Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð #90

Fundur haldinn í fjarfundi, 15. nóvember 2021 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Ásdís Snót Guðmundsdóttir (ÁSG) varamaður
  • Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
  • Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
  • Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) aðalmaður
  • Jón Garðar Jörundsson (JGJ) aðalmaður
Starfsmenn
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
  • Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi

Almenn erindi

1. Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2035

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. nóvember 2021. Í bréfinu kemur fram að Aðalskipulag Vesturbyggðar verði staðfest þegar lagfæringar verði gerðar á ákveðnum atriðum. Fyrir liggja lagfærð gögn dagsett í nóvember 2021 þar sem búið er að fella út frístundabyggð í landi Hamars og Vaðals ásamt smávægilegum lagfæringum sem bent var á í bréfi Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að frístundabyggðinni hafi verið bætt inn á aðalskipulagið eftir auglýsingu.

Skipulagsfulltrúa er falið að senda leiðrétt gögn til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.

    Málsnúmer 2002127 17

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Brjánslækjarhöfn - deiliskipulag

    Tekin fyrir lýsing á deiliskipulagi Brjánslækjarhafnar, dagsett í nóvember 2021.

    Tilgangur deiliskipulagsins er að búa til skipulagsramma utan um byggðina og þá uppbyggingu sem fyrirhuguð er á næstunni s.s. stækkun hafnargarðs til að bæta smábátaaðstöðu, uppbygging þjónustu í tengslum við ferðamenn ásamt annarri uppbyggingu.

    Skipulagslýsingin er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska umsagnar og auglýsa lýsinguna skv. 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010.

      Málsnúmer 2111029 9

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Fyrirspurn um matsskyldu - smábátahöfn Brjánslæk

      Tekin fyrir skýrsla Hafnarsjóðs Vesturbyggðar dagsett í nóvember 2021. Um er að ræða fyrirspurn um matskyldu, skv. 6 greina laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Í fyrirspurninni er farið þess á leit við Skipulagsstofnun að ákveða hvort bygging smábátahafnar sé háð mati á umhverfisáhrifum.

      Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi greinargerð og felur skipulagsfulltrúa að senda hana til Skipulagsstofnunar sbr. 19. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana.

        Málsnúmer 2111037 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Vinnslutillaga Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033 - ósk um umsögn

        Tekið fyrir erindi Reykhólahrepps, dagsett 20. október 2021 þar sem óskað er eftir umsögn um vinnslutillögu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033.

        Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við vinnslutillögu Aðalskipulags Reykhólahrepps 2021-2033 en vill benda á að merkja þarf fleiri slóða inn á þemakort um vegi í náttúru Íslands s.s. línuvegi sem liggja um Þingmannaheiði og yfir í Vesturbyggð.

          Málsnúmer 2111024

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir áfanga 2 á Vestfjarðavegi (60) um Dynjandisheið

          Lagt fram erindi Vegagerðarinnar frá 15. október 2021 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar (60) um Dynjandisheiði frá Norðdalsá að Þverá við Rjúpnabeygju. Meðfylgjandi umsókninni eru uppdrættir af fyrirhuguðum framkvæmdasvæðum.

          Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

          Byggingarfulltrúa falið að óska eftir frekari upplýsingum varðandi áningar- og útsýnisstaði á kaflanum.

            Málsnúmer 2111027 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Hafnarbraut 8, umsókn um samþykki byggingaráforma.

            Tekið fyrir eftir grenndarkynningu byggingaráform við Hafnarbraut 8, Bíldudal. Óskað er eftir að fá að reisa 130 m2 skemmu/bílskúr við Hafnarbraut 8, Bíldudal. Áformin voru grenndarkynnt fyrir eigendum fasteignanna að Hafnarbraut 6 og 10, Dalbraut 7 og 9 frá 23. september til 30. október 2021.

            Engar athugasemdir bárust um áformin.

