Hoppa yfir valmynd

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #59

Fundur haldinn í fjarfundi, 17. desember 2020 og hófst hann kl. 15:30

Nefndarmenn
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
 • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
Starfsmenn
 • Ólafur Þór Ólafsson () sveitarstjóri
 • Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri

Fundargerð ritaði
 • Ólafur Þór Ólafsson sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps

Inga Hlín Valdimarsdóttir, forstöðumaður Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti, tók þátt í fundinum í umræðum um mál nr. 4 og 5.

Almenn mál

1. Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

Umræður um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samþykkt að óska eftir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna vetrarþjónustu- og samgöngumála á sunnanverðum Vestfjörðum. Framkvæmdastjórum sveitarfélaganna falið að óska eftir slíkum fundi.

  Málsnúmer 2001016 3

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Samgöngur Ferjan Baldur

  Tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 07.12.2020 varðandi aukaferðir ferjunnar Baldurs.

  Nefndin telur rétt að horft sé til þess að fjölga þeim ferðum sem eru til úthlutunar úr sérstökum pottum og þannig komið til móts við þá þörf sem er til staðar til að fjölga ferðum ferjunnar Baldurs yfir Breiðafjörð. Þá áréttar nefndin að það er ekki skilgreint hlutverk sveitarfélaga að tryggja að samgöngur á milli landshluta séu í lagi. Það er hlutverk ríkisins og því nauðsynlegt að ríkisvaldið leggi til það fé sem þarf til að tryggja þá ferjuþjónustu sem nauðsynleg er.

   Málsnúmer 2101014

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum

   Umræður um almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum og væntanlegt tilraunaverkefni vegna þeirra.

   RH og ÓÞÓ gerðu grein fyrir stöðu þróunarverkefnis vegna almenningssamgangna.

    Málsnúmer 2101015 6

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Starfsemi Minjasafns Egils Ólafssonar

    Umræður um málefni Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti.

    Formanni samráðsnefndar ásamt sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps falið að ganga frá tímabundnum breytingum vegna starfsmannamála í samráði forstöðumann safnsins.

     Málsnúmer 2101016 3

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Safnalóð - Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti

     Tölvupóstur frá Guðbjarti Á. Ólafssyni dags. 28.10.2020 varðandi lóðamál Byggðasafnins á Hnjóti. Jafnframt er lagt fram bréf frá landeigendum Hnjóts frá því í desember 2019 ásamt lóðauppdrætti.
     Lagt fram til kynningar og rætt. Nefndin telur sig ekki geta tekið afstöðu í málinu út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.

      Málsnúmer 2011074

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Úttekt og greining á samrekstri slökkviliðs og sjúkraflutninga

      Umræður um tímasetningu á kynningarfundi vegna skýrslu Ráðríkrar um slökkvilið og sjúkraflutninga.

      Nefndin telur rétt að fram fari sameiginlegur kynningarfundur fyrir báðar sveitarstjórnirnar vegna skýrslunnar og að hann verði í febrúar 2021.

       Málsnúmer 2006085 2

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50