Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #873

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. júlí 2019 og hófst hann kl. 09:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Rekstur og fjárhagsstaða 2019.

Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu rekstrar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Mötuneyti - Patreksskóli og Araklettur - útboð

Lögð fyrir drög að útboði á þjónustu við mötuneyti Patreksskóla og Arakletts. Boðið verður út til þriggja ára með mögulegri framlengingu til eins árs, mest tvisvar sinnum.
Auglýsing verður birt á heimsíðu Vesturbyggðar miðvikudaginn 3. júlí nk. Frestur til að skila inn tilboðum er til 12. júlí nk.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Lás ehf. Reikningar vegna gatnagerðar, Járnhóll.

Lagt fyrir erindi frá Lás ehf. dags. 18. júní 2019 þar sem fram koma mótmæli við bréfi dags. 13. júní sl. frá Vesturbyggð þar sem vísað var til innsendra reikninga frá Lás ehf. vegna veglagningar.
Bæjarráð óskar eftir því að forsvarsmenn Lás ehf. komi á fund bæjarráðs.
Afgreiðslu máls frestað.

Málsnúmer6

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


4. Öryggi og vinnuaðstaða í skólum Vesturbyggðar

Tölvupóstur dags. 05.06.2019 frá Jónasi Heiðari Birgissyni þar sem fram koma tilmælu þess efnis að farið verið í að skoða öryggismál í skólum Vesturbyggðar ásamt vinnuaðstöðu starfsfólks. Fræðslu og æskulýðsráð hafði áður tekið erindið fyrir á fundi sínum 12 .júní sl. þar sem lagt var til við bæjarráð Vesturbyggðar að sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs yrði falið að taka að sér úttekt á skólahúsnæði Vesturbyggðar, viðhaldsþörf og öryggis- og aðgengismálum. Ráðið óskaði jafnframt eftir því að niðurstöður ásamt úrbótaáætlun verði kynnt fyrir ráðinu.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmda að gera heildstæða úttekt á skólahúsnæði í Vesturbyggð þar sem farið verður yfir viðhaldsþörf ásamt öryggis- og aðgengismálum. Bæjarráð óskar eftir því að fyrir liggi gróf mynd við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

Lagt fyrir minnisblað dags. 28. júní sl. unnið af Rebekku Hilmarsdóttur bæjarstjóra Vesturbyggðar þar sem farið er yfir stöðu við vinnu við ofanflóðavarnir á Patreksfirði - Mýrargarð og Urðargarð.

Fyrirhugaður er kynning fimmtudaginn 4. júlí þar sem fulltrúar Eflu, Ofanflóðasjóðs og Landmótunar munu funda með bæjarstjórn og í kjölfarið kynna framkvæmdina á íbúafundi sem fram fer í félagsheimili Patreksfjarðar klukkan 18:00 sama dag.

Málsnúmer4

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


6. Bíldudalsskóli - tímabundin ráðning skólastjóra

Skólastjóri Bíldalsskóla verður í námsleyfi skólaárið 2019 - 2020. Fræðslu- og æskulýðsmál mælir með því að Signý Sverrisdóttir verði ráðin sem skólastjóri skólaárið 2019-2020.
Bæjarráð Vesturbyggðar staðfestir ráðninguna.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


7. Aðalskipulag Reykhólahrepps, ósk um umsögn og athugasemdum vegna breytingatillögu

Lagt fyrir erindi dags. 20. júní sl. frá Reykhólahreppi þar sem athygli er vakin á því að auglýst hefur verið breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna breytingar á veglínu Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi við Þorskafjörð. Sveitarfélagið óskar eftir umsögnum og athugasemdum vegna breytingatillögunnar og er athgasemdafrestur til sunnudagsins 25. ágúst nk.
Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að breytingin hafi verið auglýst og gerir ekki athugasemdir við hana.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að málið hljóti hraða og farsæla afgreiðslu í ljósi þess að um afar brýna samgöngubót er að ræða fyrir íbúa og fyrirtæki á Vestfjörðum.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


