Hoppa yfir valmynd

Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna aðalskipulags í Vatnsfirði

Málsnúmer 2110052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. nóvember 2021 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2021 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru þar sem kærð er ,,ákvörðun sveitarstjórnar Vesturbyggðar, sem tilkynnt var í bréfi til Samgöngufélagsins, dags. 16. september sl., að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð í tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar fyrir árin 2018 til 2035."




15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2021 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru þar sem kærð er ,,ákvörðun sveitarstjórnar Vesturbyggðar, sem tilkynnt var í bréfi til Samgöngufélagsins, dags. 16. september sl., að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð í tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar fyrir árin 2018 til 2035."




25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að umsögn bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar bæjarstjórnar skv. bréfi dags. 16. september 2021, að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn staðfestir umsögnina og leggur áherslu á að ákvörðun um leiðarval í Vatnsfirði þarf að taka í samráði við meginhagsmunaaðila, Umhverfisstofnun, Breiðafjarnefnd og Vesturbyggð. Samráði er ekki lokið og í framhaldi af þeirri vinnu þarf að vinna breytingar á aðlaskipulagi Vesturbyggðar. Að mati bæjarstjórnar er því umrædd kæra til nefndarinnar ótímabær enda liggi ekki fyrir endanlegt val á veglínu í Vatnsfirði. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda umsögnina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.