Hoppa yfir valmynd

Sala eigna 2020

Málsnúmer 2007025

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. júlí 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 8. júlí 2020 um stöðu á auglýsingu og sölu eigna í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020.

Í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarstjórnar Vesturbyggðar 2020 og í samræmi við 5. mgr. 55. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykkir bæjarráð samhljóða að bæjarstjóra sé heimilt að undirrita skjöl varðandi sölu eftirtalinna eigna í eigu Vesturbyggðar:

- Stekkar 13, Patreksfirði fyrir 9 millj. kr.
- Aðalstræti 105, Patreksfirði fyrir 9 millj. kr.
- Sæbakka 4, Bíldudal (íbúð 01-02) fyrir 11,1 millj. kr.
- Lönguhlíð 18, Bíldudal fyrir 700.000 kr.
7. september 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og framkvæmdasviðs vegna sölu eigna í eigu Vesturbyggðar. Samtals eru 12 eignir seldar eða í söluferli. Í minnisblaðinu er mælt með því að Urðargata 23 á Pateksfirði verði tekin úr sölu.

Bæjarráð Vesturbyggðar óskar eftir því við sviðsstjóra umhverfis og framkvæmdasviðs að lögð verði fyrir áætlun um kostnað við viðgerðir á húsnæðinu. Unnin verði viðauki sem lagður verði fyrir bæjarráð.
30. september 2020 – Bæjarráð

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn fór yfir minnisblöð er varða sölu eigna. Áfram verður unnið að sölu eigna í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020.