Hoppa yfir valmynd

Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar

Málsnúmer 2101016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræður um málefni Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti.

Formanni samráðsnefndar ásamt sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps falið að ganga frá tímabundnum breytingum vegna starfsmannamála í samráði forstöðumann safnsins.
13. október 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Óskar Leifur Arnarsson, starfandi forstöðumaður Minjasafnsins kom inn á fundinn og kynnti ársreikning Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2020 ásamt drögum að fjárhagsáætlun ársins 2022.

Samráðsnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
25. nóvember 2021 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagður fram ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2020. Óskar Leifur Arnarsson, starfandi forstöðumaður safnsins og Margrét Magnúsdóttir, skoðunarmaður reikninga, kom inn á fundinn og fóru yfir ársreikninginn.

Hagnaður safnsins á árinu 2020 nam 339.097 kr. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 25.770.104 kr. og bókfært eigið fé í árslok er 25.383.800 kr.

Nefndin staðfestir ársreikninginn samhljóða.

Þá var lögð fram fjárhagsáætlun Minjasafns Egils Ólafssonar fyrir árið 2022. Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til umfjöllunar hjá bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðahrepps.