Hoppa yfir valmynd

Hafna- og atvinnumálaráð #16

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í Ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. febrúar 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Guðrún A. Finnbogadóttir (GAF) aðalmaður
  • Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
  • Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
  • Valgerður Ingvadóttir (VI) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) hafnarstjóri

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri

Guðrún Anna Finnbogadóttir var viðstödd fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Almenn mál

1. Seatrade 2020, Malaga.

Seatrade Med ráðstefnan verður haldin í Malaga 16-17. september í haust.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að senda 1 fulltrúa á ráðstefnuna í ár.

    Málsnúmer 2001028

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Efnahgasþrónun á norðurslóðum - starfshópur Utanríkisráðherra

    Lagt fram til kynningar bréf frá starfshópi, dags. 31. janúar 2020 sem utanríkisráðherra hefur skipað um efnahagsþróun á norðurslóðum en hópnum er ætlað að greina þann efnahagsuppgang sem fyrirséð að muni eiga sér stað á norðurslóðum á komandi árum. Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 890. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 2002016 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Hafnasjóður - framkvæmdir 2020

      Hafnarstjóri fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu 2020.

        Málsnúmer 2002097

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Bíldudalshöfn. Umsókn um stöðuleyfi og breytt fyrirkomulag

        Erindi frá hafnasjóði Vesturbyggðar, dags. 14. febrúar 2020 . Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir vogarhús á Bíldudalshöfn ofan við trébryggju, jafnframt er sótt um leyfi til að flytja löndunarkrana sem og hafnarvog að trébryggju. Aðgerðir þessar eru hugsaðar til að létta álagi af hafnarsvæði meðan á hafnarframkvæmdum stendur. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugað fyrirkomulag.

        Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis í 12 mánuði sem og breytt fyrirkomulag.

          Málsnúmer 2002090

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, reglugerð 884-2017

          Erindi frá Umhverfisstofnun, dags. 14. janúar 2020. Í erindinu óskar Umhverfisstofnun eftir upplýsingum um alla þá bryggju-, húsa-, neyslu- og lausageyma undir eldsneyti/olíu á vegum hafnasjóðs Vesturbyggðar.

          Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að svara erindinu.

            Málsnúmer 2001032

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Verbúðin - útleiga.

            Hafnastjóri fór yfir stöðu leigumála í Verbúðinni.

            Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

              Málsnúmer 2001008 4

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

              Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Á 14. fundi ráðsins var samþykkt að úthluta Arctic Protein ehf. lóð undir einn tank við hafnarsvæðið á Patreksfirði. Nú er tekin fyrir breytt umsókn þar sem sótt um að setja upp þrjá tanka með möguleika á að bæta þeim fjórða við síðar. Tankarnir verða notaðir undir meltu sem er unnin úr fiski og fiskúrgangi.
              Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stækkun lóðar fyrir sitt leyti til norð-austurs, stækkun lóðarinnar má þó ekki hafa hamlandi áhrif á aðra starfsemi og beinir því til bæjarstjórnar að málið verði samþykkt með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði, en skilgreina þarf nýja lóð undir mannvirkin.

                Málsnúmer 1911070 5

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

                Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arnarlax hf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Í erindinu er sótt um breytingu á áður samþykktum byggingaárformum við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Óskað er eftir leyfi til að bæta við fjórða tankinum á lóðina.
                Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti og beinir því til bæjarstjórnar að málið verði samþykkt með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi Bíldudalshafnar, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall.

                  Málsnúmer 1907095 8

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fundargerðir til kynningar

                  9. Nr. 419 Fundudargerð stjórnar og nr. 20 Siglingaráð - Hafnarsambands Íslands

                  Lögð fram til kynningar fundargerð nr. 419 frá stjórn Hafnarsambands Íslands og fundargerð 20. fundar siglingaráðs.

                    Málsnúmer 2001042

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00