Fundur haldinn í fjarfundi, 25. nóvember 2021 og hófst hann kl. 17:30
Nefndarmenn
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Jörundur Garðarsson (JG) aðalmaður
- Magnús Jónsson (MJ) aðalmaður
- María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
Starfsmenn
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Hljóðupptaka
Almenn erindi
1. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð
Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð. Um er að ræða nýja samþykkt sem byggir á útboði á sorphirðu og sorpeyðingu í sveitarfélaginu. Samþykktin er í samræmi við ákvæði laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003. Þá tekur samþykktin mið af breytingum á lögum um meðhöndlun úrgangs sem öðlast gildi 1. janúar 2023. Markmið samþykktarinnar er að tryggja að meðhöndlun úrgangs sé í samræmi við lög og reglugerðir, þeim úrgangi sem myndast í sveitarfélaginu verði komið í endurnotkun og endurnýtingu og að förgun úrgangs verði með skipulögðum hætti, kostnaður samfélagsins við meðhöndlun úrgangs verði lágmarkaður og að sá kostnaður sem fellur til vegna úrgangs greiðist af þeim sem úrganginn skapa. Drögin sem hér eru lögð fram fela þannig í sér verulegar breytingar frá ákvæðum eldri samþykktar Vesturbyggðar um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð nr. 214/2004.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Vesturbyggð er vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn Vesturbyggðar samkvæmt 2. mgr. 8. gr. laga um meðhöndlun úrgangs og 59. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. 1. tl. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
2. Fjárhagsáætlun 2022-2025
Lögð er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2022, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2022-2025.
Til máls tók: Forseti,
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og 4ra ára áætlun 2022-2025 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 15. desember nk. kl. 17:00.
3. Fjárhagsáætlun 2022 - gjaldskrár Vesturbyggðar
Lagðar fyrir gjaldskrár Vesturbyggðar fyrir árið 2022.
Gjaldastuðlar á árinu 2022 eru eftirfarandi:
Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,55%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,50%
Fráveitugjald íbúðarhúsnæði 0,38%
Fráveitugjald annað húsnæði 0,50%
Lóðaleiga íbúðarhúsnæði 1,00%
Lóðaleiga annað húsnæði 3,75%
Til máls tók: Forseti,
Bæjarstjórn vísar gjaldskrám 2022 til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 15. desember nk. kl. 17:00.
4. Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna aðalskipulags í Vatnsfirði
Lögð fram drög að umsögn bæjarstjórnar Vesturbyggðar vegna kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna ákvörðunar bæjarstjórnar skv. bréfi dags. 16. september 2021, að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn staðfestir umsögnina og leggur áherslu á að ákvörðun um leiðarval í Vatnsfirði þarf að taka í samráði við meginhagsmunaaðila, Umhverfisstofnun, Breiðafjarnefnd og Vesturbyggð. Samráði er ekki lokið og í framhaldi af þeirri vinnu þarf að vinna breytingar á aðlaskipulagi Vesturbyggðar. Að mati bæjarstjórnar er því umrædd kæra til nefndarinnar ótímabær enda liggi ekki fyrir endanlegt val á veglínu í Vatnsfirði. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að senda umsögnina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
5. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 8. nóvember 2021. Í bréfinu kemur fram að Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035verði staðfest þegar lagfæringar hafa verði gerðar á ákveðnum atriðum. Fyrir liggja lagfærð gögn dagsett í nóvember 2021, þar sem búið er að fella út frístundabyggð í landi Hamars og Vaðals ásamt smávægilegum lagfæringum sem bent var á í bréfi Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að frístundabyggðinni hafi verið bætt inn á aðalskipulagið eftir auglýsingu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og fól skipulagfulltrúa að senda leiðrétt gögn til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.
Til máls tók: Forseti.
Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar lagfærð gögn aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035 og tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs þar sem skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun leiðrétt gögn til staðfestingar.
6. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir áfanga 2 á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheið
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 15. október 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar á 90. fundi sínum 15. nóvember 2021 að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi.
