Hoppa yfir valmynd

Menningar- og ferðamálaráð #15

Fundur haldinn í fjarfundi, 13. apríl 2021 og hófst hann kl. 18:00

Nefndarmenn
  • Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
  • Gunnþórunn Bender (GB) aðalmaður
  • María Ósk Óskarsdóttir (MÓÓ) aðalmaður
  • Ramon Flavià Piera (RFP) aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðríður Hlín Helgudóttir (GHH) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Guðríður Hlín Helgudóttir Menningar - og ferðamálafulltrúi

Almenn mál

1. Garðar BA

Á 11.fundi Menningar-og ferðamálaráðs þann 8.september 2020 var fjallað um erindi frá fulltrúum landeigenda Skápadals tengt uppbyggingu Garðars BA og svæðisins þar í kring. Menningar-og ferðamálafulltrúa var falið að stofna vinnuhóp með það að markmiði að vinna að hugmyndum um framtíðaráform Garðars BA, í samstarfi við landeigendur.

Menningar-og ferðamálaráð tilnefnir eftirfarandi aðila í vinnuhópinn;

Arnheiður Jónsdóttir - fulltrúi landeigenda
Sigurður Líndal - verkefnastjóri Vestfjarðastofu
Gunnþórunn Bender - framkvæmdastjóri Westfjords Adventures
Guðríður Hlín Helgudóttir - menningar-og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar

Málsnúmer3

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


2. Ósk um styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal 2021

Lagt fyrir erindi dags. 29.mars 2021 frá Félagi áhugamanna um Skrímslasetur.

Félagið óskar eftir styrk til reksturs Skrímslasetursins á Bíldudal fyrir árið 2021 að upphæð 200 þúsund krónum.
Vesturbyggð hefur styrkt verkefnið frá árinu 2015. Skrímslasetrið var stofnað árið 2007 af sjö áhugamönnum sem vildu leggja Bíldudal lið í viðleitni til að auka framboð á atvinnu og laða að ferðamenn. Skrímslasetrið er í dag mikilvægur hlekkur þeirra fyrirtækja sem bjóða uppá menningar- og ferðamálatengda starfsemi.

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að farið verði í samningagerð við Félag áhugamanna um Skrímslasetur og felur Menningar-og ferðamálafulltrúa í samstarfi við bæjarstjóra að fara í þá vinnu.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


3. Styrkir Menningar-og ferðamálaráðs

Frestað til næsta fundar.

Málsnúmer7

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Mál til kynningar

4. Skilti við Rauðasand

Lagt fram til kynningar samstarfsverkefni Vesturbyggðar og landeiganda á Rauðasandi um styrk sem hlaust úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir skiltauppsetningu á Rauðasandi.

Málsnúmer2

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


5. Tjaldsvæði í Vesturbyggð

Lagt fram til umfjöllunar framtíðaráform tjaldsvæðisins á Bíldudal.

Í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2021-2024 í framkvæmdakafla kemur fram að framlag verður veitt fyrir nýtt færanlegt salernishús við tjaldsvæðið við Byltu á Bíldudal en einnig verður á árinu undirbúið að finna tjaldsvæðinu á Bíldudal annan stað og er m.a. horft til þess að nýta svæði í kringum Lönguhlíð 20.

Málsnúmer5

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:27