Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #905

Fundur haldinn í fjarfundi, 30. september 2020 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Staða íþróttamannvirkja í Vesturbyggð

Margrét Brynjólfsdóttir, formaður stjórnar Héraðssambands Hrafna-Flóka og íþrótta- og tómstundafulltrúi komu inn á fundinn til að ræða um eflingu aðstöðu og íþróttamannvirkja í Vesturbyggð.

  Málsnúmer 2009024

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Minnisblað vegna slökkvibíls á Bíldudal

  Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir kostnað vegna viðhalds við slökkvibifreið á Bíldudal sem og kynnti útskiptiáætlun fyrir slökkvibíla sveitarfélagsins.

   Málsnúmer 2006097 2

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Styrkur vegna varmadælu

   Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn fór yfir styrkúthlutun Orkusjóðs til uppsetningar á varmadælum en sjóðurinn veitti Vesturbyggð styrk að fjárhæð 4.750.00 kr. Þá var lagt fram minnisblað sviðsstjóra þar sem þess er óskað að viðauki verði gerður við fjárhagsáætlun 2020 til að fara í frekari uppsetningu á varmadælum í eignum sveitarfélagsins.
   Bæjarráð vísar málinu til gerðar viðauka.

    Málsnúmer 2006059

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Sala eigna 2020

    Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn fór yfir minnisblöð er varða sölu eigna. Áfram verður unnið að sölu eigna í samræmi við fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2020.

     Málsnúmer 2007025 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Fjárhagsáætlun 2020 - viðaukar

     Lagður fyrir viðauki 5. við fjárhagsáætlun ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. Viðgerð á þaki við Baldurshaga á Bíldudal. Vantar uppá viðhaldsfé 800.000,- Á móti er tekin út fjárfesting við sparkvöll á Bíldudal 1.500.000 þar sem ekki verður unnt að fara í það verkefni á þessu ári. Handbært fé í A og B hluta hækkar um 700.000,- Rekstrarniðurstaða lækkar um 800.000,- í A og B hluta.
     Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Málsnúmer 2005022 7

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Leiksvæði á Björgunum

      Lagt fram erindi frá Gunnþórunn Bender f.h. íbúa á Björgunum á Patreksfirði. Í erindinu er óskað eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útbúa leiksvæði í götunni enda hafi fjöldi barna aukist mikið undanfarin ár. Þá sé langt fyrir börn að ganga á næsta leiksvæði. Í erindinu er lagt til að leiksvæðið verði á lóð fyrir ofan Aðalstræti 118.

      Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingafulltrúa að vinna að nánari tillögu ásamt fulltrúum íbúa á Björgum og vísar málinu til skipulags- og umhverfisráðs.

       Málsnúmer 2009088 4

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Traustur kjarni félagasamtök

       Lagt fram erindi Freymars Gauta Marinóssonar f.h. Trausts Kjarna, félagasamtaka, dags. 23. september 2020. Í erindinu er óskað eftir aðstoð sveitarfélagsins við að taka út húsnæði félagsins á Tálknafirði og óskað eftir viljayfirlýsingu Vesturbyggðar um samstarf.

       Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar fyrir erindið og lýst vel á fyrirhugaða starfsemi sem félagasamtökin hyggjast byggja upp á Tálknafirði. Að svo stöddu mun Vesturbyggð ekki geta veitt aðstoð við úttekt á húsnæði félagsins á Tálknafirði. Þá tekur sveitarfélagið jákvætt í að skoða frekara samstarf á síðari stigum þegar starfsemi félagasamtakanna er hafin. Bæjarráð óskar bréfritara góðs gengis með verkefnið.

        Málsnúmer 2007012 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        8. Persónuverndarstefna Vesturbyggðar

        Lögð fram drög að innri persónuverndarstefnu Vesturbyggðar, persónuverndaryfirlýsingu og upplýsingaörygisstefnu sem er hluti af innleiðingu persónuverndarlöggjafarinnar hjá Vesturbyggð.

        Bæjarráð samþykkir skjölin og vísar þeim til staðfestingar hjá bæjarstjórn.

         Málsnúmer 2009087 2

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Fjárhagsáætlun 2021 - 2024

         Lagðar fram ábendingar íbúa sem bárust í gegnum Betra Ísland, vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021-2024.

         Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar íbúum fyrir góðar ábendingar og vísar þeim til vinnslu fjárhagsáætlunar 2021-2024.

          Málsnúmer 2005091 14

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Ósk um styrk vegna sögugerð samvinnufélags í Rauðasandshreppi

          Lagt fram erindi Sigurjóns Bjarnasonar f.h. Snotru ehf. dags. 14. september 2020 þar sem óskað er eftir 50.000 kr. styrk til útgáfu bókar um sögu Sláturfélagsins Örlygs sem starfað á árinum 1931-1983.

          Bæjarráð fagnar framtakinu og vísar erindinu til menninga- og ferðamálaráðs til afgreiðslu.

           Málsnúmer 2009051

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Listasmiðjur með listamönnum úr heimabyggð, ósk um kynningu

           Birna Friðbjört S. Hannesdóttir, skólastjóra Tálknafjarðarskóla kom inn á fundinn til að ræða erindi sitt um verkefnið Listasmiðjur með listamönnum í heimabyggð sem fékk nýverið veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði.
           Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

            Málsnúmer 2006017 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Frístundabyggð undir Taglinu beiðni um úthlutun lóða

            Lögð fram drög að samningi um land í eigu Vesturbyggðar undir frístundabyggð við Tagl í Bíldudal. Samkvæmt samningnum er 13 ha landi undir frístundabyggð skv. deiliskipulagi dags. 29. júní 2011 úthlutað til 10 ára. Í samningnum er einnig mælt fyrir um það að ef engar framkvæmdir hefjist fyrir 1. október 2023 beri að skila landinu til sveitarfélagsins.

            Bæjarráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarstjórnar til staðfestingar.

             Málsnúmer 2004156 9

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Til kynningar

             13. Áskorun frá félagi íslenskra handverksbrugghúsa

             Lögð fram til kynningar áskorun Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 8. september 2020 þar sem skorað er á dómsmálaráðherra, alþingismenn og sveitarstjórnarfólk að standa með íslenskum handverksbrugghúsum með því að leggja fram frumvarp um netverslun með áfengi.

              Málsnúmer 2009047

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              14. Fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu 2020

              Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Vestfjarðastofu frá 28. fundi, 23. júní 2020 og 29. fundi, 18. ágúst 2020.

               Málsnúmer 2003010 6

               Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


               15. Umsögn aðgerðaráætlun í lofslagsmálum

               Lagður fram til kynningar tölvupóstur Naomi Bos, formanns Félags skógarbænda á Vestfjörðum, dags. 20. september 2020, þar sem vakin er athygli á Aðgerðaráætlun í loftlagsmálum, 2. útgáfu sem er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

                Málsnúmer 2009068

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30