Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #25

Fundur haldinn í fjarfundi, 11. nóvember 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Verbúð - framtíðarmöguleikar.

Einar Óskar Sigurðsson kom inn á fundinn og kynnti hugmyndir að framtíðarmöguleikum Verbúðarinnar við Patrekshöfn.

    Málsnúmer 2011023

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Ósk um umsagnarbeiðni vegna breytingar á starfsleyfi Arnarlax í Patreksfirði og Tálknafirði

    Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 30. október 2020 þar sem óskað er umsagnar Vesturbyggðar, hvort og á hvaða forsendum breyting á skilyrðum í starfsleyfi Arnarlax í Patreksfirði og Tálknafirði, skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Breyting á starfsleyfi felur í sér að heimilt verði að notast við eldisnætur með ásætuvörn sem inniheldur koparoxíð. Vesturbyggð fékk frest til 18. nóvember nk. til að skila umsögn um málið.

    Bæjarráð Vesturbyggðar tók umsagnarbeiðnina fyrir á 908. fundi sínum og bókaði eftirfarandi:

    Bæjarstjóra falið að skila umsögn um breytinguna í samræmi við umræður á fundinum og með hliðsjón af umsögn sveitarfélagsins til umhverfisstofnunar dags. 17. júlí 2020 vegna sambærilegrar breytingar á starfsleyfi Arctic Sea Farm hf. og að undangenginni umfjöllun í hafna- og atvinnumálaráði.

    Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að skila umsögn ráðsins til bæjarstjóra.

    Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.

      Málsnúmer 2011002 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Bíldudalur, Grjótgarður og útrás. Útboð.

      Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 6. nóvember 2020. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalshöfn: Grjótgarður og útrás. Tilboð í verkið voru opnuð 3. nóvember s.l, eftirfarandi tilboð bárust:

      Allt í járnum ehf: 110.390.700.- kr
      JG Vélar ehf: 141.681.000.- kr
      Lás ehf: 122.009.200.- kr

      Áætlaður verktakakostnaður var 105.099.000.- kr

      Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Allt í járnum ehf.

        Málsnúmer 2011021

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bíldudalur, Grjótgarður og útrás. Framkvæmdaleyfi.

        Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 9. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar. Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir grjótgarði, breytingum á fráveitu og fyllingu innan fyrirstöðugarðs austan við núverandi höfn á Bíldudal.

        Helstu tölur eru eftirfarandi:

        Fylling undir grjótgarð um 15.000m3.
        Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 15.500m3.
        Lagning 180m fráveitu-útrásar
        Akstur fyllingarefnis í lón innan við fyrirstöðugarð um 40.000m3

        Framkvæmdin er í samræmi við gildandi deiliskipulag hafnarsvæðis á Bíldudal.
        Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 á grundvelli gildandi deiliskipulags fyrir svæðið.

          Málsnúmer 2011024 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Hafnarsambandsþing 27.11.2020, rafrænt

          Lagt fram fundarboð á Hafnarsambandsþing sem haldið verður rafrænt 27. nóvember 2020.
          Fulltrúar Hafna Vesturbyggðar verða formaður hafna- og atvinnumálaráðs og hafnarstjóri.

            Málsnúmer 2011020

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

            Hafnarstjóri fór yfir hafnarsvæði á þéttbýlisuppdráttum af Bíldudal og Patreksfirði sem nú eru í forkynningu.

            Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að gert verði ráð fyrir auknu viðleguplássi fyrir báta sem og nýrri staðsetningu fyrir flotbryggju á þéttbýlisuppdrætti Bíldudals. Þá þarf að skilgreina betur nýjan stórskipakant við Patrekshöfn á þéttbýlisuppdrætti Patreksfjarðar.

              Málsnúmer 2002127 17

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61 2003.

              Lögð fram drög að frumvarpi til laga um breytingu á hafnalögum nr. 61/2003.

              Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að fram séu komin drög að frumvarpi til breytinga á hafnalögum nr. 61/2003, breytingar er snúa að gjaldtöku vegna eldisfisks en sveitarfélagið hefur lengi kallað eftir skýrara regluverki í tengslum við gjaldtöku vegna eldisfisks. Þá eru í frumvarpinu breytingar er snúa að rafrænni vöktun í höfnum, og innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir.

              Hafnarstjóra falið að skila inn umsögn vegna breytinga á frumvarpinu í samræmi við umræður á fundinum.

                Málsnúmer 2011026 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Mál til kynningar

                8. Yfirlýsing smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

                Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jónu Fanneyjar Svavarsdóttur dags. 3. nóvember 2020, um yfirlýsingu baráttuhóps smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu.

                  Málsnúmer 2011006 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Fundargerð nr. 427 stjórnar Hafnarsambands Íslands

                  Lögð fram til kynningar fundargerð frá 427. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

                  Hafnarstjóra falið að skoða breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla sem hefur verið til kynningar í samráðsgátt.

                    Málsnúmer 2010069

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35