Hoppa yfir valmynd

Minnisblað vegna siglingaverndar og stjórnendavaktar

Málsnúmer 2009086

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. október 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað slökkviliðsstjóra dags. 25. september 2020 vegna siglingavernda og stjórnendavaktar. Í minnisblaðinu er lagt til að sameina stjórnendavakt slökkviliðsins og vaktsíma siglingaverndar sem tekið yrði tillit til við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Bæjarráð vísar minnisblaðinu til umfjöllunar í hafna- og atvinnumálaráði en bendir á að nú sé í gangi vinna við að greina fýsileika að sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga á sunnanverðum Vestfjörðum, sem taka þurfi einnig tillit til við afgreiðslu málsins af hálfu hafna- og atvinnumálaráðs.
19. október 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram minnisblað Slökkviliðsstjóra Vesturbyggðar dags. 25. september 2020. Í minnisblaðinu er velt upp möguleikanum á sameiningu bakvaktar siglingaverndar og stjórnendavaktar slökkviliðsins.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
10. nóvember 2020 – Bæjarráð

Lagt fram að nýju minnisblað Slökkviliðsstjóra Vesturbyggðar dags. 25. september 2020. Í minnisblaðinu er velt upp möguleikanum á sameiningu bakvaktar siglingaverndar og stjórnendavaktar slökkviliðsins. Hafna- og atvinnumálaráð fjallaði um minnisblaðið á 24. fundi ráðsins og vísaði því aftur til bæjarráðs.

Afgreiðslu tillögunnar er frestað þar til niðurstöður fýsileikakönnunar á sameiningu slökkviliðs og sjúkraflutninga liggur fyrir.