8. Fataskiptimarkaður, fatasóun - Alda Hrannard og Edda Kristín Eiríksdóttir

Lagt fyrir erindi dags. 18. júni 2019 frá Öldu Hrannardóttur og Eddu Kristínu Eiríksdóttur þar sem þær óska eftir stuðningi sveitarfélagsins í formi gjaldfrjálsar leigu á félagsheimili Patreksfjarðar annars vegar einn dag í september 2019 og annan laugardag í febrúar 2020, þar sem til stendur að halda fataskiptimarkað sem hluta af árvekniátaki um fatasóun.
Bæjarráð hafnar erindinu um gjaldfrjálsa leigu á félagsheimili Patreksfjarðar en felur bæjarstjóra að finna hentugt húsnæði í eigu sveitarfélagsins sem hægt væri að nýta fyrir viðburðina.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


9. Umsöng um rekstarleyfi Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreks- og Tálknafirði

Lögð fyrri beiðni um umsögn vegna aukinnar framleiðsou Fjarðalax og Arctic Sea Farm á laxi í Patreks- og Tálknafirði. Óskað er eftir því að umsögnin verði send Matvælastofnun fyrir 10. júlí nk.

Bæjarstjóra falið að vinna umsögn og senda Matvælastofnun innan tilskilins frests.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


10. Reglur um dagforeldra í Vesturbyggð

Lagðar fram reglur um dagforeldra á Barðaströnd. Í reglunum sem eru sérreglur gagnvart almennum reglum um dagforeldra í Vesturbyggð er kveðið á um þjónustu dagforeldra á Barðaströnd. Samkvæmt reglunum mun Vesturbyggð veita dagforeldri stuðning í formi húsnæðis til dagvistunar barna og einnig styrk til að öðlast réttindi sem dagforeldri. Með reglunum er það von bæjarstjórnar Vesturbyggðar að unnt verði að auka þjónustu við barnafjölskyldur á Barðaströnd strax næsta haust.
Reglurnar voru teknar fyrir á fundi bæjarstjórnar 19. júní sl. þar sem þeim var vísað aftur til bæjarráðs til frekari umfjöllunar. Gerð hefur verið breyting á reglunum til samræmis við það sem kom fram á fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir reglurnar.

Sviðsstjóra fjölskyldusviðs er falið að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagins og í kjölfarið auglýsa eftir dagforeldrum á Barðaströnd.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


11. Franska Kaffihúsið á Rauðasandi, rekstrarleyfi

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 14. júní 2019 frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Bæjarbúsins ehf. um leyfi til að reka veitingastað í flokki II í Franska Kaffihúsinu á Rauðasandi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi veitingarstaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


12. Húsnæði í eigu sveitarfélags og-eða ríkis - Vestfjarðastofa

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 21. maí sl. frá Vestfjarðastofu þar sem óskað er eftir ábendingum um húsnæði í eigu sveitarfélagsins eða ríksisins á svæðinu sem gæti hentað fyrir störf á staðsetningar. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu falið að senda uppfærðan lista á Vestfjarðastofu.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Til kynningar

13. Samstarfs- og þjónusamningur við BsVest um málefni fatlaðs fólks

Lagður fyrir til kynningar samstarssamningur aðildarfélags Byggðarsamlags Vestfjaða um álefni fastlas fólks ásamt þjónustusamningi.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


14. Rammasamningur um Almenna matvöru

Lagður fyrir til kynningar töluvpóstur dags. 19. júní sl. frá ríkiskaupum þar sem athygli er vakin á nýjum rammasamningi um matvöru sem tekið hefur gildi.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


15. Fjöruhreinsun á Rauðasandi ár 2019

Lagður fyrir til kynningar tölvupóstur dags. 19. júní sl. frá Umhverfisstofun þar sem athygli er vakin á fjöruhreinsun á Rauðasandi sem fram fer 6. júlí nk.

Bæjarráð hvetur íbúa og aðra áhugasama til að taka þátt í hreinsuninni.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


16. Fasteignamat 2020

Lagt fyrir til kynningar fasteignamat 2020.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


17. Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykihlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Lagt fyrir til kynningar bréf ódags. í júní 2019 frá Skógræktinni þar sem athygli er vakin á bindingu kolefnis og uppbygginu skógarauðlindar á íslandi til framtíðar, landsáætlun og landshlutaáætlununum í skógrækt.

Málsnúmer

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


18. Leikskólamál. Bréf frá foreldrum á Barðaströnd

Lagt fyrir til kynningar bréf frá foreldrum barna á leikskólaaldri á Barðaströnd þar sem óskað er eftir formlegu svari með rökstuðningi frá bæjarstjórn Vesturbyggðar um afgreiðslu erindis sem tekið var fyrir á fundi bæjarráðs 21. mai sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfriturum á grundvelli umræðna á fundinum.

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50