            Skipulags- og umhverfisráð samþykkir grenndarkynninguna.

              Málsnúmer 2109010 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Stækkun kirkjugarðsins á Bíldudal

              Erindi frá sóknarnefnd Bíldudalssóknar, dags. 20. október 2021, í erindinu er farið þess á leit við Vesturbyggð að útvegað verði land til stækkunar á kirkjugarðinum á Bíldudal sem skv. bréfritara er nú þegar orðinn of lítill og verkefnið orðið aðkallandi.

              Stækkun á kirkjugarðinum til NV er í samræmi við aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035.

              Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til bæjarráðs og leggur til að tekið verði upp samtal við landeigendur Litlu-Eyrar um aukið svæði fyrir kirkjugarð Bíldudalssóknar.

                Málsnúmer 2111019 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Krossholt S1, umsókn um lóð

                Erindi frá Hafsbrún ehf, dags. 3. nóvember 2021. Í erindinu er sótt um 1,23 ha smábýlalóð á Krossholtum til byggingar einbýlishúss.

                Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að umsóknin verði samþykkt.

                  Málsnúmer 2111015 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Ósk um úthlutun lóða við Aðalstæti 124A og 128 til húsbyggingar - Sigurpáll Hermannsson

                  Tekinn fyrir tölvupóstur Sigurpáls Hermannssonar f.h. Aðalstrætis 73 ehf. dags. 22.október 2021. Í tölvupóstinum er tilkynnt um skil á lóðinni að Aðalstræti 124A, en bréfritari hefur hætt við byggingaráform á lóðinni.

                    Málsnúmer 1904038 5

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Aðalstræti 124A, umsókn um lóð.

                    Erindi frá Ísak Ó. Óskarssyni dags. 18. október 2021, Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Aðalstræti 124A til byggingar einbýlishúss.

                    Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að umsóknin verði samþykkt.

                      Málsnúmer 2110067 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Vörugeymsla Patrekshöfn, umsókn um framlengingu lóðarleigusamnings.

                      Erindi frá Odda hf, dags. 29. október 2021. Í erindinu er óskað eftir framlenginu á lóðarleigusamningi undir eignina "Vörugeymsla á Vatneyri" sem félagið festi nýlega kaup á.

                      Skipulags- og umhverfisráð leggur til við hafna- og atvinnumálaráð að framlengingin verði samþykkt.

                        Málsnúmer 2111013 3

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Balar 1-2, umsókn um lóð.

                        Erindi frá Skemmunni Vatneyri, dags. 9. nóvember 2021. Í erindinu er sótt um byggingarlóðina að Bölum 1-2, Patreksfirði. Umsækjandi áformar að byggja allt að 16 íbúðir á lóðinni í einu til tveimur húsum á tveimur hæðum.

                        Skipulags- og umhverfisráð leggur til við Bæjarstjórn Vesturbyggðar að umsóknin verði samþykkt og minnir á að byggingaráformin eru háð grenndarkynningu.

                          Málsnúmer 2111035 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Við Patrekshöfn. umsókn um að bæta við Innkeyrslu- og inngangshurð á SV gafl

                          Erindi frá Loga ehf, í erindinu er sótt um leyfi fyrir innkeyrslu og gönguhurð á iðnaðarbil í eigu félagsins við Patrekshöfn.

                          Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki annarra eigenda í húsnæðinu.

                            Málsnúmer 2111040

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Til kynningar

                            14. Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna aðalskipulags í Vatnsfirði

                            Lagður fram til kynningar tölvupóstur úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 18. október 2021 þar sem tilkynnt er um stjórnsýslukæru þar sem kærð er ,,ákvörðun sveitarstjórnar Vesturbyggðar, sem tilkynnt var í bréfi til Samgöngufélagsins, dags. 16. september sl., að hafna því að gera ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar við norðanverðan Breiðafjörð í tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar fyrir árin 2018 til 2035."

                              Málsnúmer 2110052 3

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00