Fundur haldinn í fjarfundi, 13. apríl 2022 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varamaður
- Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf í Arnarfirði auglýst
Valdimar B. Ottósson vék af fundi.
Lagður fram tölvupóstur Umhverfisstofnunar dags. 6. apríl 2022 þar sem vakin er athygli á tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði sem nú er í auglýsingu. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Arnarfirði, breyting felur í sér stækkun og breytingu svæða sem eldið hefur verið á. Athugasemdafrestur er til 5. maí 2022.
Hafna- og atvinnumálaráð gerir ekki athugasemd við breytingu starfsleyfisins.
Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
2. Bíldudalshöfn. Lenging Kalkþörungabryggju og endurbygging hafskipakants.
Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 11. apríl 2022. Í erindinu eru tilkynntar niðurstöður útboðsins: Bíldudalur Steypt þekja.
Tilboð í verkið voru opnuð 5. apríl s.l, eftirfarandi tilboð bárust.
Geirnaglinn ehf: 104.471.000.- kr
Stapafell ehf: 87.042.600.- kr
Áætlaður verktakakostnaður var 71.580.400.- kr
Vegagerðin leggur til að hafna öllum tilboðum og ganga til samninga við lægstbjóðenda, Stapafell ehf.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að hafna öllum tilboðum og ganga til samninga við lægstbjóðenda, Stapafell ehf.
3. Brjánslækjarhöfn, niðurrif á trébryggju.
Hafnasjóður Vesturbyggðar setti í verðkönnun verkið "Brjánslækjarhöfn - Niðurrif trébryggju". Frestur til að skila inn verðum í verkið var til og með 11. apríl s.l. Tveir aðilar skiluðu inn verðum í verkið:
Búaðstoð ehf, Bolungarvík: 4.400.000.- kr m/vsk
Flakkarinn ehf, Brjánslæk: 5.242.116.- kr m/vsk
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tilboð lægstbjóðenda, Búaðstoð ehf.
4. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag
Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Brjánslækjar, Brjánlækjarhafnar og Flókatófta. Tillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2022. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.
Fyrir liggja umsagnir frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Fiskistofu, Orkubúi Vestfjarða, Breiðafjarðarnefnd, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða. Ekki hefur borist umsögn frá Minjastofnun þrátt fyrir ítrekun.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 94. fundi sínum að tillagan yrði samþykkt.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar brugðist hefur verið við þeim umsögnum sem borist hafa og þegar umsögn hefur borist frá Minjastofnun.
5. Deiliskipulag Hafnarsvæðis á Bíldudal
Tekin fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagi hafnarsvæðis á Bíldudal. Breytingin felst í því að skilgreindar eru 6 nýjar lóðir en einnig breytingu á stærð tveggja lóða, Strandgötu 10-12 og Hafnarteigs 4.
Skipulags- og umhverfisráð bókað um málið á 94. fundi sínum að aðlaga þyrfti nýtingarhlutfall á Strandgötu 10-12 og Hafnarteig 4A til samræmis við nýjar lóðir á fyllingunni. Þá samþykkti Skipulags- og umhverfisráð ekki lið 4 í fylgiskjali með skipulagi og lagði til að orðalag verði á þann hátt að efnisval nýrra bygginga á fyllingu verði samræmt innan svæðis eins og kostur er.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillögur skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 3. mgr. 40. gr og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. Breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði
Settar fram tvær tillögur að útfærslu lóða fyrir athafnastarfsemi vegna breytingar á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Um er að ræða svæði sem skilgreint er sem AT2 í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.
Skipulags- og umhverfisráð bókaði eftirfarandi um málið á 94. fundi sínum:
"Varðandi skilmála fyrir lóðirnar þá skulu mænis- og þakhæðir taka mið af húsunum í kring.
Skipulags-og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 með breyttu fyrirkomulagi á tveimur minnstu lóðunum þar sem þær eru sameinaðar í eina. Þá leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafna- og atvinnumálaráð að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gera þarf samhliða breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða Urðir-Mýrar vegna breyttra skipulagsmarka."
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir tillöguna m.v. athugasemdir skipulags- og umhverfisráðs og leggur til við bæjarstjórn að heimiluð verði breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis Patreksfjarðar samkvæmt tillögu 2 og að hún verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Mál til kynningar
7. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða
Lögð fram til kynningar skýrsla Skipulagsstofnunar um samantekt á samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum dags. apríl 2022.
Skipulagsstofnun vinnur að gerð strandsvæðisskipulags fyrir Vestfirði í umboði svæðisráðs sem skipað er samkvæmt lögum nr. 88/2018 um skipulag haf- og strandsvæða. Um gerð skipulagsins gilda lög um skipulag haf og strandsvæða og reglugerð nr. 330/2020 um gerð strandsvæðisskipulags. Strandsvæðisskipulagið er unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök, auk þess sem almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefst tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum. Skipaður hefur verið samráðshópur um gerð strandsvæðisskipulags Vestfjarða sem í sitja fulltrúar ferðamálasamtaka, Samtaka atvinnulífsins, útivistarsamtaka og umhverfisverndarsamtaka. Nálgast má upplýsingar um ferlið við gerð skipulagsins á vefsíðunni www.hafskipulag.is og þar má jafnframt koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við vinnuna.
Skipulagið fer í auglýsingu snemmsumars og eru íbúar, hagsmunaaðilar og aðrir hvattir til að kynna sér skipulagið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10