Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #53

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. október 2023 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Einar Helgason (EH) aðalmaður
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) formaður
  • Jónína Helga Sigurðard. Berg (JB) aðalmaður
  • Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) aðalmaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Tryggvi Baldur Bjarnason var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn mál

1. Verbúðin - útleiga.

Hafnarstjóri upplýsti um þær breytingar sem eru á nýtingu Verbúðarinnar við Patrekshöfn. Skriða bókaútgáfa hefur nú leigt hluta af neðstu hæð hússins fyrir prentsmiðju, þann part sem var undir „Karlar í skúrum“. Þau tæki sem fylgdu „Körlum í skúrum“ voru færð í rýmið við hliðina á og verið er að skoða leiðir til að halda verkefninu „Karlar í skúrum“ áfram, en upphaflega var það verkefni á vegum Rauða Krossins. Þá er stefnt að því að útbúa votrými fyrir rannsóknir samhliða rekstri Vatneyrarbúðar sem einnig yrði staðsett á 1. hæðinni.Bæjarstjóri Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir þessum lið.

Hafna- og atvinnumálaráð fagnar því að meira líf sé að bætast við húsnæðið, en leggur áherslu á að öflug menningarstarfsemi verði til staðar í því húsnæði sem hefur verið leigt undir veitinga- og menningarrekstur frá árinu 2018. Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að vinna áfram að þeim verkefnum sem rædd voru á fundinum.

    Málsnúmer 2001008 4

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Deiliskipulagsbreyting - deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði

    Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði. Tillagan felur í sér skilgreiningu á fjórum íbúðarlóðum við Þórsgötu neðan við Mýrar á svæði sem skilgreint er sem ÍB1 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035.

    Skipulags- og umhverfisráð lagði til á 110. fundi sínum þann 11.október að í skilmálum verði texta breytt á þá leið að einnig verði heimilt að byggja einbýlishús á lóðunum.

    Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að skilyrt verði í skipulaginu að húsin verði öll á tveimur hæðum og stöllun á milli húsa eðlileg.

    Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bæjarstjóri Vesturbyggðar vék af fundi.

      Málsnúmer 2304027 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Til samráðs - Breytingar á lögum um skipulag haf- pg strandsvæða nr. 88-2018

      Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Innviðaráðuneytinu dags. 3. október sl. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða nr. 88-2018.

      Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að senda inn umsögn í takt við umræður á fundinum.

        Málsnúmer 2310005 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

        Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá hafnasjóðs Vesturbyggðar fyrir 2024.

          Málsnúmer 2306021 11

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Fundargerðir til kynningar

          5. Fundargerð samstarfsfundur Hafnasambands Íslands og Fiskistofu

          Lagt fram til kynningar yfirlit yfir samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og fiskistofu.

            Málsnúmer 2310015

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnassambands Íslands

            Lögð fram fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands til kynningar.

              Málsnúmer 2309074

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45