Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #31

Fundur haldinn í fjarfundi, 18. maí 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) varamaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Almenn mál

1. Umsókn um lóð á Bíldudalshöfn.

Á 30. fundi hafna- og atvinnumálaráðs var hafnarstjóra falið að kanna með líklegan stað á hafnarsvæðinu undir framtíðarstaðsetningu fyrir móttökuhús fyrir fisk og kynna fyrir ráðinu.

Hafnarstjóri fór yfir staðsetningar á hafnarsvæðinu þar sem mögulegt væri að koma fyrir móttökuhúsi fyrir fisk.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins.

    Málsnúmer 2104004 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Bláfáni 2021

    Lagt fram til kynningar bréf frá Vottunarstofunni Tún ehf, dags. 3. maí. Í erindinu er tilkynnt um að alþjóðleg vottunarnefnd Bláfánans hefur ákveðið að veita Bíldudals- og Patrekshöfn vottun skv. kröfum Bláfánans tímabilið 2021-2022.

    Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjálfbærri sjávarferðamennsku (t.d. hvalaskoðunarbátum) fyrir árangursríkt starf í umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún.

    Patrekshöfn hefur flaggað bláfánanum frá 2013 og Bíldudalshöfn frá 2014.

    Hafna- og atvinnumálaráð fagnar þessari viðurkenningu.

      Málsnúmer 2101010

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fyrirspurn, viðbygging við Strandgötu 1, Bíldudal.

      Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 83. fundi skipulags- og umvherfisráðs. Fyrirspurn frá Arnarlax ehf. dags. 8. apríl. Í erindinu er óskað eftir afstöðu skipulags- og umhverfisráðs til viðbyggingar við Strandgötu 1, Bíldudal. Hugmyndin er að stækka verkstæði við Strandgötu 1 um 57 m2 til suðvesturs. Byggingin yrði 5m á breidd og tæpir 11,5m á lengd. Stækkunin er fyrir utan byggingarreit og lóð Strandgötu 1.

      Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og tekur jákvætt í erindið. Óska þarf eftir stækkun á lóð Strandgötu 1 sem viðbyggingunni nemur. Grenndarkynna þarf framkvæmdina þar sem stækkunin er utan byggingarreits.

        Málsnúmer 2104007 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Verbúð, Patrekshöfn - sala á eign.

        Verbúðin við Patrekshöfn var auglýst til sölu frá 14. apríl til 14. maí 2021, Dixon fasteignasala sá um auglýsingu og móttöku tilboða.

        Tvö tilboð bárust í eignina:

        Einar Óskar Sigurðsson gerði tilboð f.h. óstofnaðs hlutafélags að upphæð 21.000.000.- kr með skilmálum og fyrirvörum sem settir eru fram í 8. liðum.

        Halla Guðrún Jónsdóttir og Patrekur Smári Þrastarson gerðu tilboð að upphæð 20.100.000.- kr. með tilboði er óskað eftir tímabundnum afslætti af fasteignagjöldum.

        Báðum tilboðum fylgdi viljayfirlýsing um samstarf beggja bjóðenda þar sem kom fram að hugmyndir beggja aðila eigi góða samleið og að báðir aðilar stæðu sterkari sem sameiginlegt teymi sem ynni saman að uppbyggingu í húsinu.

        Hafna- og atvinnumálaráð hafnar báðum tilboðum en leggur til við bæjarráð að tekið verið upp samtal við báða bjóðendur um samstarf um eignarhald og rekstur í verbúðinni og þeim kynnt gagntilboð.

          Málsnúmer 2102030 7

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Mál til kynningar

          5. Kynning á drögum að landáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar 2021-2031 - ósk um umsögn

          Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 84. fundi skipulags- og umhverfisráðs. Lagt fram til kynningar erindi frá Skógræktinni, dags. 7. maí 2021. Í erindinu er óskað eftir umsögn um drög að landsáætlun í skógrækt 2021-2031 og um drög að umhverfismati áætlunarinnar. Landsáætlun í skógrækt fjallar um málaflokkinn skógrækt, sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Skógræktin er sú ríkisstofnun sem fæst við málaflokkinn. Heildstæð stefna á þeim forsendum sem hér gilda hefur ekki áður verið unnin. Lokaafurð er heildarstefna í skógrækt á Íslandi til næstu 10 ára.

            Málsnúmer 2105013 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerðir til kynningar

            6. Fundargerð 434 fundar stjórnar Hafnasambands Íslands

            Lögð fram til kynningar fundargerð frá 434. fundi stjórnar Hafnarsambands Íslands.

              Málsnúmer 2105016

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:34