Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 8. mars 2023 og hófst hann kl. 18:00
Nefndarmenn
- Einar Helgason (EH) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
- Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Strandgata 14A,C,D. umsókn um lóð og sameiningu.
Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Arnarlax, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um lóðirnar að Strandgötu 14A, 14C og 14D á Bíldudal, þá er einnig sótt um að sameina lóðirnar við Strandgötu 10-12 sem fyrirtækið hefur á leigu. Sótt er um lóðirnar til byggingar á geymslu og starfsmannaaðstöðu fyrir eldissvæðin, fóðurgeymslu og aðra tengda starfsemi.
Lóðirnar eru allar skipulagðar sem iðnaðar- og athafnalóðir, stærðir eru eftirfarandi:
Strandgata 14A:885m2
Strandgata 14C:969m2
Strandgata 14D:1593m2
Sameinuð lóð yrði 7.073 m2.
Skipulags- og umhverfisráð tók jákvætt í erindið og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að samþykkt verði að úthluta Strandgötu 14A og 14D til félagsins.
Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að ræða við Arnarlax um útfærslu húss og framtíðarskipulag um notkun lóðar.
Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
2. Arnarlax við Patrekshöfn, umsókn um samþykki byggingaráforma.
Valdimar B. Ottósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 104. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Erindi frá Gunnlaugi B. Jónssyni f.h. Arnarlax ehf, dags. 1. mars 2023. Í erindinu er sótt um samþykki byggingaráforma fyrir breytingu á "Við Patrekshöfn", L140238. Áformað er að innrétta skrifstofur á þakhæð með tilheyrandi kvistum og útitröppum. Á neðri hæð verða innréttaðar 2 aðstöður fyrir sjódeildir en að öðru leyti verður hæðin nýtt fyrir fóðurgeymslu og geymslu. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af teiknistofu Ginga, dags. 28. febrúar 2023.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin.
Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
Mál til kynningar
4. Áhrif orkuskipta á hafnarsvæði, skýrsla
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:13