Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #930

Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 2. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
 • Magnús Jónsson (MJ) varamaður
 • Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) aðalmaður
 • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) formaður
Starfsmenn
 • Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) skrifstofustjóri

Fundargerð ritaði
 • Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Almenn erindi

1. Muggsstofa - samfélagsmiðstöð á Bíldudal

Lagður fyrir til staðfestingar undirritaður samstarfs- og húsaleigusamningur vegna reksturs Muggsstofu á Bíldudal. Muggsstofa er samfélags- og nýsköpunarmiðstöð á Bíldudal sem hýsir meðal annars félagsstarf aldraðra, starfsemi bóksafns Bíldælinga, þar er aðstaða fyrir störf án staðsetningar og námsmenn. Einnig er þar aðstaða fyrir starfsmenn Vesturbyggðar. Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar er með starfsstöð sína í Muggsstofu. Muggsstofa er staðsett í Skrímslasetrinu á Bíldudal, Strandgötu 7.

Bæjaráð staðfestir samninginn.

  Málsnúmer 2009065

  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


  2. Fjárhagsáætlun 2022-2025

  Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025. Lögð var fram til kynningar útkomuspá 2021 fyrir rekstur samstæðunnar. Gert er ráð fyrir 30,5 millj.kr. jákvæðri niðurstöðu fyrir reksturinn samkvæmt spánni.

   Málsnúmer 2106009 13

   Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


   3. Sameiginleg björgunarmiðstöð á Patreksfirði

   Lögð fyrir viljayfirlýsing um byggingu björgunarmiðstöðvar á Patreksfirði undirrituð á Patreksfirði 9. nóvember 2021. Þeir sem standa að yfirlýsingunni eru Björgunarsveitin Blakkur, Vestubyggð og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

   Aðilar samningsins munu með verkefninu leitast við að sameinast um byggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar á Patreksfirði. Í miðstöðinni verði pláss fyrir tæki og búnað björgunarsveitarinnar, slökkviliðs og sjúkraflutninga auk aðstöðu til að geyma annan búnað, búningsklefa og önnur rými sem tilheyra. Hluti stoðrýma verður sameiginlegur með aðilunum þremur. Þá verði í húsinu aðstaða fyrir stjórnun neyðaraðila; svæðisstjórn, aðgerðastjórn og vettvangsstjórn.

   Viljayfirlýsingin er undirrituð með fyrirvara um fjármögnun á framkvæmdinni af hálfu allra aðila.

   Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem sinn fulltrúa í undirbúningsnefnd um verkefnið.

    Málsnúmer 2110076 2

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    4. Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2022

    Lögð fyrir umsókn Kvennaathvarfs um rekstrarstyrk að fjárhæð krónur 50.000 fyrir árið 2022.

    Bæjarráð samþykkir að veita Kvennaathvarfinu umbeðna styrkupphæð.

     Málsnúmer 2110053

     Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


     5. Breytingar á lagaumhverfi í þjónustu við börn

     Lagður fyrir tölvupóstur dags. 25.10.202 frá félagsmálaráðuneytinu þar sem er óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni tengilið sem fulltrúa sinn vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

     Bæjarráð tilnefnir Arnheiði Jónsdóttur sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar.

      Málsnúmer 2110029 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. Ósk um tilnefningu í samstarfshóp um stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg

      Lagt fyrir erindi dags. 27.10.2021 frá umhverfisstofnun þar sem er óskað er eftir tilnefninu tengiliðar og ósk um samstarfi við Vesturbyggð um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar vegna friðlýsingar á Látrabjargi.

      Bæjarráð tilnefnir Geir Gestsson sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar.

       Málsnúmer 2110074

       Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


       7. Sameiginlegt útboð á slökkvibílum fyrir sveitarfélög Íslands

       Lagður fyrir tölvupóstur dags. 27.10.2021 frá Ríkiskaupum þar sem kannaður er áhugi sveitarfélaga að taka þátt í sameiginlegu útboði á slökkvibílum.

       Bæjarráð felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Ríkiskaup og vísar málinu áfram til vinnu við fjárhagsáætlun 2022-2025.

        Málsnúmer 2110075 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Til kynningar

        8. Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna aðalskipulags í Vatnsfirði

        Lagður fram til kynningar tölvupóstur úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2021 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru þar sem kærð er ,,ákvörðun sveitarstjórnar Vesturbyggðar, sem tilkynnt var í bréfi til Samgöngufélagsins, dags. 16. september sl., að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð í tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar fyrir árin 2018 til 2035."

         Málsnúmer 2110052 3

         Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


         9. Verklagsreglur BsVest

         Lögð fyrir til kynningar fundargerð stjórnarfundar stjórnar BsVest sem haldinn var 24. september 2021. Jafnfrmt eru lagðar fyrir til kynningar verklagsreglur BsVest.

          Málsnúmer 2110025

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          10. Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2021

          Lögð fyrir til kynningar fundargerð 194. fundar stjórnar Breiðafjarðanefndar sem haldinn var 21. september 2021

           Málsnúmer 2103012 7

           Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


           11. Viðmiðunarlaunatafla fyrir kjörna fulltrúa

           Lagt fyrir til kynningar erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 14.10.2021 ásamt viðmiðunarlaunatöflu kjörinna fulltrúa.

            Málsnúmer 2110035

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            12. Neysluvatnssýni Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða 2021

            Lagðir fram tölvupóstar dags. 14. október sl. ásamt fylgigögnum frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða varðandi töku sýna af neysluvatni Patreksfirðinga og Bílddælinga ásamt lokaskýrslu. Sýnin stóðust gæðakröfur.

             Málsnúmer 2110064

             Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


             Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:11