Hoppa yfir valmynd

Hafnarstjórn #152

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. maí 2017 og hófst hann kl. 10:00

    Fundargerð ritaði
    • Friðbjörg Matthíasdóttir Hafnarstjóri

    Almenn erindi

    1. Hafnarsvæði Bíldudal. Breyting á aðkomu/umferð.

    Lagðar fram til kynningar tvær hugmyndir að breyttri aðkomu að Bíldudalshöfn. Verið er að skoða möguleikann á því að loka fyrir umferð niður Hafnarbraut við húsnæði OV, þá yrði gerð ný aðkoma að höfninni við núverandi bílastæði fyrir smábátahöfnina.

    Hafnarstjórn tekur jákvætt í hugmyndirnar og leggur áherslu á að reynt verði að fara með aðkomuna inn á höfnina sem næst húsinu að Hafnarbraut 2 og ennfremur að hugað verði að bílastæðamálum á svæðinu.

      Málsnúmer 1705044 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. ÍsKalk. Umsókn um sameiningu lóða, Strandgata 2 og Hafnarteigur 4.

      Tekið fyrir erindi Einar Sveins Ólafssonar fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins dagsett 12.5. 2017 þar sem óskað er eftir því að lóðir félagsins að Strandgötu 2 og Hafnarteig 4 verði sameinaðar og skipulagi þeirra breitt.

      Hafnarstjórn samþykkir að farið verði í sameiningu lóðanna, gegn því að höfnin fái meira athafnasvæði við Bíldudalshöfn.

      Byggingarhlutfall á Strandgötu 2, skv. gildandi skipulagi er 0,49 sem heimilar byggingu að stærð allt að 735fm. Hafnarstjórn leggur áherslu á að með sameiningu lóðanna muni ný bygging ekki verða stærri en 1100 fm eða 50x22 m, miðað við að hún sé áföst núverandi húsi félagsins og byggð á nýjum lóðarmörkum.

        Málsnúmer 1705054 5

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Strandgata 2, samþykki fyrir girðingu.

        Tekið fyrir erindi Einars Sveins Ólafssonar fyrir hönd Íslenska Kalkþörungafélagsins þar sem óskað er eftir því fá að girða lóð félagsins við Strandgötu 2.

        Hafnarstjórn heimilar girðingu lóðar við Strandgötu 2, með vísan í bókun við 2. lið dagskrár, þar sem miðað verði lóðarmörk sameinaðrar lóðar.

          Málsnúmer 1612026 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Hagvon umsókn um byggingar- og athafnalóð við Eyragötu

          Tekið fyrir að nýju umsókn Hagvonar um byggingar- og athafnalóð við Eyrargötu. Breyting á byggingarreit innan lóðar var grenndarkynnt með athugasemdarfresti til 12. maí 2017. Tvær athugasemdir bárust í einum tölvupósti dagsett 12. maí 2017 þar sem gerðar eru athugasemdir við breytinguna í nokkrum liðum.

          Vegna athugasemda sem borist hafa við auglýsta grenndarkynningu, þá hafnar hafnarstjórn færslu hússins innan lóðar og úthlutar lóðinni án athafnalóðar, með vísan í afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs frá 34. fundi, 15. maí:

          "Á grundvelli afgerandi athugasemda sem borist hafa við auglýsta grenndarkynningu þá getur skipulags- og umhverfisráð ekki heimilað færslu á byggingareit eins og óskað var eftir. Ennfremur í ljósi athugasemda sem bárust við grenndarkynninguna og að formleg úthlutun lóðar hafi ekki enn farið fram leggur skipulags- og umhverfisráð til við hafnarstjórn að úthlutun lóðar verði breytt og að eingöngu verði úthlutuð lóð undir iðnaðarhúsið sjálft, ekki athafnalóð umhverfis húsið."

            Málsnúmer 1606007 9

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Vatnskrókur 8. Umsókn um lóð/lóðarleigusamning.

            Umsókn um lóð í Vatnskróki 8. Landnr. 140582. Fastanr. 212-4180
            Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðar í Vatnskróki 8.

              Málsnúmer 1705039

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Vatnskrókur 15. Umsókn um lóð/lóðarleigusamning.

              Umsókn um lóð í Vatnskróki 15. Landnr. 140260. Fastanr. 212-4187
              Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðar í Vatnskróki 15.

                Málsnúmer 1705040

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Vatnskrókur 16. Umsókn um lóð/lóðarleigusamning.

                Umsókn um lóð í Vatnskróki 16. Landnr. 140260. Fastanr. 212-4188
                Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðar í Vatnskróki 16.

                  Málsnúmer 1705042

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Vatnskrókur 18. Umsókn um lóð/lóðarleigusamning.

                  Umsókn um lóð í Vatnskróki 18 Landnr. 140260. Fastanr. 212-4190
                  Hafnarstjórn samþykkir úthlutun lóðar í Vatnskróki 18.

                    Málsnúmer 1705041

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    9. Hafnarsambandið - samráðsfundur Fiskistofu og Hafnarsambandsins.

                    Lagt fram til kynningar.

                      Málsnúmer 1705012

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Hafnarsambandið ársreikningar til kynningar

                      Lagt fram til kynningar.

                        Málsnúmer 1705021

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. M/V Delia tekur niðri í Patrekshöfn 28.04.17

                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1705031

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Hafnarsambandið fundargerð stjórnar nr.394

                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1705020

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:25