Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. mars 2017 og hófst hann kl. 10:00
Fundargerð ritaði
- Friðbjörg Matthíasdóttir hafnarstjóri
Almenn erindi
1. Umsókn um stöðuleyfi fyrir tjaldhús
Umsókn frá Arnarlax vegna stöðuleyfis fyrir tjaldhús á Hafnarteig 1, máli frestað á 147. fundi hafnarstjórnar. Hafnarstjórn hafnar erindinu.
8. Arnarlax beiðni um að Strandgata 1-2 verði merkt lokað vinnsvæði.
9. Arnarlax beini um leyfi fyrir staðsetningu "biðkvía" á Bíldudal samkvæmt meðfylgjandi teikningum
Umsókn frá Arnarlax um leyfi fyrir staðsetningu "biðkvía" á Bíldudal. Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti, með fyrirvara um frekari hönnun á lagnaleið og um að biðkvíarnar víki þegar til framkvæmda kemur vegna fyrirhugaðrar landfyllingar á svæðinu. Skilyrt er að biðkvíarnar verði vel merktar og auðkenndar með lýsingu og AIS, vegna umferðar skipa á svæðinu.
10. Eimskip varðar "þybbur" á Brjánslækjarhöfn ítrekun á áður send bréf.
Erindi frá Eimskip varðandi beiðni um að setja "þybbur" utan á bryggjukantinn á Brjánslækjarhöfn. Byrjað er að undirbúa verkefnið og beðið er eftir hönnunargögnum og kostnaðaráætlun frá Vegagerðinni.
11. Skeljungur umsókn um leyfi fyrir eldsneytistank neðanjarðar Bíldudal
Umsókn frá Skeljungi um leyfi fyrir eldsneytistank neðanjarðar á Bíldudal. Hafnarstjórn samþykkir erindið en óskar eftir því að staðsetning tanksins verði ákveðinn í samráði við hafnaryfirvöld Vesturbyggðar.
12. Skeljungur umsókn um disel afgreiðslustöð við höfninf Patreksfirði
Umsókn frá Skeljungi undir disel afgreiðslustöð við höfnina á Patreksfirði. Hafnarstjórn óskar eftir nánari útfærslu á hugmyndum félagsins um stærð þess svæðis sem sótt er um, þar sem svæðið sem afmarkað er í umsókninni er mun stærra heldur en núverandi aðstaða.
13. Skeljungur umsókn um lóð fyrir afgreiðslustöð eldsneytis Bíldudal
Umsókn frá Skeljungi undir lóð fyrir afgreiðslustöð eldsneytis við hafnarsvæðið á Bíldudal. Hafnarstjórn hafnar erindinu, þar sem umbeðið svæði ber ekki starfsemi sem þessa. Hafnarstjórn bendir fyrirtækinu á að skoða frekari staðsetningar.
14. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu
15. Vatnskrókur 17. Umsókn um lóð.
Hafnarstjórn samþykkir að útbúin verði lóð fyrir Vatnskrók 17 og vísar erindinu áfram til forstöðumanns tæknideildar.
16. Notkun á bílastæði við íþróttavöllinn á Vatneyri.
Erindi frá Gunnþórunni Bender f.h. Westfjords Adventures. Í erindinu er sótt um leyfi til nýtingar á bílastæðum við íþróttavöllinn á Vatneyri, bílastæði gegnt Þórsgötu 6. Erindinu er vísað frá skipulags- og umhverfisráði. Sótt er um leyfi til að nýta 10 stæði við völlinn. Bílarnir verði fjarlægðir þegar stærri viðburðir standa yfir.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti útleigu á allt að 10 bílastæðum til Westfjords Adventures til eins árs gegn gjaldi. Leigutaki verði þó að gera sér grein fyrir að stæðin standa við íþróttasvæði og að boltar og fleira geti skapað hættu og tjón fyrir bíla sem standa á stæðinu.
Sem framtíðarstæði fyrir bílastæði undir bílaleiguna bendir hafnarstjórn á svæði aftan við Rauða-Kross húsið.
17. ÍsKalk varðar áætlun komu skemmtiferðaskipa til Bíldudalshafnar
Kynnt áætlun um viðkomu skemmtiferðaskipsins Callisto til Bíldudalshafnar sumarið 2017. Rætt um komur skemmtiferðaskipa til Bíldudalshafnar og málefni Íslenska Kalkþörungafélgsins. Einar Sveinn Ólafsson framkvæmdastjóri Íslenska Kalkþörungafélagsins sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til kynningar
5. Fiskistofa tilkynning um endunýjun vigtarleyfis Fiskmarkaðar Patreksfjarðar
6. Umhverfisstofnun - áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.
Lagðar fram til kynningar áætlanir um móttöku og meðhöndlun úrgangs í Patreks-, Bíldudals-, og Brjánslækjarhöfn. Áætlanirnar hafa verið sendar til Umhverfisstofnunar til staðfestingar.
7. Hafnarsambandið verkefni og framlag til framkvæmda á höfnum 2017
Samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2017 er ekki gert ráð fyrir að ríkisframlag fáist í verkefni á samgönguáætlun sem átti að ráðast í, lenging stórskipaþils í Bíldudalshöfn. Hafnarstjórn mótmælir harðlega þeim litlu fjármunum sem til ráðstöfunar eru í verkefnum til hafna í fjárlögum 2017.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:30