Til máls tók: Forseti
Bæjarstjórn samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
7. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk
Lögð fram skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dags. í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar á Brjánslæk sé háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og umhverfisráð tók málið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember 2021 og Hafna- og atvinnumálaráð á 34. fundi sínum 16. nóvember sl. Ráðin samþykktu fyrirliggjandi skýrslu hafnarsjóðs og mæltu með við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa yrði falið að senda hana til Skipulagsstofnunar.
Til máls tók: Forseti,
Bæjarstjórn staðfestir skýrsluna og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar samkvæmt 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.
8. Krossholt S1, umsókn um lóð
Lagt fram erindi frá Hafsbrún ehf, dags. 3. nóvember 2021. Í erindinu er sótt um 1,23 ha smábýlalóð á Krossholtum til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og umhverfisráð lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. að umsóknin yrði samþykkt.
Til máls tóku: Forseti,
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar til Hafsbrún ehf.
9. Balar 1-2, umsókn um lóð.
Jón Árnason vék af fundi undir þessum lið.
Lagt fram erindi frá Skemmunni Vatneyri, dags. 9. nóvember 2021. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Bölum 1-2, Patreksfirði. Umsækjandi áformar að byggja allt að 16 íbúðir á lóðinni í einu til tveimur húsum á tveimur hæðum. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að umsóknin verði samþykkt. Einnig minnti ráðið á að byggingaráformin séu háð grenndarkynningu. Um er að ræða lóð sem skilgreind er sem íbúðarsvæði í Aðalskipulagi Vesturbyggðar.
Til máls tóku: Forseti, MJ og FM.
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar að Bölum 1-2. Þá er samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða úthlutun lóðarinnar og áform um byggingu eins til tveggja húsa á tveimur hæðum með allt að 16 íbúðum, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Jón Árnarson kom aftur inn á fundinn.
10. Aðalstræti 124A, umsókn um lóð.
Lagt fram erindi frá Ísak Ó. Óskarssyni dags. 18. október 2021, Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Aðalstræti 124A til byggingar einbýlishúss. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og lagði til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að umsóknin verði samþykkt.
Til máls tóku: Forseti,
Bæjarstjórn samþykkir úthlutun lóðarinnar að Aðalsrtæi 124A. Þá er samþykkt að grenndarkynna fyrirhugaða úthlutun lóðarinnar og áform um byggingu einbýlishúss, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
11. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag
Lögð fram lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu. Skipulagslýsingin var tekin fyrir á 90. fundi skipulags- og umhverfisráðs 15. nóvember sl. og 34. fundi hafna- og atvinnumálaráðs 16. nóvember sl. þar sem lýsingin var samþykkt.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögn um lýsinguna og auglýsa hana skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
12. Vörugeymsla Patrekshöfn, umsókn um framlengingu lóðarleigusamnings.
Lagt fram erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og lagði til við hafna- og atvinnumálaráð að framlenging á lóðaleigusamningi yrði samþykkt. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti framlenginguna á 34. fundi sínum 16. september sl. en í lóðarleigusamningi skuli áfram vera kveðið á um forkaupsrétt hafnarsjóðs Vesturbyggðar.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn samþykkir framlengingu lóðarleigusamnings undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" Patreksfirði en áfram skuli vera kveðið á um forkaupsrétt hafnarsjóðs Vesturbyggðar.
Fundargerð
Lögð er fram til kynningar fundargerð 930. fundar bæjarráðs, fundurinn var haldinn 2. nóvember 2021. Fundargerðin er í 13 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 90. fundar skipulags- og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 15. nóvember 2021. Fundargerðin er í 14 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 34. fundar hafna- og atvinnumálaráðs, fundurinn var haldinn 16. nóvember 2021. Fundargerðin er í 10 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 18. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 9. nóvember 2021. Fundargerðin er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Lögð er fram til kynningar fundargerð 73. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 10. nóvember 2021. Fundargerðin er í 6 liðum.
Til máls tók: Forseti.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:48
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 365. fundar fimmtudaginn 25. nóvember 2021 kl. 17:30. Fundurinn fór fram í fjarfundi.
Iða Marsibil Jónsdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.
Þar sem um fjarfund er að ræða er fundurinn ekki opinn almenningi en upptaka frá fundinum verður sett inn á heimasíðu Vesturbyggðar eins fljótt og unnt er.