Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #739

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. ágúst 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Árni Traustason byggingarfulltrúi Vesturbyggðar kom inn á fundinn undir 6. lið.

    Almenn erindi

    1. Framkvæmdir 2015

    Rætt um stöðu framkvæmda sumarið 2015.

      Málsnúmer 1501037 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. R3 ráðgjöf ehf. - stjórnsýslubreytingar

      Lagðar fram og ræddar tvær skýrslur frá R3 ráðgjöf ehf um stjórnsýslubreytingar í þjónustumiðstöðvum, höfnum og slökkviliði Vesturbyggðar. Frestað til næsta fundar.

        Málsnúmer 1504008 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Gámaþjónusta Vestfjarða ehf - sorphreinsun

        Lagður fram tölvupóstur dags. 22. júlí sl. frá Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. varðandi áður framlagðs þróunarsamnings um sorphirðu í Vesturbyggð.
        Bæjarráð óskar eftir frekari upplýsingum um kostnað.

          Málsnúmer 1504001 6

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Húsnæðismál.

          Rætt um húsnæðismál. Frestað til næsta fundar.

            Málsnúmer 1501061 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fjárhagsáætlun 2015 - viðaukar.

            Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2015, viðauki 3, vegna 13,0 millj.kr. viðbótarframlags til snjómokstur vegna slæms tíðarfars liðins vetrar.
            Bæjarráð samþykkir viðaukann og heimilar lántöku til að mæta viðbótarframlaginu.

              Málsnúmer 1506004 5

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Aðalstræti 69 - umsókn um styrk

              Mætt til viðræðna við bæjarráð Rebekka Hilmarsdóttir og Örn H. Jónsson eigendur Aðalstræti 69, Patreksfirði, "Gamla spítalanum". Árni Traustason sat fundinn undir þessum lið.
              Bæjarráð samþykkir að fella niður fasteignagjöld á Aðalstræti 69 næstu 3 ár skv. reglum Vesturbyggðar um styrki til endurbygginga á gömlum húsum.

                Málsnúmer 1507018 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Rekstur og fjárhagsstaða 2015.

                Lögð fram rekstrarskýrsla fyrir fyrstu sex mánuði ársins janúar-júní.
                Lagt fram til kynningar. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.

                  Málsnúmer 1504051 8

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Fjárhagsáætlun 2016

                  Lagt fram drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlun 2016.
                  Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli með breytingum.

                    Málsnúmer 1507059 13

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Umsóknir um foreldragreiðslur 2015

                    Lagðar fram umsóknir um foreldragreiðslur 2015 og athugasemdir foreldra um reglur Vesturbyggðar.
                    Reglur Vesturbyggðar eru í samræmi við reglur annarra sveitarfélaga sem bjóða upp á foreldragreiðslur. Bæjarskoðun felur bæjarstjóra að fara yfir reglurnar fyrir næsta fund í samræmi við umræður á fundinum fyrir næsta fund.

                      Málsnúmer 1507054 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00