Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #340

Fundur haldinn í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 16. október 2019 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Esther Gunnarsdóttir (EG) varamaður
  • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
  • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) varamaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Fundargerð ritaði
  • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 340. fundar miðvikudaginn 16. október 2019 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Friðbjörg Matthíasdóttir er fjarverandi en í hennar stað situr fundinn Esther Gunnarsdóttir, Jón Árnason er fjarverandi í hans stað situr fundinn Jörundur Garðarsson.
Forseti bæjarstjórnar Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.

Almenn erindi

1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir

Kosið í öldrunaráð skv. samþykktum um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014, með síðari breytingu. Nefndin fer með málefni aldraðra skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með önnur málefni skv. erindisbréfi sem henni er sett. Aðalmenn: Karólína Guðrún Jónsdóttir, Jörundur Garðarsson, María Úlfarsdóttir Til vara: Eiður Thoroddssen, Sigríður Bjarnadóttir og Jón Árnason.

Samþykkt með sex atkvæðum. Jörundur Garðarsson situr hjá við atkvæðagreiðslu.

    Málsnúmer 1905023 7

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Yfirlýsing um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

    Bæjarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorunum samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.

    Bæjarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

    Á sínum vettvangi mun bæjarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar Vesturbyggðar munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvanginum.

    Samþykkt samhljóða

      Málsnúmer 1910027

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fjárhagsáætlun 2019 - Viðaukar

      Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2019 sem lagður var fyrir á 880. fund bæjarráðs. Um er að ræða rekstrarkostnað við Patrekshöfn að fjárhæð 1.500.000 vegna viðhalds á krana, dekkjunar við trébryggju ofl. Viðhald á Bíldudalshöfn 1.500.000 vegna færslu á kalkgirðingu ofl. og Brjánslæknarhöfn 500.000 vegna vinnu við landtenginu smábáta ofl. Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé þar sem tekjur af lestargjöldum og bryggjugjöldum vegna komu skemmtiferðaskipa hafa reynst hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur ekki áhrif á rekstrarniðurstöðu A og B hluta.

      Bæjarstjórn samþykkir viðaukann samhljóða.

        Málsnúmer 1903392 13

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýrar

        Tekið fyrir afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dagsett 25. janúar 2019, ásamt umsögn Minjastofnunar dagsett 2. október 2019. Fyrir liggja leiðrétt skipulagsgögn þar sem búið er taka tillit til bréfs Skipulagsstofnunar og umsögn Minjastofnunar. Dregist hefur að taka afgreiðslubréfið fyrir þar sem ljúka þurfti viðbótarfornleifaskráningu og húsaskráningu skv. kröfu Minjastofnunar.
        Skipulags- og umhverfisráð beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið verði samþykkt og að það verði afgreitt skv. 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

        Til máls tóku: Forseti, MJ og ÁS,

        Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á skipulagsgögnum með fimm atkvæðum. Magnús Jónsson og Ásgeir Sveinsson sátu hjá við atkvæðagreiðslu og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu þess í samræmi við 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010

          Málsnúmer 1910059 4

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Ofanflóðavarnir - Patreksfjörður - Urðargata, Hólar og Mýrar.

          Tilboð í ofanflóðavarnir á Patreksfirði áður tekið fyrir á 880 fundi bæjarráðs Vesturbyggðar.
          Lægsta tilboð í verkið átti Suðurverk, tilboðið er 1.311.684.930 en kostnaðraáætlun hljóðaði uppá 1.209.954.500.
          Bæjarráð lagði til að tilboði Suðurverks yrði tekið.

          Til máls tóku: Forseti og RH.

          Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir bókun bæjarráðs.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1903141 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Umsókn um lóð undir eldsneytisafgreiðslu - Bíldudal.

            Erindi frá Festi dagsett 17.9.2019. Í erindinu er sótt um lóð undir eldsneytisafgreiðslu á svæði neðan við iðnaðarsvæði I3 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
            Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fundin verði lóð fyrir Festi hf. á iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól undir eldsneytisafgreiðslu og jafnframt að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem iðnaðarsvæði verði stækkað að Bíldudalsvegi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði einnig farið í breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Er það í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir í endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 sem og við áður auglýsta tillögu að deiliskipulagi.

            Bæjarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisráðs um að fundin verði lóð við iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól. Bæjarstjórn vekur athygli á að ekki standi til að leggja veg að lóðinni að svo stöddu. Bæjarstjórn heimilar einnig að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir sama svæði. Kostnaður verði greiddur af lóðarumsækjanda.

              Málsnúmer 1909059 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              7. Bæjarráð - 880


              8. Bæjarráð - 881

              Lögð er fram til kynningar fundargerð 881. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. október 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

              Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1910001F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              9. Bæjarráð - 882

              Lögð er fram til kynningar fundargerð 882. fundar bæjarráðs sem haldinn var 10. október 2019. Fundargerðin er í 1 lið.

              Til máls tóku: Forseti og ÁS.

              Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1910002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              10. Menningar- og ferðamálaráð - 6

              Lögð er fram til kynningar fundargerð 6. fundar menningar- og ferðamálaráðs sem haldinn var 8. október 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.

              Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1907004F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              11. Fræðslu og æskulýðsráð - 56

              Lögð er fram til kynningar fundargerð 56. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs sem haldinn var 9. október 2019. Fundargerðin er í 6 liðum.

              Lagt fram til kynningar.

              Málsnúmer 1909004F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              12. Skipulags og umhverfisráð - 64


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:23