Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. október 2023 og hófst hann kl. 16:00
Nefndarmenn
- Einar Helgason (EH) aðalmaður
- Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
- Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
- Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði
- Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri
Almenn mál
1. Verbúðin - útleiga.
Hafnarstjóri upplýsti um þær breytingar sem eru á nýtingu Verbúðarinnar við Patrekshöfn. Skriða bókaútgáfa hefur nú leigt hluta af neðstu hæð hússins fyrir prentsmiðju, þann part sem var undir „Karlar í skúrum“. Þau tæki sem fylgdu „Körlum í skúrum“ voru færð í rýmið við hliðina á og verið er að skoða leiðir til að halda verkefninu „Karlar í skúrum“ áfram, en upphaflega var það verkefni á vegum Rauða Krossins. Þá er stefnt að því að útbúa votrými fyrir rannsóknir samhliða rekstri Vatneyrarbúðar sem einnig yrði staðsett á 1. hæðinni.Bæjarstjóri Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið.
Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að meira líf sé að bætast við húsnæðið, en leggur áherslu á að öflug menningarstarfsemi verði til staðar í því húsnæði sem hefur verið leigt undir veitinga- og menningarrekstur frá árinu 2018. Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna áfram að þeim verkefnum sem rædd voru á fundinum.
2. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúðarlóðum við Þórsgötu neðan við Mýrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.
Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 110. fundi sínum þann 11.október að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skilyrt verði í skipulaginu að húsin verði öll á tveimur hæðum og stöllun á milli húsa eðlileg.
Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjóri Vesturbyggðar vék af fundi.
3. Til samráðs - Breytingar á lögum um skipulag haf- pg strandsvæða nr. 88-2018
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 3. október sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018.
Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að senda inn umsögn í takt við umræður á fundinum.
Fundargerðir til kynningar
5. Fundargerð samstarfsfundur Hafnasambands Íslands og Fiskistofu
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Tryggvi Baldur Bjarnason var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.