársins m.t.t. afkomu hafnasjóðs.
6. Aflúsun á Tjaldanesi í Arnarfirði
Lögð fram til kynningar tilkynning Arnarlax dags. 4. júní 2020. Í tilkynningunni er kynnt að dagana 9-12. júní muni Arnarlax í samvinnu við Matvælastofnun nota AlphaMax aflúsunarefni á eldisstöð sinni við Tjaldanes í Arnarfirði.
7. Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2019, kynning
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00